Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gefa börnum sínum Samherja

Að­aleig­end­ur Sam­herja hafa fram­selt hluta­bréf sín í fyr­ir­tæk­inu til barna sinna. Börn þeirra Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Kristjáns Vil­helms­son­ar halda nú á 84,5 pró­senta hlut í Sam­herja. Sam­herja­mál­inu svo­nefnda er enn ólok­ið.

Gefa börnum sínum Samherja
Eftirláta innlendan hluta Samherja til barna sinna Börn þeirra frænda, Þorsteins Más og Kristjáns, hafa tekið við meirihlutaeign í Samherja hf. Mynd: Skapti Hall­gríms­son

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og fyrrverandi eiginkona hans, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, hafa afsalað sér hlutabréfaeign sinni í Samherja hf. til barna sinna, Baldvins og Kötlu Þorsteinsbarna. Hið sama hafa þau Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri fyrirtækisins, og eiginkona hans, Kolbrún Ingólfsdóttir, gert en börn þeirra, Dagný Linda, Halldór Örn, Kristján Bjarni og Katrín Kristjánsbörn hafa tekið við hlut foreldra sinna. Enn er ólokið rannsókn á mútugreiðslum dótturfélags Samherja í Namibíu og aðkomu þeirra Þorsteins og Kristjáns þar að.

Þau Þorsteinn Már, Helga Steinunn og hjónin Kristján og Kolbrún voru fyrir aðaleigendur Samherja hf. og héldu á 86,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Eftir breytingar halda þau samanlagt á tveggja prósenta hlut í fyrirtækinu. Þau Baldvin og Katla fara nú samanlagt með 43 prósenta hlut í fyrirtækinu og þau Dagný, Halldór, Kristján og Katrín Kristjánsbörn fara með 41,5 prósent hlut.

Í tilkynningu á vef Samherja kemur fram að unnið hafi verið að þessum breytingum undanfarin tvö ár, og með þeim vilji stofnendur Samherja „treysta og viðhalda þeim  mikilvægu fjölskyldutengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið hornsteinn í rekstrinum.“ Eftir sem áður munu þeir Þorsteinn og Kristján gegna störfum sínum hjá Samherja.

Í tilkynningunni segir enn fremur að þeir frændur, Þorsteinn og Kristján, hafi fullan hug á að halda áfram þátttöku sinni í rekstri Samherja. „Nú fáum við nýja kynslóð til liðs við okkur. Við fáum tækifæri til að halda áfram að skapa verðmæti með fullnýtingu hráefnis, veita vinnu og starfsöryggi og tryggja enn frekar þau mikilvægu gildi um sjálfbærni og vandaða umgengni um auðlindina sem verið hefur stefna Samherja frá upphafi.“

Samherji hf. fer í meginatriðum með innlenda starfsemi fyrirtækisins en erlend starfsemi heyrir undir Samherja Holding ehf. Undir Samherja Holding heyrir fjárfestingafélagið Sæból, áður Polar Seafood. Sæból á síðan dótturfélögin Esju Seafood Ltd. og Esju Shipping Ltd. sem héldu utan um hestamakrílveiðar Samherja í Namibíu.

Stundin greindi frá því í nóvember á síðasta ári að félög í eigu Samherja hefðu frá árinu 2012 greitt mörg hundruð milljónir króna í mútur til að trygga fyrirtækinu hestamakrílkvóta í Namibíu. Samherji nýtti sér þá skattaskjól á Marshall-eyjum og á Máritíus í viðskiptum sínum og átti einnig í miklum viðskiptum á lágskattasvæðinu Kýpur. Norski bankinn DNB lokaði þá á viðskipti félaga Samherja sökum gruns um að þau væru notuð til að stunda peningaþvætti.

Samherjamálið er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og greindi forstjóri þess, Ólafur Þór Hauksson, frá því í samtali við Stundina í lok apríl að meðferð málsins myndi tefjast vegna Covid-19 faraldursins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
FréttirSamherjamálið

Fé­lag Sam­herja sem átti út­gerð­ina í Namib­íu seldi kvóta sinn á Ís­landi

Eign­ar­halds­fé­lag­ið sem Sam­herji not­aði til að halda ut­an um rekst­ur sinn í Namib­íu seldi fisk­veiðikvóta sinn á Ís­landi til ís­lensks dótt­ur­fé­lags Sam­herja ár­ið 2020. Þetta fyr­ir­tæki, Sæ­ból fjár­fest­ing­ar­fé­lag, var í 28. sæti yf­ir stærstu kvóta­eig­end­ur á Ís­landi um vor­ið 2019. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins kem­ur fram hvernig reynt hef­ur ver­ið að skera á tengsl þess við Ís­land í kjöl­far Namib­íu­máls­ins.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár