Að minnsta kosti tveir bakarar, þrír forstöðumenn verslunar og kaffihúss, átta kokkar, tveir viðhaldsmenn, fjórir ræstitæknar, tíu starfsmenn heimilissviðs, tveir rekstrarstjórar, einn forstöðumaður fyrirtækjasviðs, þrír forstöðumenn heimilissviðs, tveir verkefnastjórar, tveir prestar og fjöldi annarra starfsmanna eða sjálfboðaliða í verslun, á vinnustofum og víðar á Sólheimum hefur hætt störfum á undanförnum tveimur árum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var í það minnsta fimmtán þeirra sagt upp.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.
„Ævintýraleg“ starfsmannavelta á Sólheimum
Einræðistilburðir og viðmót framkvæmdastjóra Sólheima, sem stutt er af stjórnarformanni staðarins sem einnig er faðir þess fyrrnefnda, er það sem hrekur fagfólk frá Sólheimum og skýrir gríðarlega starfsmannaveltu þar. Þetta segir fyrrum prestur á staðnum og fleiri fyrrum starfsmenn taka undir orð hennar. Á fimmta tug starfsmanna hefur ýmist hætt störfum á Sólheimum eða verið sagt upp á undanförnum tveimur árum. Framkvæmdastjóri kennir árferði og staðsetningu í sveit um starfsmannaveltuna.
Athugasemdir