Stefan George Kudor var 25 ára þegar hann réði sig til starfa á Sólheimum, eftir að hafa skoðað heimasíðu Sólheima í Grímsnesi gaumgæfilega og heillast af lýsingum á lífi og starfi þar. Hann segist hins vegar fljótt hafa komist að því að eitthvað væri að á Sólheimum. Saga Stefans er í takti við sögu Maylis Galibert, franskrar konu sem starfaði á Sólheimum árið 2015, og gerði í kjölfarið skýrslu byggða á vitnisburði ellefu sjálfboðaliða. Kjarninn í gagnrýninni er að sjálfboðaliðar hafi búið við samskiptaleysi af hálfu stjórnenda og útilokun frá þátttöku í samfélaginu. Þeir hafi upplifað sig sem ódýrt vinnuafl og réttur þeirra sem sjálfboðaliðar á styrkjum frá Evrópusambandinu hafi ekki verið virtur.
Vinna og ekki spyrja spurninga
Í dag koma sjálfboðaliðar á Sólheima þangað til dvalar á eigin vegum, með því að sækja beint um í gegnum heimasíðu. Stefan kom hins vegar til landsins á svokölluðum EVS-styrk frá …
Athugasemdir