Meiri möguleiki er á óeðlilegum afskiptum embættismanna eða stjórnmálamanna af birtingu og þar með gildistöku laga á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Ástæðan fyrir þessu er að lög og reglur um hvernig skuli haga birtingu laga á Íslandi eftir að Alþingi hefur samþykkt þau eru ekki eins fastmótaðar og í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Þetta þýðir að ráðuneyti og ráðherrar á Íslandi geta stýrt því í meiri mæli en ráðuneyti og ráðherrar á Norðurlöndunum hvenær lög frá viðkomandi aðilum eru birt eftir að þjóðhöfðingi viðkomandi lands, forsetinn í Finnlandi til dæmis, hefur undirritað lögin.
Þetta má sjá þegar ákvæði í lögum og reglum um lagabirtingar á Íslandi og Norðurlöndunum eru borin saman.
Mál skrifstofustjórans á skrifstofu fiskeldis og sjávarútvegs í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Jóhanns Guðmundssonar, hefur gert það að verkum að hluti nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis …
Athugasemdir