Baldvin í Samherja segir pabba sinn ekki bestu útgáfuna af sjálfum sér vegna rannsóknar

Bald­vin Þor­steins­son, for­stjóri og einn eig­enda Sam­herja, seg­ir það haft áhrif á föð­ur sinn að vera til rann­sókn­ar yf­ir­valda í sex ár. Fað­ir hans, Þor­steinn Már Bald­vins­son, er grun­að­ur í rann­sókn Hér­aðssak­sókn­ara á stór­felld­um mútu­greiðsl­um til namib­ísks áhrifa­fólks.

Baldvin í Samherja segir pabba sinn ekki bestu útgáfuna af sjálfum sér vegna rannsóknar
Forstjórinn Baldvin tók við stöðu forstjóra Samherja af föður sínum fyrr í vetur.

„Þetta hefur verið þungur tími,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, forstjóri og aðaleigandi Samherja, í tilfinningaþrungnu viðtali í morgunþætti Bylgjunnar, Bítinu. Baldvin komst við í viðtalinu þar sem hann talaði um rannsókn á stórfelldum mútugreiðslum frá Samherjatengdum félögum til áhrifafólks í Namibíu. 

Faðir hans, Þorsteinn Már Baldvinsson, er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn íslenskra stjórnvalda á háttalagi fyrirtækisins, sem og átta aðrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins. 

„Ég ætla ekki að kvarta fyrir sjálfan mig en ég segi: pabbi minn, auðvitað hefur þetta haft áhrif á hann að vera með stöðu grunaðs manns svona lengi,“ sagði Baldvin sem ítrekaði að Samherji, sem fyrirtæki, hafi aldrei fengið dóma fyrir stór brot.

Baldvin sagðist hafa miklar mætur á föður sínum og að hann hafi séð það, þegar þeir unnu saman, hvaða mann Þorsteinn Már hefur að geyma. Baldvin tók við forstjórastarfinu af föður sínum í haust en áður höfðu foreldrar hans selt honum og systur hans, Kötlu Þorsteinsdóttur, sinn hlut í útgerðinni. 

„Maður sér hvernig þessi mál öll, þetta eru þá komin fimmtán ár, maður sér hvernig þetta hefur farið með hann. Það verður að segjast, eðlilega er hann ekki besta útgáfan af sjálfum sér,“ sagði hann og vísaði til bæði mútumálsins og Seðlabankanamálsins svokallaða.

Þá upplýsti hann að búið væri að leggja fram rúmlega hundrað milljarða króna kröfu á hendur fyrirtækinu í Bretlandi. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var krafan lögð fram í júní síðastliðnum.

Hún beinist að Samerja, tengdum félögum útgerðarinnar í Bretlandi, og fjórum fyrrverandi starfsmönnum félagsins: Þorsteini Má, Ingvari Júlíussyni, Aðalsteini Helgasyni og Agli Helga Árnasyni. Þeir hafa allir réttarstöðu sakborgnings í rannsókn Héraðssaksóknara. 

„Við sem fyrirtæki erum svo sem ekki alveg búin að bíta úr nálinni með þetta,“ sagði Baldvin. „Þetta er nýtt og eitthvað sem við þurfum að svara fyrir. Þessi mál sem fylgja þessu, þau eru bara þarna og við höldum áfram að, hvað segir maður, að reka fyrirtækið en auðvitað fer einhver orka og tími í þetta.“

Spurt út í tölvupósta Baldvins

Baldvin hefur sjálfur ekki stöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á Samherjamálinu, þótt nafn hans komi víða við sögu í rannsóknargögnum. Í yfirheyrslum yfir sakborningum og vitnum hefur meðal annars verið spurt út í tölvupóstsamskipti Baldvins. 

„Er búið að gefa út kvótann í Namibíu?“ spurði Baldvin til að mynda í tölvupósti til framkvæmdastjóra í namibískum dótturfélögum Samherja þann 4. ágúst 2018. Þessi póstur og fleiri, sem spanna margra ára tímabil, sýna talsverða aðkomu Baldvins að skipulagningu veiða Samherja í Namibíu. Heimildin fjallaði ítarlega um aðkomu Baldvins að Namibíurekstrinum árið 2021

Þá virðist, samkvæmt tölvupóstum sem eru hluti af rannsóknargögnum og Heimildin hefur áður fjallað um, sem starfsmenn í Namibíu hafi verið í tíðu sambandi við Baldvin. Þannig lýsir Jón Óttar Ólafsson, sem starfaði fyrir Samherja í Namibíu um hríð, þegar hann ræddi uppsögn sína hjá fyrirtækinu við samstarfskonu sína hjá Samherja, Baldvini sem einhvers konar yfirmanni.

„Ef Baldvin verður með vesen yfir því þá verði honum að góðu ég mun ekki taka því vel því samningurinn kveður á um 30 daga uppsagnarfrest sem ég hef by the way enn ekki fengið frá honum. Hann er voða hetja að segja upp þremur gömlum konum og svindla á þeim eins og hann getur en er ekki maður til að hringja eitt símtal í mig og ræða þessa hluti,“ sagði Jón Óttar í tölvupósti sínum.

Fimmtán hundruð smáskilaboð

Rannsókn Samherjamálsins er lokið og bíður það nú ákvörðunar Héraðssaksóknara um hvort gefnar verði út ákærur í því eða ekki. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar eru 214 millifærslur undir í rannsókninni og byggja þær á banka- og bókhaldsgögnum sem hefur verið aflað. Greiðslurnar spanna tímabilið frá 26. janúar árið 2012 til 12. nóvember árið 2019, sem er sami dagur og þáttur Kveiks um Samherjaskjölin var sendur út. 

Eins og Heimildin fjallaði um í nóvember er heildarfjárhæð þeirra greiðslna sem til rannsóknar eru nema 2,8 milljörðum króna. Það er umtalsvert meira en fjallað var um þegar greint var frá málinu fyrir sex árum síðar.

Gögn, sem Heimildin hefur séð, sýna einnig að stærstur hluti þessara greiðslna áttu sér stað eftir að uppljóstrarinn í málinu, Jóhannes Stefánsson, hætti störfum fyrir útgerðina.

Þá liggur líka fyrir í gögnum málsins að Þorsteinn Már átti í tíðum samskiptum við Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Namibíuútgerðar Samherja, sem árið 2019 gerðist uppljóstrari og kom af stað þeirri rannsókn sem staðið hefur yfir síðan.

Heimildin greindi frá því í október í fyrra að tæknimenn á vegum héraðssaksóknara hefðu endurheimt um 1.500 smáskilaboð á milli Þorsteins Más Baldvinssonar, þá forstjóra Samherja, og Jóhannesar Stefánssonar, uppljóstrara í Samherjamálinu.

Þorsteinn Már sagðist opinberlega ekkert hafa haft með Jóhannes að gera en fjöldi skilaboðanna sýnir mikil samskipti á milli þeirra á meðan Jóhannes stýrði útgerðarfélagi Samherja í Namibíu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár