Vinnuslys á Norðurstíg – Einn fluttur á sjúkrahús
Smágrafa valt á hliðina við gatnaframkvæmdir. Sá sem slasaðist er ekki alvarlega meiddur.
Fréttir
Vara við sprengihættu hjá tíu brugghúsum
Vinnueftirlitið hefur bannað brugghúsum um land allt að nota kínversk bruggtæki á háum þrýstingi vegna hættu gagnvart starfsmönnum og gestum. Sjö af tíu fyrirtækjum hafa kært ákvörðunina til ráðuneytis.
Fréttir
Fékk áfall eftir atvik við rútuakstur og er nú heimilislaus
Anthony McCrindle lýsir erfiðum vinnuaðstæðum hjá rútufyrirtækjum á Íslandi. Starfsmenn séu beðnir um að vinna ólöglega lengi og keyri farþega sína eftir litla hvíld. Sjálfur endaði hann á geðdeild eftir að atvik í vinnunni leiddi til sjálfsmorðshugsana. Í kjölfarið var hann rekinn, rakst á veggi í velferðarkerfinu og býr nú í bílnum sínum.
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði
Vantar fleiri tól til að berjast gegn launaþjófnaði
Tveir fulltrúar sem sinna vinnustaðaeftirliti ASÍ á höfuðborgarsvæðinu segja að erlent starfsfólk eigi sérstaklega undir högg að sækja á núverandi vinnumarkaði. Þeir ræða mikilvægi þess að stöðva kennitöluflakk, setja þak á frádráttarliði á launaseðlum og að finna leiðir til að fara beint í rekstraraðila sem stunda launaþjófnað.
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
Eigandi Hótels Adam var dæmdur til að greiða tékkneskri konu, Kristýnu Králová, tæpar þrjár milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir frá starfsaðstæðum sínum í viðtali við Stundina.
Hún segist hafa verið látin sofa í sama rúmi og eigandinn þar sem hann hafi ítrekað reynt að stunda með henni kynlíf. Hún segir að hann hafi líka sannfært sig um að lögreglan myndi handtaka hana því hún væri ólöglegur innflytjandi. Eigandinn neitar ásökunum hennar og segir að það sé „ekkert að frétta“.
Úttekt
Hvorki fórnarlömb né vinnudýr
Íslenskir stjórnmálamenn eru hneykslaðir á stöðu innflytjendakvenna eftir að þær birtu frásagnir sínar i tengslum við Metoo-hreyfinguna. En íslensk lög vernda þær ekki gegn ofbeldi og mismunun og innihalda ákvæði sem koma oft í veg fyrir að þær geti leitað réttar síns.
Fréttir
Aðeins tvær ábendingar um kynferðislega áreitni
Vinnueftirlitið hefur í 91 skipti krafið atvinnurekendur um úrbætur í tengslum við kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti á vinnustað. Mun færri ábendingar hafa borist. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, kallar eftir fjármagni í málaflokkinn.
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði
„Þannig að fyrirtækið skuldar mér helling af peningum?“
„Skipulagður þjófnaður af launum starfsfólksins“ er eitt af viðfangsefnum vinnustaðaeftirlits stéttarfélaganna. Blaðamaður fylgdi sérfræðingum VR og Eflingu inn á vinnustaði til að ræða við starfsfólk og uppljóstra um kjarabrot.
RannsóknRéttindabrot á vinnumarkaði
Á ferð með eftirlitinu: Lygar, ótti og reiði í Villta vestrinu
Blaðamaður kynntist ótta erlendra starfsmanna og ósannindum og reiði vinnuveitenda í eftirlitsferð ASÍ og SA um vinnustaði á Snæfellsnesinu. Dæmi fundust um starfsfólk á 100 þúsund króna mánaðarlaunum, fólk án ráðningasamninga, vanefndir á launatengdum greiðslum og sjálfboðaliða í stað launaðs starfsfólks. Sérfræðingar segja að vinnustaðabrot gegn starfsfólki séu að færast í aukanna.
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði
Var með réttindalausa útlendinga í vinnu vegna þrýstings frá þjóðfélaginu
Verktakafyrirtæki var gripið og sektað um síðustu helgi á Akureyri fyrir að hafa fjóra réttindalausa starfsmenn í vinnu án kennitölu við vafasamar aðstæður. Starfsmaður sem var handtekinn játar mistök. „Svona er lífið. Það geta komið upp hnökrar,“ útskýrir hann.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi
„Við erum alls ekki ánægð með það ástand sem er þarna,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlit ríkisins, um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17 athugasemdir í þremur eftirlitsheimsóknum og forstjórinn segir von á fleirum.
Mest lesið undanfarið ár
1
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.