Árið 2015 svöruðu nær allir þáverandi sjálfboðaliðar á Sólheimum spurningalista um upplifun sína af störfum á staðnum. Meirihluti þeirra hafði alvarlegar athugasemdir við skipulag þess og töldu það ekki standast væntingar. Það var Maylis Galibert, þáverandi sjálfboðaliði, sem lagði spurningalistann fyrir samstarfsfólk sitt og skrifaði í kjölfarið skýrslu upp úr niðurstöðunum.
Ýmsu lofað, lítið uppfyllt
Rúmlega eitt og hálft ár eru frá því Maylis var á Íslandi. Hún býr nú í París. Hún segist hugsa með söknuði til Íslands, þrátt fyrir að hafa orðið fyrir vonbrigðum með vistina á Sólheimum og ekki síst lærdóminn af störfunum þar, sem hún segir að hafi ekki verið neinn. „Við sjálfboðaliðarnir höfðum ekkert um okkar störf að segja. Við vorum bara eins og verkfæri og fengum ekki að vera hluti af þorpinu.“
„Sólheimar væru nefnilega ekkert án sjálfboðaliðanna.“
Stjórnunin á starfi sjálfboðaliðanna hafi verið slæm og þeim hafi hvorki verið gert kleift að læra …
Athugasemdir