Íslenskur starfsmaður verktakafyrirtækis var handtekinn á Akureyri um síðustu helgi eftir að upp komst að fjórir albanskir menn án kennitölu og vinnuréttinda voru að störfum við hættulegar aðstæður.
Maðurinn, Bergsteinn Ómar Óskarsson, stendur að verktakafélaginu Viðhaldi og klæðningu ehf., sem var rannsakað eftir að tilkynningar bárust um varhugaverðar byggingaframkvæmdir á húsnæði í bænum.
„Vegna þrýstings í þjóðfélaginu fór ég aðeins hraðar en ég hefði átt að fara,“ segir maðurinn, Bergsteinn Ómar Óskarsson, í samtali við Stundina.
Vilhelm Adolfsson, eftirlitsmaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju, kom á vettvang og lýsir aðstæðum þannig að enginn öryggisbúnaður hafi verið til staðar. „Þegar við komum á staðinn var einn einstaklingur að teygja sig upp undir þakskyggnið standandi á tánum efst uppi í stiganum. Stiginn stóð þar að auki á heimagerðum búkkum til að ná lengra upp. Þetta var allt mjög hættulegt.“
Vilhelm segir að ekki hafi verið sótt um nein leyfi fyrir fjóra starfsmenn sem voru …
Athugasemdir