Skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Jóhann Guðmundsson, braut verklagsreglur við birtingu nýrra laga um fiskeldi sumarið 2019 en óljóst er á þessu stigi málsins hvort hann braut lög eða ekki. Þetta kemur fram í svörum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við spurningum Stundarinnar um málið sem Stundin fjallaði fyrst um í október.
Jóhann hringdi í Stjórnartíðindi, deild innan dómsmálaráðuneytisins sem sér um birtingu nýrra laga sem samþykkt hafa verið á Alþingi, og lét fresta birtingu, og þar með formlegri gildistöku laganna, um þrjá daga svo þrjú laxeldisfyrirtæki hefðu ráðrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar um laxeldisáform sín. Laxeldisfyrirtækin höfðu frest til 17. júlí til að skila gögnunum en upphaflega átti að birt lögin í Stjórnartíðindum þann 15. júlí.
Með inngripi Jóhanns var birtingu …
Athugasemdir