Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á íbúafundi fyrir Grindvíkingar í Laugardalshöll í gær að áætlaður kostnaður við að kaupa út eignir allra bæjarbúa væri um 120-140 milljarðar króna.
Í svörum sínum við spurningum úr sal benti fjármálaráðherra á að vátryggingavirði fasteigna til íbúðar væri um 109 milljarðar króna. Þá væri brunatryggt inbú metið á 13 milljarða. Samanlagt væri kostnaðurinn að því að kaupa út íbúa Grindavíkur því um 122 milljarðar, útfrá þessum gögnum.
Til samanburðar er gert ráð fyrir því að kostnaður við byggingu nýs Landspítala sé um 210 milljarðar króna. Nýr Landspítali stærsta er fjárfestingarverkefni ríkisins frá upphafi.
140 eða 40 milljarðar?
Samkvæmt frétt Vísis sem óskaði eftir gögnum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er heildarfasteignamat á íbúðareignum um 73,1 milljarðar króna. Þá er brunabótamat íbúðareigna samtal um 78,5 milljarðar króna. Alls eru um …
Athugasemdir (2)