Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Enn fullt af plasti þrátt fyrir fullyrðingar um hreinsun - Terra bregst við og fjarlægir moltuna

Enn er mik­ið plast að finna á svæði sem Terra dreifði plast­meng­aðri moltu á í Krýsu­vík þrátt fyr­ir að starfs­menn Terra hafi full­yrt að bú­ið sé að hreinsa það. Mik­ið af plasti fannst grunnt of­an í jörð­inni, í um­ræddri moltu. Terra ákvað í gær­kvöldi, eft­ir ábend­ing­ar Stund­ar­inn­ar, að hreinsa alla molt­una burt.

Mikil plastmengun Mikið plast var enn í jörð í Krýsuvík þegar blaðamaður Stundarinnar fór þangað í vettvangsferð, þrátt fyrir að Terra hafi fullyrt að svæðið hafi verið hreinsað. Terra hefur nú hafist handa við að fjarlægja alla plastmenguðu moltuna af svæðinu.

Sorphirðu- og endurvinnslufyrirtækið Terra, sem dreifði plastmengaðri moltu á svæði við Krýsuvík í sumar, hefur sagt að það hafi brugðist við ábendingum þess efnis að plast væri á svæðinu og hafi sent mannskap til að hreinsa það upp. Athuganir Stundarinnar sýna þó að verulegt magn smárra plastagna eru enn á umræddu svæði og þegar grafið er grunnt ofan í moltuna má finna mikið magn af plasti þar, stóru sem smáu.

Þá fann blaðamaður Stundarinnar sem fór á svæðið í gær einnig leyfar af blámáluðum trébrettum, sem höfðu verið tætt niður og notuð í stoðefni við gerð moltunnar. Mjög óæskilegt er að málað timbur sé notað í moltugerð þar eð málningin getur innihaldið ýmis efni sem ekki ættu að berast út í náttúruna.

„Þetta var hálfur plastpoki sem við týndum“

Terra, sem var útnefnt umhverfisfyrirtæki ársins af Samtökum atvinnulífsins nú rétt á dögunum, dreifði 1.500 rúmmetrum af moltu á um 50 hektara svæði í Krýsuvík, í samvinnu við Landgræðsluna og með stuðningi umhverfisráðuneytisins. Ætlunin var að græða upp gróðursnautt land með moltunni sem gerð er úr lífrænum úrgangi. Moltan var hins vegar menguð af plasti og sagði Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Terra, í samtali við Stundina fyrir helgi að ástæðan hefði verið þekkingarleysi. Hann harmaði mistökin mjög.  

Segjast hafa farið vandlega yfir svæðið

Freyr Eyjólfsson, upplýsingafulltrúi Terra, hefur lýst því að fyrirtækið hafi brugðist við ábendingum um mengunina með því að fara á svæðið og hreinsa það. „Ég fór sjálfur á svæðið, við vorum þar í tvo daga og fórum vel og vandlega yfir svæðið eftir að hafa fengið ábendingu um þetta á Facebook fyrir um tveimur vikum. Við vorum þarna sjö manns, og afraksturinn var nú ekki meiri en svo að þetta var hálfur plastpoki sem við týndum, sem eru nú ekki gríðarleg afköst í plokki. En það var fínt að þessi ábending kom og við bara hreinsuðum svæðið,“ segir Freyr í samtali við Stundina.

Þannig að svæðið er núna hreint?

„Við höfum farið mjög vandlega yfir þetta og reynt að hreinsa allt upp.“

Við sendum blaðamann á svæðið og sá var ekki sammála því að búið væri að hreinsa það. Hann stakk til að mynda niður skóflu og upp með moltunni kom hreinlega alls konar plast, misstórt. Það virðist því vera að þó þið hafið hreinsað það sem var á yfirborði jarðar þá sé ljóst að jörðin undir sé verulega plastmenguð.

Mikið plastruslEins og sjá má er enn mikið plastrusl í moltunni í Krýsuvík.

„Við erum búin að útskýra að þetta er ekki öll moltan, þetta er lítill hluti moltunnar á afmörkuðu svæði og það urðu mistök. Það er klárlega frétt og allt í lagi hjá þér að upplýsa um það og það er klárlega frétt að umhverfisfyrirtæki ársins sé í moltuverkefni og samstarfi með Landgræðslunni og það hafi farið einhver hluti moltunnar á þetta svæði plastmengað. Við höfum gengist við því og beðist afsökunar á því, við höfum reynt að fara þarna á svæðið og skoða og hreinsa þetta upp og við töldum að málinu væri lokið með því. Þetta er rannsóknar og tilraunaverkefni og við fórum þarna upp eftir með nokkrar tegundir af moltu því þetta er vísindaverkefni. Einn hluti moltunnar er grófsigtaður og við setjum meira trjákurl í hana og við treystum bara á að þetta væri gott og þar fór í gegn, því miður plast. Það er bara fínt að upplýsa um það, við erum ekkert yfir gagnrýni hafin og þó við séum eitthvað umhverfisfyrirtæki ársins þá erum við ekkert fullkomin.“

Þess ber að geta að það sem Freyr segir hér að framan er ekki í samræmi við það sem mátti skilja á Arngrími Sverrissyni, rekstrarstjóra Terra, þegar Stundin ræddi við hann fyrir helgi. Arngrímur talaði aldrei í því viðtali um að um lítinn hluta moltunnar hefði verið að ræða. Þá sagði hann að ástæðan fyrir því að svona fór hefði verið að net sem Terra notar til að sía moltuna, og grípa þar með aðskotaefni eins og plast, hefðu verið með of stóra möskvastærð og minnka þyrfti þá möskva.

Málað timbur notað sem stoðefni

Spurður um hversu lítinn hluta moltunnar væri þá að ræða svaraði Freyr:

„Ég er ekki með nákvæmar tölur en ég get alveg sagt það að þetta nær ekkert yfir allt svæðið.“

Vitið þið þá hvar henni var dreift, þessum ákveðna hluta?

„Já, við vitum nákvæmlega hvar henni var dreift og fórum þangað.“

Er þá ekki ástæða til þess að fjarlægja þá moltu, í ljósi þess að það virðist vera plast um allt í moltunni?

„Við erum búin að fara þarna tvisvar eða eða þrisvar og hreinsuðum eins og við gátum. Mér þykir mjög leitt að heyra að þú hafir fundið eitthvað meira með því að grafa þarna niður.“

Blaðamaður Stundarinnar sem fór á staðinn í gær fann þar leifar af niðurtættum vörubrettum, máluðum með bláu. Slík vörubretti ætti alls ekki að nota til moltuframleiðslu þar eð í málningunni geta verið ýmis þau efni sem óæskilegt er að komist út í náttúruna. Spurður hvort þar hafi líka verið um mistök að ræða svaraði Freyr:

 „Þetta er gömul molta þar sem þetta var gert, en núna og síðastliðin ár höfum við eingöngu notað garðaúrgang og tré sem stoðefni. Þetta er akkúrat þessi litli hluti moltunnar sem ég er að tala um.“

Geturðu þá ekki sagt mér hversu mikill hluti þessara 1.500 rúmmetra af moltu sem þarna var dreift er þessi litli hluti moltunnar sem var mengaður, ýmist af bláum brettum eða plasti?

„Ég get ekki skotið á töluna núna en þetta er lítill hluti moltunnar, á afmörkuðu svæði.“

Hyggist þið bregðast á einhvern hátt við því að í jarðveginum hafi fundist töluvert magn plasts?

„Tókuð þið margar prufur, mörg sýni? Það er mjög erfitt að svara þessu.“

En tókuð þið sjálfir sýni og prufur úr jarðveginum?

„Ég get bara ekki alveg svarað þessu. Ég verð bara að sjá þetta og skoða þetta til að geta brugðist við þessu.“

En aftur, ættuð þið ekki að fjarlægja þessa plastmenguðu moltu af svæðinu?

„Ef þið hafið fundið meira plast þá þætti mér vænt um að þið mynduð vísa mér á staðinn og við bara bregðumst við því og hreinsum það upp.“

Ég verð að fá að ítreka þetta, er ekki ljóst að moltan sjálf, jarðefnið, er allt plastmengað og þarf ekki að fjarlægja hana fyrir vikið, þennan hluta?“

„Hún er ekkert öll plastmenguð.“

Nú, en vorum við ekki að ræða að svo væri áðan?

„Ef það er einhver hluti þarna sem er enn óhreinn þá þarf að fara og hreinsa það betur og við munum sannarlega gera það. Það þarf ekkert að fjarlægja moltuna, við förum bara og hreinsum svæðið eins vel og við getum. Það er ekkert mál að fara þarna og plokka og tína þetta, það er það sem við gerðum.“

Er ekki augljóst að það er alls konar plast í moltunni sjálfri? Þarf þá ekki að fjarlægja hana?

„Það er mjög erfitt að fjarlægja alla moltuna, við getum alveg farið þarna upp eftir og hreinsað til eins og við höfum verið að gera.“

Já, en vandinn er sá að ef tilfellið er að það komi alltaf upp plast ef maður stingur niður skóflu þá er plastið þarna ofan í jörðinni með tilheyrandi mengun af, ekki satt?

„Þá er það bara vísbending um að við þurfum að fara þarna upp eftir og hreinsa betur og fara með hrífur og við gerum það þá bara. Takk fyrir ábendinguna.“

Segir lærdómsríkt að gera mistök

Freyr segir að hjá Terra þyki fólki mjög vænt um verkefnið og það sé mikilvægt. „Okkur þykir mjög vænt um þetta tilrauna og rannsóknarverkefni með Landgræðslunni. Þetta er mikilvægt verkefni til að fara að nota moltu og lífrænan áburð til landgræðslu og skógræktar. Við viljum að það takist, það hefur ákveðið fordæmisgildi þannig að við munum gera allt til að hreinsa upp svæðið.

„Stundum er það nú bara lærdómsríkt í rannsóknum og tilraunum að gera mistök, er það ekki?“

Þetta hefur aldrei áður komið fyrir hjá okkur, í þrjátíu ára sögu moltuframleiðslunnar. Við höfum sett moltu í önnur landgræðsluverkefni, það er búið kaupa af okkur moltu, við höfum verið að gefam moltu til skógræktenda og aldrei áður hefur komið svona kvörtun.“

Finnst ykkur það þá bera ykkur gott vitni að það hafi komið upp í þessu mikilvæga verkefni?

„Það er mjög miður að þetta hafi gerst og við förum ekkert í grafgötur með það. Við gerðum mistök, þetta er rannsóknar og tilraunaverkefni og þarna fór ákveðinn hluti út sem ekki átti að fara út. Ákveðinn fasi í tilrauninni mistókst skulum við segja, eða það voru gerð mistök í ákveðnum hluta rannsóknarinnar, og stundum er það nú bara lærdómsríkt í rannsóknum og tilraunum að gera mistök, er það ekki? Þá vitum við hvað við getum gert betur.“

Fundu plast og ætla að fjarlægja moltuna

Freyr Eyjólfsson hafði aftur samband við blaðamann eftir fyrra samtal og upplýsti að hann hefði farið að nýju í vettvangsferð í Krýsuvík. Í þeirri vettvangsferð hefði komið í ljós að skoðun blaðamanns Stundarinnar kom heim og saman, mikið plast væri enn í moltunni sem Terra dreifði í Krýsuvík. Það væri mjög miður og því hefði verið brugðist við og Terra hafið frekari og umfangsmeiri hreinsun.

„Terra hefur þegar hafist handa viđ ađ hreinsa þessa moltu burt af þessum svæđum

„Terra hefur þegar hafist handa viđ ađ hreinsa þessa moltu burt af þessum svæđum. Yfirborđshreinsun er búin ađ vera í gangi og mun halda áfram. Þetta verður mikil vinna og við verðum í þessu næstu daga. Við ætlum að hreinsa þetta upp og flytja þetta burtu. Við viðurkennum að við gerðum þarna mistök og ætlum bara að bæta fyrir það. Terra mun taka þetta svæđi í fóstur og fara reglulega yfir svæđiđ í allan vetur og næsta vor og tryggja þađ allt komist í gott ástand,“ sagði Freyr. Hann upplýsti einnig að mengaða moltan hefði verið um fimmtungur af þeirri moltu sem dreift var í Krýsuvík og hefði verið dreift á tvö svæði.  

Hreinsunarstarf hafiðTerra brást í gærkvöldi við, eftir að blaðamaður ræddi við Frey Eyjólfsson, og fóru á svæðið í Krýsuvík í vettvangsskoðun. Þá kom í ljós mikið plast í moltunni sem dreift var á svæðinu og hófst fyrirtækið handa við að fjarlægja hana.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
3
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
8
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
5
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
8
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár