Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kannar mál skrifstofustjórans

Andrés Ingi Jóns­son þing­mað­ur er hvata­mað­ur að skoð­un á laga­birt­ing­um og af­skipt­um ráðu­neyta af þeim. Hann spyr þeirr­ar spurn­ing­ar hvort Al­þingi, lög­gjaf­inn, eigi ekki að sjá um birt­ingu laga en ekki fram­kvæmda­vald­ið, ráðu­neyt­in í land­inu. Hann hef­ur far­ið fram á að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fái upp­lýs­ing­ar um mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu, sem lét fresta birt­ingu laga um fisk­eldi.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kannar mál skrifstofustjórans
Kveikjan að könnun Mál skrifstofustjórans Jóhanns Guðmundssonar, sem sést hér með Kristjáni Þór Júlíussyni, hefur orðið kveikja að því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kannar málið og almennt afskipti ráðuneyta að birtingu laga.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis er að kanna mál skrifstofustjórans í atvinnuvegaráðuneytinu sem lét seinka birtingu nýrra laga um laxeldi sumarið 2019.  Nefndin mun senda spurningar til ráðuneyta og spyrjast fyrir um birtingar á lögum sem viðkomandi ráðherrar og ráðuneyti hafa aðkomu að. Hluti nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd var fylgjandi því að láta kanna þetta tiltekna mál sérstaklega og eins að láta kanna birtingar laga almennt. Þetta kemur fram í tölvupóstum frá Andrési Inga Jónssyni, nefndarmanni í nefndinni og þingmanni utan flokka. 

Andrés Ingi sendi tölvupóst á formann nefndarinnar, Jón Þór Ólason, á föstudaginn í síðustu viku eftir að Stundin hafði greint frá því að skrifstofustjórinn. Jóhann Guðmundsson, hefði látið fresta birtingu nýrra laga um fiskeldi í júlí í fyrra með vísan til hagsmuna laxeldisfyrirtækja sem höfðu frest hjá Skipulagsstofnun til að skila inn gögnum til stofnunarinnar. 

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við Stundina í gær að það væri ekki Alþingis sem stofnunar að svara spurningum um gjörðir framkvæmdavaldsins og að umrædd lagasetning hafi verið í eðlilegum farvegi á þingi. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd getur hins vegar kannað málið sem ein af nefndum Alþingis.  

Furðar sig á máli JóhannsAndrés Ingi Jónsson furðar sig á máli Jóhanns Guðmundssonar og afskiptum atvinnuvegaráðuneytisins af lagabirtingunni.

Óljóst hvað Jóhanni gekk til

Jóhann bað um að nýju lögin yrðu birt eftir að laxeldisfyrirtækin höfðu skilað inn umræddum gögnum til stofnunarinnar. Fyrir vikið giltu gömlu lögin um fiskeldi, ekki hin nýju, um laxeldisáform þessara fyrirtækja í Ísafjarðardjúpi og á Austfjörðum. 

Ekki liggur fyrir af hverju Jóhann ákvað að láta seinka lögunum með þessum hætti. Stundin hefur ekki náð tali af honum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 

Atvinnuvegaráðuneytið segir að Jóhann hafi átt frumkvæði að þessu inngripi og að hann hafi verið einn að verki. Ráðuneytið segist hafa sent Jóhann í „ótímabundið leyfi“ frá störfum eftir að ráðuneytið frétti af símtali hans til Stjórnartíðinda í júlí í sumar.  Ekki liggur fyrir á hvað forsendum Jóhann var sendur í leyfi. 

Hvort einhver aðili, starfsmaður ráðuneytisins eða aðstandandi laxeldisfyrirtækis, hafi beðið Jóhann um að hringja viðkomandi símtal liggur ekki fyrir. 

Af hverju birtir framkvæmdavaldið lög en ekki löggjafinn?

Í tölvupósti Andrésar Inga til Jóns Þórs veltir hann því fyrir sér af hverju framkvæmdavaldið, það eru að segja ráðherrar og ráðuneyti þeirra, sjái um birtingu laga en ekki Alþingi sjálft. Áður en lög eru birt er meirihluti Alþingis búinn að sammælast um þau og að þau eigi að taka gildi sem fyrst. Framkvæmdavaldið getur svo tafið fyrir þessari birtingu eins og gerðist í máli Jóhanns Guðmundssonar. 

„Ef út í það er farið, hvers vegna er framkvæmdavaldið að birta lög en ekki bara löggjafinn sjálfur?“

Orðrétt segir Andrés Ingi í tölvupósti sínum: „Ég vil biðja um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði ferlið í kringum birtingu laga í Stjórnartíðindum. Tilefnið er frétt af því að starfsmaður ANR hafi beðið Stjórnartíðindi um að fresta birtingu laga á síðasta ári (sjá Stundina). Bæði er ástæða til að skoða þetta tiltekna mál, en ekki síður að skoða kerfið almennt. Hvaða aðkomu hefur fagráðuneyti t.d. að birtingunni, þegar Alþingi er búið að samþykkja lögin og forseti staðfesta þau? Ef út í það er farið, hvers vegna er framkvæmdavaldið að birta lög en ekki bara löggjafinn sjálfur?“

Ráðuneytin munu svo svara spurningunum um lagabirtingarnar og afskiptin af þeim. Andrés segir að mögulegt sé að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vinni svo stutta skýrslu um málið sem byggir á svörum ráðuneytanna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrifstofustjórans talið sýna þörf á strangari reglum um snúningsdyravandann
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrif­stofu­stjór­ans tal­ið sýna þörf á strang­ari regl­um um snún­ings­dyra­vand­ann

Tvær þing­kon­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar segja að laga­setn­ing til að koma í veg fyr­ir hags­muna­árekstra hjá fólki í op­in­ber­um störf­um þurfi að vera strang­ari. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir seg­ir að mál skrif­stofu­stjór­ans og lög­fræð­ings­ins í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sýni fram á þetta.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti sendi trúnaðargögn til ráðgjafa Arnarlax
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti sendi trún­að­ar­gögn til ráð­gjafa Arn­ar­lax

Skrif­stofu­stjór­inn í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sem lét fresta birt­ingu nýrra laga um fisk­eldi vill fá rúm­lega 30 millj­ón­ir króna frá rík­inu vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Í dómi í máli hans er sagt frá því hvernig sam­skipt­um hans við ráð­gjafa lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax var hátt­að. Ráð­gjaf­inn var fyrr­ver­andi sam­starfs­mað­ur hans í ráðu­neyt­inu.
Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kær­an sagði Jó­hann hafa hygl­að Arn­ar­laxi í ráðu­neyt­inu

Kæra vegna hátt­semi Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sner­ist um að hann hefði geng­ið er­inda lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax. Jó­hann beitti sér fyr­ir því að gildis­töku laga um lax­eldi yrði seink­að um sumar­ið 2019. Arn­ar­lax skil­aði inn gögn­um um lax­eld­is­áform sín ein­um degi áð­ur en lög­in tóku eft­ir að Jó­hann lét seinka gildis­töku þeirra.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti var til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara

Mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi skri­stofu­stjóra í at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sem kom að því að láta fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi sumar­ið 2020 var sent til lög­regl­unn­ar og hér­aðssak­sókn­ara. Rann­sókn máls­ins var hins veg­ar felld nið­ur þar sem ekki var tal­ið að um ásetn­ing hefði ver­ið að ræða. Fjall­að er um mál­ið í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um sjókvía­eldi á Ís­landi.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár