„Við erum frá ASÍ og vinnustaðaeftirlitinu, og við viljum sjá vinnustaðaskírteini,“ segir Hermann Vestri Guðmundsson, forstöðumaður vinnustaðaeftirlits VR. Ung afgreiðslustúlka stífnar upp þegar hún heyrir þetta. „Ha, eigum við að vera með þannig?“ spyr hún sjáanlega skelkuð. Hermann jánkar og segir að allir svona vinnustaðir eiga að eiga til slík skírteini fyrir starfsfólk sitt samkvæmt lögum frá 2010.
Stúlkan stígur afsíðis og kemur aftur með skírteini fyrir starfsmenn sem vinna ekki lengur í sjoppunni. „Þessi skírteini voru útbúin þegar ég kíkti hingað síðast,“ segir Kristinn Örn Arnarson, eftirlitsmaður Eflingar, sem er með í för. Þegar þeir sjá síðan rekstrarkennitölu staðarins reka þeir upp stór augu, því það er komin ný kennitala á söluturninn.
Þetta er fyrsta heimsókn dagsins, og Hermann og Kristinn eru strax búnir að sjá þrjú merki um að ekki sé allt með felldu.
Efnahagur Íslands er aftur í …
Athugasemdir