Erlendir sjálfboðaliðar skipa mikilvægan sess í starfi Sólheima og hafa gert alla tíð. Þetta kemur skýrt fram á heimasíðu Sólheima, þar sem segir að þeir leggi mikið af mörkum til samfélagsins og íbúanna. Þeir veiti íbúum Sólheima einstakt tækifæri til að kynnast ólíkum menningarheimum og einstaklingum. Þetta er á skjön við svör sjálfboðaliða sem störfuðu á Sólheimum árið 2015 og svöruðu spurningakönnun um reynslu sína. Þvert á móti töldu þeir að þrátt fyrir mikinn vilja hafi þeim ekki verið gert kleift að verða hluti af samfélagi Sólheima, sökum slæmra samskipta og lakrar stjórnunar.
Viðskiptin framar samfélaginu
Misjafnt er hversu margir sjálfboðaliðar eru á Sólheimum hverju sinni og hversu lengi þeir dvelja. Algengt var að þeir dveldu á Sólheimum í ár og áttu oft í nánu samstarfi við heimilisfólk, unnu til að mynda á vinnustofum þeirra. Nú staldra þeir yfirleitt skemur við, oft í þrjá mánuði í senn. Flestir starfa þeir …
Athugasemdir