Bjarni segir af sér: Lifandi straumur af fréttum dagsins

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði af sér á blaða­manna­fundi í morg­un í ljósi álits Um­boðs­manns Al­þing­is um að ráð­herr­ann hafi ver­ið van­hæf­ur til að selja föð­ur sín­um hluti rík­is­ins í Ís­lands­banka.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ekki hæfur til að selja föður sínum, Benedikt Sveinssyni, hluti í Íslandsbanka á síðasta ári. Þetta er niðurstaða Umboðsmanns alþingis sem hefur haft hæfi Bjarna til skoðunar undanfarin misseri. Bjarni sagði af sér ráðherraembætti í ljósi þessarar niðurstöðu. Afsögnina tilkynnti hann á blaðamannafundi í morgun.

Hér fyrir neðan birtist bein textalýsing og umfjöllun frá ritstjórn Heimildarinnar af fréttum dagsins í kjölfar afsagnarinnar. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    LOKSINS, LOKSINS !!!!!!!

    *************************************************************************
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut
    í ríkisbanka.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka menn í forsvari.
    *************************************************************************
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Segir þetta ekki eitthvað um hvert allt er að fara. Bjarni er ekki típa sem fer niður með skipinu.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Bjarni maður að meiri að axla ábyrgð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég ætti í reynd ekki ann­an val­kost en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.
Að selja banka í góðri trú og armslengd
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Að selja banka í góðri trú og arms­lengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu