Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fimm milljarða framkvæmdin sem enginn vill tala um

Kjörn­ir full­trú­ar í stjórn Sorpu vilja ekki tjá sig. Nýr fram­kvæmda­stjóri Sorpu vill ekki ræða for­tíð­ina, en spor­in hræða. Sorpa reis­ir nú gas- og jarð­gerð­ar­stöð á sama grunni og gert var í Nor­egi, þar sem stöð var lok­að vegna meng­un­ar og mis­heppn­aðr­ar mark­aðs­áætl­un­ar.

Fimm milljarða framkvæmdin sem enginn vill tala um
Dagur B. Eggertsson, Birkir Jón Jónsson, Líf Magneudóttir og Ármann Kr. Ólafsson Ekkert af því stjórnmálafólki sem situr í stjórn Sorpu eða fer með eignarhlut Sorpu fyrir sitt sveitarfélag vildi ræða við Stundina vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvarinnar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ábyrgst lán fyrir Sorpu fyrir mörg hundruð milljónir króna.

Framkvæmdir við nýja gas- og jarðgerðastöð Sorpu hafa kostað íbúa höfuðborgarsvæðisins um 5,3 milljarða króna. Tæknin sem notuð verður til að endurvinna sorpið kemur frá danska fyrirtækinu Aikan A/S sem varð hlutskarpast í útboði um verkið. Forsvarsmenn hjá virtu þýsku fyrirtæki segja tækni fyrirtækisins úrelda og að litlar líkur séu á því að hún muni nokkurn tímann virka almennilega. Sambærileg verksmiðja sem byggð var á tækni Aikan var reist í Elverum í Noregi árið 2006 en henni var lokað fimm árum síðar án þess að komast nokkurn tímann almennilega í gagnið. Skattgreiðendur ytra eru enn að borga ævintýrið niður.

Málefni Sorpu hafa verið fyrirferðarmikil í fréttum undanfarin misseri. Aðallega er það fjárhagsstaða fyrirtækisins en mikla athygli vakti þegar í ljós kom að kostnaður við uppbyggingu nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu hafði reynst verulega vanáætlaður. Var það meðal annars vegna klaufalegra bókhaldsmistaka.

Í dag er staðan sú að heildarkostnaður vegna byggingar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár