Pétur Sveinbjarnarson er hættur sem stjórnarformaður Sólheima eftir átakafund í stjórn félagsins vegna rekstrar-, stjórnunar- og ímyndarvanda sjálfbæra samfélagsins.
Stundin hefur fjallað ítarlega um málefni Sólheima að undanförnu, meðal annars um ástarsamband Péturs við sjálfboðaliða á Sólheimum – konu sem er 42 árum yngri en hann. Sjálfboðaliðinn, Selma Özgen, steig fram í viðtali og sagðist meðal annars hafa fengið þau skilaboð að hún yrði látin fara frá Sólheimum ef hún tjáði sig um sambandið, en hún var háð stofnuninni með landvistarleyfi. Ekki náðist í Pétur við vinnslu þessarar fréttar, en þegar Stundin spurði hann um málið í apríl sagðist hann ekki ræða sín persónulegu mál í fjölmiðlum.
Aðalfundur Sólheima var haldinn sunnudaginn 14. maí síðastliðinn, en Pétur hafði áður tilkynnt stjórninni að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri, að því er fram kemur í fréttatilkynningu um málið. Pétur var stjórnarformaður Sólheima í 38 ár. Sigurjón Örn Þórsson var kjörinn nýr …
Athugasemdir