Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi

„Við er­um alls ekki ánægð með það ástand sem er þarna,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Sæ­munds­son, for­stjóri Vinnu­eft­ir­lit rík­is­ins, um kís­il­málm­verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík. 17 at­huga­semd­ir í þrem­ur eft­ir­lits­heim­sókn­um og for­stjór­inn seg­ir von á fleir­um.

Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi
Eyjólfur Sæmundsson Forstjóri Vinnueftirlits ríkisins segir að forsvarsmönnum United Silicon hafi verið gefinn stuttur frestur til þess að gera úrbætur á fjölmörgum þáttum er við koma starfseminni. Mynd:

„Ég get alveg sagt þér það að við erum alls ekki ánægð með það ástand sem er þarna og það er alls ekki fullnægjandi,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins um aðbúnað og öryggi starfsmanna United Silicon.

Þeir starfsmenn sem Stundin hefur rætt við hafa meðal annars gagnrýnt eftirlit stofnunarinnar. Eyjólfur er ósammála þeirri gagnrýni og segir Vinnueftirlit ríkisins taka þessu mjög alvarlega en eftirlitið skráði niður 17 athugasemdir í þremur eftirlitsheimsóknum sem lutu að grundvallaratriðum í öryggi starfsmanna.

Stundin hefur að undanförnu fjallað ítarlega um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík en nú hafa tvær eftirlitsstofnanir skráð niður 29 frávik eða athugasemdir vegna starfseminnar og hafa þær krafist úrbóta. Aðeins tæpir tveir mánuðir eru síðan að verksmiðjan var gangsett en Stundinni hafa borist fjölmörg myndskeið sem sýna bæði brot á skilmálum starfsleyfis United Silicon og brot á ýmsum reglum er varða öryggi og aðbúnað starfsmanna á vinnusvæðinu.

Öryggi starfsmanna ekki tryggt

Myndskeiðið sem fylgir þessari frétt sýnir sjúkraherbergi verksmiðjunnar en þar á að vera hægt að veita fyrstu hjálp þegar alvarleg slys eiga sér stað. Sjúkraherbergið er þó langt frá því að vera öruggt fyrir meðhöndlun sára en það er grútskítugt auk þess sem engin áhöld eru til að hlúa að þeim sem lenda í slysum eða óhöppum. Stundin hafði samband við Eyjólf sem fór yfir þau grundvallaratriði sem þurfa að vera í lagi.

„Það á að vera skipulegt öryggisstarf í svona fyrirtæki og það á að vera áhættumat sem byggir á raunverulegum aðstæðum og þar sem meðal annars er tekið á því hvernig brugðist er við þegar bilanir og aðrar óvæntar aðstæður koma upp. Svo á að vera áætlun um heilsu og forvarnir en inni í því eru til dæmis reglubundnar mælingar á mengun í andrúmslofti starfsmanna. Þá á að vera eftirlit með hávaða og fyrir á að liggja mat á því hvar þarf persónuhlífar og allt slíkt. Síðan eiga að vera til staðar sérstakir öryggistrúnaðarmenn starfsmanna sem hafa sótt námskeið og fengið þjálfun og eiga að vera fyrir hönd starfsmanna í samstarfi við stjórnendur fyrirtækisins um að leysa úr málum. Síðast en ekki síst á að vera starfandi öryggisnefnd þar sem þessi fulltrúar og stjórnendur í fyrirtækinu hittast til þess að fara yfir það sem þarf að gera. Þetta eru algjör grundvallaratriði sem þurfa að vera í lagi,“ segir Eyjólfur.

Er þetta til staðar hjá United Silicon í dag?

„Nei, þetta hefur ekki verið til staðar. Eins og ég segi þá eru þetta grundvallaratriði sem þeir verða að koma í lag og þeir hafa fengið stuttan frest til þess.“

Hvers vegna var ekki farið í eftirlit fyrr og krafist úrbóta fyrr? Er það eðlilegt að leyfa verksmiðjunni að hefja rekstur þegar ekki er búið að taka út þá þætti sem snúa að Vinnueftirliti ríkisins. Hefði ekki verið eðlilegra að gera þetta áður en hún hóf rekstur?

„Það er ekki hægt í þessu tilfelli vegna þess að þetta ástand sem þarna er hefði aldrei komið í ljós við skoðun áður en verksmiðjan var gangsett.“

Fátæklegt sjúkraherbergi

Eyjólfur segir stofnunina hafa gefið United Silicon stuttan frest til þess að gera úrbætur á þeim sautján athugasemdum sem skráðar voru. Hann býst fastlega við því að þær verði fleiri eftir því sem vinnueftirlitið tekur út fleiri þætti starfseminnar. Þá sérstaklega því sem snýr að öryggi, aðbúnaði og vinnusvæði starfsmanna kísilmálmverksmiðjunnar. Verkefnið sé gríðarlega umfangsmikið en í ljósi frétta af ömurlegum aðstæðum starfsmanna United Silicon var ákveðið að eftirlit og úttekt á starfsemi fyrirtækisins í Helguvík yrði sett í forgang.

Eitt af því sem starfsmenn verksmiðjunnar hafa gagnrýnt er til dæmis sjúkraherbergi verksmiðjunnar en þar á að vera hægt að veita mönnum fyrstu hjálp, hvort sem starfsmenn hafi brunnið eða skorið sig. Herbergið er grútskítugt og engin áhöld eru til staðar til þess að hlúa að þeim sem lenda í slysi. Myndi Vinnueftirlitið setja út á herbergið í þessari mynd?

„Já, mér sýnist það á myndinni. Hitt er síðan annað mál að ef það verða þarna alvarleg slys á að hringja í sjúkrabíl í grænum hvelli. Þetta sjúkraherbergi á að vera og er í áætlunum um verksmiðjuna sem hafa komið hingað til umfjöllunar og mér sýnist þetta sjúkraherbergi fátæklega búið satt best að segja.“

En hvað getur Vinnueftirlit ríkisins gert til þess að knýja fram úrbætur ef ykkar kröfum er ekki sinnt?

„Vinnueftirlitið hefur tvær aðferðir til þess að knýja fram úrbætur ef ekki er farið eftir fyrirmælum. Annars vegar að leggja dagsektir á fyrirtækið og hins vegar, ef við teljum hættu stafa fyrir líf og heilsu starfsmanna sem getur bæði verið bráða- og langtímahætta, þá getum við stöðvað starfsemina,“ segir Eyjólfur.

Grútskítugt sjúkraherbergi
Grútskítugt sjúkraherbergi Engin áhöld eru að finna í sjúkraherberginu til þess að hlúa að slösuðum. „Ekki í lagi,“ segir vinnueftirlitið.

Frekari umfjöllun um United Silicon má finna í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í gær, fimmtudaginn 5. janúar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár