Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Skjöl úr dóms­mála­ráðu­neyt­inu sýna að gætt var sér­stak­lega að því að for­seti fengi sem minnst að vita um bak­grunn og brot manna sem fengu upp­reist æru. Guðni for­seti er samt eini hand­hafi rík­is­valds sem baðst af­sök­un­ar á þætti sín­um í að veita kyn­ferð­is­brota­mönn­um upp­reist æru.

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

„Minnisblaðið á ekki að fara til forseta og ber að eyða því í pappírstætara að fundi loknum.“ Þessi málsgrein kemur fyrir í bréfum sem ritari innanríkisráðherra sendi ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins og ríkisráðsritara þann 16. september 2016, sama dag og tillögur um uppreist æru Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar komu á borð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.

Umrædd bréf fylgdu ekki þeim skjalapakka sem fjölmiðlar fengu frá dómsmálaráðuneytinu í september. Eins og Stundin hefur áður greint frá varð dómsmálaráðuneytið ekki við beiðni nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um að afhenda öll tiltæk gögn í málum Downey og Hjalta fyrir kosningar.  hefur þó verið veittur aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. 

Fékk almennar og ónákvæmar upplýsingar

Í minnisblöðum um beiðnir Downeys og Hjalta um uppreist æru kemur skýrt fram fyrir hvaða brot á almennum hegningarlögum þeir voru dæmdir.

Tilgreint er að Robert Downey hafi verið „dæmdur í 3 ára óskilorðsbundna refsivist fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum“ Um Hjalta er tekið fram að hann hafi verið „dæmdur í 5 ára og 6 mánaða óskilorðsbundna refsivist fyrir kynferðisbrot“. 

Bréfin sem Guðni fékk á sitt borð hafa ekki að geyma upplýsingar af þessu tagi. Þar kemur eingöngu fram að Hjalti Sigurjón og Robert Downey hafi verið dæmdir í fangelsi fyrir brot á almennum hegningarlögum og að skilyrði til veitingar uppreistar æru séu uppfyllt. 

Ef vilji hefði staðið til þess að kanna sérstaklega bakgrunn mannanna sem áttu að fá uppreist æru hefði forsetaskrifstofan getað flett upp dómunum yfir þeim á vef Hæstaréttar. Hins vegar bera ráðherrar ábyrgð á öllum stjórnarathöfnum samkvæmt stjórnarskrá og ekki er venjan að forsetaembættið leggist í rannsóknarvinnu áður en forseti veitir stjórnarathöfnum gildi með undirskrift sinni. 

Svo virðist sem gætt hafi verið sérstaklega að því að forseti fengi eingöngu mjög almennar og yfirborðskenndar upplýsingar um mennina sem átti að veita uppreist æru. Sjálfur hefur Guðni greint frá því að hann hafi ekki vitað neitt um þá. „Ég fæ engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2 þann 16. júní síðastliðinn. 

Þegar innanríkisráðuneytið sendi ríkisráðsritara tillögur um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar og Roberts Downey þann 16. september 2016 var vakin athygli á því að afrit af minnisblaði fylgdi tillögunni en að það ætti ekki að fara til forseta.

Gera má ráð fyrir að um sé að ræða staðlað bréf. Stundin hefur sent dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort svo sé og óskað eftir sams konar bréfum í málum annarra umsækjenda um uppreist æru. 

Guðni sá eini sem baðst afsökunar

Guðni Th. Jóhannesson forseti boðaði konurnar sem voru beittar kynferðisofbeldi af Roberti Downey á unglingsárunum og stóðu að vitunarvakningunni #Höfumhátt til fundar við sig þann 9. nóvember síðastliðinn og bað þær afsökunar á að hafa skrifað undir tillögu um uppreist æru Roberts. 

„Ég var ánægð með að hann steig fram, tók ábyrgð á sín­um hlut í mál­inu og baðst inni­legr­ar af­sök­un­ar,“ sagði Glódís Tara, ein kvennanna, í viðtali við Mbl.is sama dag. „Hann sagði að það að skrifa und­ir svona og eiga þátt í því að þess­ir menn hafi fengið upp­reista æru og að hafa valdið okk­ur þess­um sárs­auka liggja þungt á hon­um. Hann vildi sjálf­ur, per­sónu­lega, biðjast af­sök­un­ar á sín­um hlut í mál­inu.“

Guðni er eini ráðamaðurinn sem hefur tekið þetta skref gagnvart þolendum Downeys, en áður hafði hann mælt sér mót við brotaþola og fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Sigurjóns Haukssonar og beðið hana afsökunar á þætti sínum í að veita Hjalta uppreist æru.

Eftir að ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins var slitið beittu íslensk stjórnvöld sér sérstaklega gegn því að fjallað væri um þátt kvennanna, og átaksins #Höfumhátt í umfjöllun erlendra fjölmiðla um stjórnarslitin.

Á sama tíma hélt Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, því ítrekað fram að hugur Sjálfstæðisflokksins hefði ávallt verið hjá brotaþolunum og þeim sem ættu um sárt að binda.

„Þau hlusta ekki, svara ekki þegar við leitum til þeirra með spurningar,“ sagði Nína Rún Bergsdóttir, ein kvennanna í samtali við Stundina þann 21. október. „En samt nýta þau sér okkur brotaþola í pólitískum tilgangi með yfirlýsingum á borð við að „samúð Sjálfstæðismanna hafi alltaf verið hjá brotaþolum“, að flokkurinn „standi með brotaþolum og aðstandendum þeirra“. Hvernig geta þau leyft sér að tala svona um okkur opinberlega þegar þau þora ekki, geta ekki eða vilja ekki tala við okkur í eigin persónu?“

Gögn, sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, fékk frá dómsmálaráðuneytinu á grundvelli upplýsingalaga í síðustu viku og Stundin fékk afrit af, benda til þess að við veitingu uppreistar æru hafi þess verið gætt sérstaklega að forseti hefði ekki vitneskju um hvers kyns brotamenn hann væri að sæma óflekkuðu mannorði með undirskrift sinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
3
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár