Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ennþá plast um allt á friðlýstu svæði í Krýsuvík

Enn má finna plast á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík eft­ir að Terra los­aði þar plast­meng­aða moltu. Fyr­ir­tæk­ið sagð­ist hafa hreins­að allt svæð­ið. Plast­ið hef­ur nú veðr­ast og brotn­að í örplast sem er nán­ast ómögu­legt að hreinsa.

Mikið plast enn í Krýsuvík Plastið sem enn er í Krýsuvík hefur veðrast frá því að Terra losaði plastmengaða moltu á staðnum. Brotnar það því einfaldlega í örplast sem verður aldrei hægt að hreinsa.

Mikið magn af plasti er enn á friðlýstu svæði í Krýsuvík þrátt fyrir yfirlýsingar endurvinnslufyrirtækisins Terra um að svæðið yrði hreinsað. Árið 2020 losaði Terra töluvert magn af plastmengaðri moltu í Krýsuvík. Hefur plastið nú veðrast og brotnað niður í minni agnir, sem aftur verða að örplasti sem aldrei verður hægt að hreinsa úr náttúrunni. 

Alls losaði Terra, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins sjálfs, 1.500 rúmmetra af moltu, en ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið magn af henni var plastmenguð, þar sem engar rannsóknir voru gerðar eða krafist svara frá Terra þar um. Að sögn talsmanna Terra var eingöngu lítið magn af moltunni plastmenguð, en þegar blaðamaður Stundarinnar fór á svæðið á sínum tíma mátti sjá að stór hluti af moltunni var plastmenguð. 

Sögðust hafa hreinsað svæðið

Eftir að Stundin birti fyrstu frétt um málið, í október árið 2020, fullyrtu forsvarsmenn Terra að hreinsun myndi strax hefjast. Stuttu síðar lýsti fyrirtækið því yfir að hreinsunarstörfum væri lokið. Fór þá blaðamaður Stundarinnar aftur á staðinn og kom í ljós að enn var mjög mikil plastmengun á svæðinu. Brugðust þá forsvarsmenn fyrirtækisins aftur við og sögðust ætla að setja svæðið í fóstur og fylgjast grannt með því ásamt því að hreinsa það. Það hreinsunarstarf hefur augljóslega ekki virkað, því enn er að finna mikla plastmengun á friðlýsta svæðinu.

Þá varð blaðamaður Stundarinnar, ásamt fulltrúum Landverndar, vitni að því tveimur dögum eftir fullyrðingar Terra um að grannt yrði fylgst með svæðinu og það hreinsað, að nýir farmar af moltu sem Terra losaði á svæðið reyndust verulega plastmengaðir. 

Nokkur kíló af hnífapörum

Um var að ræða sérstakt verkefni á milli Landgræðslunnar og Terra um að græða upp ákveðin svæði á friðlýstu svæði í Krýsuvík. Umhverfisráðuneytið greiddi fyrir dreifinguna á plastmenguðu moltunni, en ekkert var greitt fyrir moltuna sjálfa. 

Plast á, og undir, yfirborðinuSjá má plast víðsvegar á yfirborðinu á svæðinu í Krýsuvík, til að mynda plastskeiðar og rör. Þá er plast að finna þegar stungið er í jarðveginn.

Í samtali við Stundina segir Árni Bragason, Landgræðslustjóri, að engri moltu hafi verið dreift frá Terra frá því að atvikið kom upp. Þá segir hann að engar áætlanir séu né samningaviðræður um frekari dreifingu á moltu frá fyrirtækinu.

„Þetta efni var einfaldlega bara ekki nógu gott. Það sama má segja um moltuna sem kom frá Sorpu og við áttum að dreifa. Vandamálið er aðallega hversu illa þetta er flokkað. Ef það kemur bara rusl inn og þá kemur bara rusl út. Við munum ekki dreifa neinu á meðan þetta er svona.“

Þá segir Árni að moltuframleiðslan hafi einfaldlega ekki verið nógu góð og að ferlið hafi ekki verið ásættanlegt. „Bara það hversu mikið magn var að finna af plasti. Ferlið var bara ekki með ásættanlegum hætti. Þó við hefðum sætt okkur við þetta ferli fyrir 10 árum, þá gerum við það bara alls ekki í dag.“ 

Árni segist hafa brugðið að sjá hversu óhrein moltan var og segir að nokkur kíló af hnífapörum hafi verið í moltunni. „Það sem við vorum líka rosalega sjokkeraðir yfir var hversu mikið af hnífapörum komu með. Það voru nokkur kíló af hnífapörum sem voru tekin úr moltunni þarna.“

Engar sektir þrátt fyrir skýra löggjöf

Í lögum um meðferð úrgangs kemur skýrt fram að hægt sé að beita bæði fyrirtæki og einstaklinga sektum fyrir allt að 25 milljónir króna fyrir brot á lögunum. Þrátt fyrir þessa löggjöf er afar fátítt að þessum sektarákvæðum sé beitt. Hafa því fyrirtæki og einstaklingar komist upp með að brjóta lögin svo árum skiptir án þess að nokkrar afleiðingar séu af þeim brotum. Páll Stefánsson, hjá heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, segir að lítil sem engin hefð sé fyrir því að beita þessu sektarákvæði, en Páll hefur starfað hjá heilbrigðiseftirlitinu í yfir 30 ár. Þá segir hann að það kosti bæði tíma og fjármuni, sem heilbrigðiseftirlitið hafi ekki nógu mikið af, að sækja þessi mál.

Það virðist sem að það hafi ekki skapast hefð að sekta fólk og fyrirtæki. Þá er þetta líka kostnaðarsamt. Í einu tilfelli beittum við dagsektum, sá peningur sem fékkst úr því dekkaði ekki lögfræðikostnað heilbrigðiseftirlitsins. 

Páll segir að heilbrigðiseftirlitið hafi átt fund með forsvarsmönnum Terra vegna málsins á sínum tíma og sagði fyrirtækið að það ætlaði sér að hreinsa svæðið. Svo sem rakið er hér að framan hefur sú hreinsun brugðist, hafi hún átt sér stað.

Gróður byrjaður að þekja plastiðEkki er bara að finna plast á yfirborðinu í Krýsuvík, því einnig má finna umtalsvert plast í jarðveginum.

Moltuframleiðsla á höfuðborgarsvæðinu í molum

Það er ekki bara moltuframleiðsla Terra sem hefur verið í vandræðum. Sorpa byggði um sjö milljarða krónu Gas- og jarðgerðarstöð sem opnaði formlega í fyrra sem fékk nafnið GAJA. Var áætlunin að framleiða gríðarlega mikið magn af moltu, sem Landgræðslan átti meðal annars að dreifa um náttúru Íslands. Í fyrstu sagði Sorpa að framleiðslan á moltunni gengi vel, en eftir að blaðamaður Stundarinnar fór og skoðaði moltuna kom í ljós að hún var mjög menguð af plasti og öðrum aðskotahlutum. Þá neitaði Sorpa í fyrstu að afhenda rannsóknir á moltunni, en þær rannsóknir sýndu að allt of mikið magn af plasti ásamt öðrum mengunarvöldum var í moltunni. Er nú öll framleiðsla Sorpu á moltu urðuð á Álfsnesi. 

Plasmengaðri moltu dreift á urðunarstaðnum á ÁlfsnesiSorpa hefur þurft að dreifa allri sinni moltu á urðunarstaðnum á Álfsnesi þar sem hún er of menguð.

Moltan mun líklega enda á haugunum

Samkvæmt nýjum lögum skal allur lífrænn úrgangur vera flokkaður sérstaklega á næsta ári. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér upp sameiginlegu kerfi sem gerir það að kröfu að íbúum þess verður óheimilt að setja lífrænan úrgang í klassísku gráu tunnuna. Mun hvert heimili fá sérmerkta tunnu og sérstaka pappírspoka sem það á að flokka lífrænan úrgang í. Enn hefur GAJA ekki getað starfað eins og hún á að gera og í dag skilar hún af sér of mengaðri moltu til þess að hægt sé að dreifa henni um náttúru Íslands. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er langt í að þetta vandamál verði leyst og verður því moltan áfram urðuð á Álfsnesi. 

Umhverfisstofnun ekki svarað spurningum Stundarinnar

Stundin sendi Umhverfisstofnun spurningar vegna málsins þann 14. nóvember síðastliðinn. Meðal spurninga var hvort stofnunin hafi gert úttekt á svæðinu í fyrra, eins og Terra hafi óskað eftir. Umhverfisstofnun hefur ekki enn svarað fyrirspurn Stundarinnar. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastið fundið

Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár