Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Var með réttindalausa útlendinga í vinnu vegna þrýstings frá þjóðfélaginu

Verk­taka­fyr­ir­tæki var grip­ið og sekt­að um síð­ustu helgi á Ak­ur­eyri fyr­ir að hafa fjóra rétt­inda­lausa starfs­menn í vinnu án kenni­tölu við vafa­sam­ar að­stæð­ur. Starfs­mað­ur sem var hand­tek­inn ját­ar mis­tök. „Svona er líf­ið. Það geta kom­ið upp hnökr­ar,“ út­skýr­ir hann.

Var með réttindalausa útlendinga í vinnu vegna þrýstings frá þjóðfélaginu
Bergsteinn Ómar Óskarsson Starfsmaður Viðhalds og klæðningar játar „mistök“ en segist hafa orðið fyrir þrýstingi þjóðfélagsins. Hér er hann í predikun hjá Hvítasunnukirkjunni. Mynd: Youtube

Íslenskur starfsmaður verktakafyrirtækis var handtekinn á Akureyri um síðustu helgi eftir að upp komst að fjórir albanskir menn án kennitölu og vinnuréttinda voru að störfum við hættulegar aðstæður.

Maðurinn, Bergsteinn Ómar Óskarsson, stendur að verktakafélaginu Viðhaldi og klæðningu ehf., sem var rannsakað eftir að tilkynningar bárust um varhugaverðar byggingaframkvæmdir á húsnæði í bænum.

„Vegna þrýstings í þjóðfélaginu fór ég aðeins hraðar en ég hefði átt að fara,“ segir maðurinn, Bergsteinn Ómar Óskarsson, í samtali við Stundina.

Vilhelm Adolfsson, eftirlitsmaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju, kom á vettvang og lýsir aðstæðum þannig að enginn öryggisbúnaður hafi verið til staðar. „Þegar við komum á staðinn var einn einstaklingur að teygja sig upp undir þakskyggnið standandi á tánum efst uppi í stiganum. Stiginn stóð þar að auki á heimagerðum búkkum til að ná lengra upp. Þetta var allt mjög hættulegt.“

Vilhelm segir að ekki hafi verið sótt um nein leyfi fyrir fjóra starfsmenn sem voru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár