Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Skjöl úr dóms­mála­ráðu­neyt­inu sýna að gætt var sér­stak­lega að því að for­seti fengi sem minnst að vita um bak­grunn og brot manna sem fengu upp­reist æru. Guðni for­seti er samt eini hand­hafi rík­is­valds sem baðst af­sök­un­ar á þætti sín­um í að veita kyn­ferð­is­brota­mönn­um upp­reist æru.

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

„Minnisblaðið á ekki að fara til forseta og ber að eyða því í pappírstætara að fundi loknum.“ Þessi málsgrein kemur fyrir í bréfum sem ritari innanríkisráðherra sendi ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins og ríkisráðsritara þann 16. september 2016, sama dag og tillögur um uppreist æru Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar komu á borð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.

Umrædd bréf fylgdu ekki þeim skjalapakka sem fjölmiðlar fengu frá dómsmálaráðuneytinu í september. Eins og Stundin hefur áður greint frá varð dómsmálaráðuneytið ekki við beiðni nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um að afhenda öll tiltæk gögn í málum Downey og Hjalta fyrir kosningar.  hefur þó verið veittur aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. 

Fékk almennar og ónákvæmar upplýsingar

Í minnisblöðum um beiðnir Downeys og Hjalta um uppreist æru kemur skýrt fram fyrir hvaða brot á almennum hegningarlögum þeir voru dæmdir.

Tilgreint er að Robert Downey hafi verið „dæmdur í 3 ára óskilorðsbundna refsivist fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum“ Um Hjalta er tekið fram að hann hafi verið „dæmdur í 5 ára og 6 mánaða óskilorðsbundna refsivist fyrir kynferðisbrot“. 

Bréfin sem Guðni fékk á sitt borð hafa ekki að geyma upplýsingar af þessu tagi. Þar kemur eingöngu fram að Hjalti Sigurjón og Robert Downey hafi verið dæmdir í fangelsi fyrir brot á almennum hegningarlögum og að skilyrði til veitingar uppreistar æru séu uppfyllt. 

Ef vilji hefði staðið til þess að kanna sérstaklega bakgrunn mannanna sem áttu að fá uppreist æru hefði forsetaskrifstofan getað flett upp dómunum yfir þeim á vef Hæstaréttar. Hins vegar bera ráðherrar ábyrgð á öllum stjórnarathöfnum samkvæmt stjórnarskrá og ekki er venjan að forsetaembættið leggist í rannsóknarvinnu áður en forseti veitir stjórnarathöfnum gildi með undirskrift sinni. 

Svo virðist sem gætt hafi verið sérstaklega að því að forseti fengi eingöngu mjög almennar og yfirborðskenndar upplýsingar um mennina sem átti að veita uppreist æru. Sjálfur hefur Guðni greint frá því að hann hafi ekki vitað neitt um þá. „Ég fæ engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2 þann 16. júní síðastliðinn. 

Þegar innanríkisráðuneytið sendi ríkisráðsritara tillögur um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar og Roberts Downey þann 16. september 2016 var vakin athygli á því að afrit af minnisblaði fylgdi tillögunni en að það ætti ekki að fara til forseta.

Gera má ráð fyrir að um sé að ræða staðlað bréf. Stundin hefur sent dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort svo sé og óskað eftir sams konar bréfum í málum annarra umsækjenda um uppreist æru. 

Guðni sá eini sem baðst afsökunar

Guðni Th. Jóhannesson forseti boðaði konurnar sem voru beittar kynferðisofbeldi af Roberti Downey á unglingsárunum og stóðu að vitunarvakningunni #Höfumhátt til fundar við sig þann 9. nóvember síðastliðinn og bað þær afsökunar á að hafa skrifað undir tillögu um uppreist æru Roberts. 

„Ég var ánægð með að hann steig fram, tók ábyrgð á sín­um hlut í mál­inu og baðst inni­legr­ar af­sök­un­ar,“ sagði Glódís Tara, ein kvennanna, í viðtali við Mbl.is sama dag. „Hann sagði að það að skrifa und­ir svona og eiga þátt í því að þess­ir menn hafi fengið upp­reista æru og að hafa valdið okk­ur þess­um sárs­auka liggja þungt á hon­um. Hann vildi sjálf­ur, per­sónu­lega, biðjast af­sök­un­ar á sín­um hlut í mál­inu.“

Guðni er eini ráðamaðurinn sem hefur tekið þetta skref gagnvart þolendum Downeys, en áður hafði hann mælt sér mót við brotaþola og fyrrverandi stjúpdóttur Hjalta Sigurjóns Haukssonar og beðið hana afsökunar á þætti sínum í að veita Hjalta uppreist æru.

Eftir að ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins var slitið beittu íslensk stjórnvöld sér sérstaklega gegn því að fjallað væri um þátt kvennanna, og átaksins #Höfumhátt í umfjöllun erlendra fjölmiðla um stjórnarslitin.

Á sama tíma hélt Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, því ítrekað fram að hugur Sjálfstæðisflokksins hefði ávallt verið hjá brotaþolunum og þeim sem ættu um sárt að binda.

„Þau hlusta ekki, svara ekki þegar við leitum til þeirra með spurningar,“ sagði Nína Rún Bergsdóttir, ein kvennanna í samtali við Stundina þann 21. október. „En samt nýta þau sér okkur brotaþola í pólitískum tilgangi með yfirlýsingum á borð við að „samúð Sjálfstæðismanna hafi alltaf verið hjá brotaþolum“, að flokkurinn „standi með brotaþolum og aðstandendum þeirra“. Hvernig geta þau leyft sér að tala svona um okkur opinberlega þegar þau þora ekki, geta ekki eða vilja ekki tala við okkur í eigin persónu?“

Gögn, sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, fékk frá dómsmálaráðuneytinu á grundvelli upplýsingalaga í síðustu viku og Stundin fékk afrit af, benda til þess að við veitingu uppreistar æru hafi þess verið gætt sérstaklega að forseti hefði ekki vitneskju um hvers kyns brotamenn hann væri að sæma óflekkuðu mannorði með undirskrift sinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár