Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir loforðin til marks um örvæntingu og Sjálfstæðisflokkinn „fara fram úr sér í kosningabaráttu“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir óá­byrgt að nota 100 millj­arða arð­greiðsl­ur vegna lækk­un­ar eig­in­fjár við­skipta­bank­anna til stór­felldr­ar út­gjalda­aukn­ing­ar sam­hliða skatta­lækk­un­um.

Segir loforðin til marks um örvæntingu og Sjálfstæðisflokkinn „fara fram úr sér í kosningabaráttu“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir óábyrgt að nota 100 milljarða arðgreiðslur vegna lækkunar eiginfjár viðskiptabankanna til stórfelldrar útgjaldaaukningar samhliða skattalækkunum. 

„Það gengur ekki að menn fyllist örvæntingu og fari fram úr sér í kosningabaráttunni með þessum hætti, og það gildir jafnt til hægri og vinstri. Við verðum að fara varlega nú þegar við erum á toppi hagsveiflunnar,“ segir hún.

„Einskiptistekjur á borð við óreglulegar arðgreiðslur úr bönkunum ættu auðvitað að fara í niðurgreiðslu skulda, til að lækka vaxtakostnað hins opinbera og skapa svigrúm í ríkisfjármálum svo hægt sé að byggja upp til langs tíma.“ 

Eins og Stundin fjallaði um í gær vill Sjálfstæðisflokkurinn „bæta 100 milljörðum við í innviðauppbyggingu“ á næstu árum umfram það sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar.

Um leið vill flokkurinn lækka skatta, m.a. tryggingargjald og tekjuskatt, og stórauka framlög til velferðarmála. 

Hagdeild ASÍ telur að loforðin stangist á við sjálfbærnimarkmið laga um opinber fjármál og hagfræðingar sem Stundin hefur rætt við telja óæskilegt að verja einskiptistekjum til aukinna ríkisútgjalda samhliða skattalækkunum. Slíkt geti kynt undir verðbólgu og háu vaxtastigi.

Þorgerður Katrín tekur undir þessa gagnrýni. „Auðvitað eiga einskiptistekjur fyrst og fremst að vera nýttar til niðurgreiðslu skulda hins opinbera. Annað er óábyrgt og ég hélt satt að segja að flestir væru sammála um þetta, að minnsta kosti fráfarandi stjórnarflokkar.“ 

Hún bendir á að Viðreisn tali fyrir hóflegri lækkun tryggingargjalds og vilji halda áfram kraftmikilli uppbyggingu innviða. Hins vegar verði alltaf að hugsa til þess hvernig hlutirnir eru fjármagnaðir.

„Það gengur ekki að stökkva til í kosningabaráttu og fara að lofa bæði stórkostlegum skattalækkunum og gríðarlegri útgjaldaaukningu, tugmilljarða breytingum á fjármálaáætlun,“ segir hún. 

Í gær kynnti Viðreisn kosningaáherslur sínar og útskýrði hvernig staðið yrði undir kostnaði við aukin útgjöld á næsta kjörtímabili. Áður höfðu Píratar boðað til blaðamannafundar og kynnt hvernig þeir sjá fyrir sér fjárlög næsta árs. „Það er mikilvægt að flokkarnir útskýri og útfæri hvernig staðið verði undir kosningaloforðunum,“ segir Þorgerður og skorar á aðra flokka að gera slíkt hið sama.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu