Á síðustu árum hefur hagvöxtur aukist og krónan styrkst, um leið og virðisaukaskattur hefur lækkað og margir tollar afnumdir. Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir 4,8% hagvexti í ár, og verðbólga er í sögulegu lágmarki í 2,1% árið 2016. Þrátt fyrir það segir deildarstjóri hagdeildar ASÍ, Henný Hinz, að þessi staða hafi ekki skilað sér að fullu til neytenda með lægra verðlagi.
Alþýðusambandið hefur markvisst fylgst með verðlagsþróun á matvælum og öðrum vörum frá árinu 1990, og gefur reglulega út verðkannanir og greiningu á neyslumynstri. Þar skoðar sambandið ekki verðlag á einstakar vörur heldur stóra vöruflokka í heild sinni, eins og þeir eru sundurliðaðir í vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands.
Henný segir að verðlag á Íslandi sé hátt miðað við önnur lönd. „Almennt skoðar maður samanburð á gengi, hvert velferðarstig landsins er og hvernig launin eru. Verðlag ræðst mjög mikið af þessu þrennu og er oft lágt þar sem laun …
Athugasemdir