Starfsfólk hjúkrunarheimila þarf meiri fræðslu um heilabilun
Samræma þarf þjónustu við einstaklinga með heilabilun á hjúkrunarheimilum, þannig að jafnræðis sé gætt. Þá þarf að bæta aðstöðu á þeim hjúkrunarheimilum þar sem enn er þröngbýlt. Þetta er meðal þess sem stefnt er að og lesa má úr aðgerðaráætlun stjórnvalda í þjónustu við fólk með heilabilun.
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar
„Þetta er langvarandi sorg“
Eiginmaður Guðnýjar Helgadóttur lést úr Alzheimer fyrir þremur árum, eftir margra ára baráttu við sjúkdóminn. Guðný segist sjálf ekki hafa áttað sig á álaginu sem fylgdi veikindum hans, fyrr en eftir að hann var fallinn frá. Hún segir sjúkdóminn smám saman ræna fólk öllum sínum fallegu eiginleikum sem sé erfitt að horfa upp á.
FréttirFaraldur 21. aldarinnar
„Þetta er eins og að missa hann rosalega hægt“
Pabbi systranna Pálínu Mjallar og Guðrúnar Huldu greindist með Alzheimer fyrir sjö árum en þær segja erfitt að segja til um hvenær fyrstu einkenna sjúkdómsins varð vart. Síðan þá hefur fjölskyldan tekist á við sjúkdóminn í ferli sem systurnar lýsa sem afar lýjandi. Þær eru þakklátar fyrir kærleiksríka umönnun pabba síns en segja afar brýnt að bæta stuðning við nánustu aðstandendur.
Viðtal
„Það er ekki lengur töff að vera ómissandi“
Nýverið kom Lífsgæðadagbókin út hjá bókaútgáfunni Sölku en markmið hennar er að hjálpa fólki að hámarka lífsgæði sín og ná markmiðum án þess að vera stöðugt í kapphlaupi við tímann. Hugmyndina að bókinni á Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, stofnandi Heilsufélagsins, en hún hefur sjálf nýtt aðferðir bókarinnar í störfum sínum sem ráðgjafi og til þess að hámarka sín eigin lífsgæði.
Viðtal
Blómleg flugeldasýning sem endist út sumarið
Eldblóm, innsetning Sigríðar Soffíu Níelsdóttur í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11, sprettur af sjaldgæfum yrkjum algengra blómategunda á borð við bóndarósir, dalíur og liljur. Gangi allt að óskum blómstra þær hver af annarri í sumar. Þær eru því hægfara útgáfa flugeldasýningarinnar sem lýsir upp himininn á Menningarnótt.
Viðtal
Þar sem konurnar stýra samfélaginu
Sveitarstjórinn, presturinn, organistinn, útibússtjóri Landsbankans, verslunarstjórinn í Kjörbúðinni, félagsmálastjórinn, fræðslustjórinn, hjúkrunarforstjóri hjúkrunarheimilisins Sæborgar, hafnarvörðurinn og forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra, sem er stærsti atvinnurekandi svæðisins, eru allt konur, að ógleymdum stjórnendum allra skólanna – grunnskólans, leikskólans og tónlistarskólans. Á Skagaströnd gegna konur langflestum af helstu ábyrgðarstöðum sveitarfélagsins.
Viðtal
Þegar konur tóku völdin á útgáfunni
Lengi vel átti það við hér á landi að karlar skrifuðu bækur sem aðrir karlar gáfu út. Konur hafa hins vegar alla tíð verið á meðal lesenda bóka og lesa samkvæmt rannsóknum talsvert meira en karlmenn í dag. Það var því eðlileg þróun þegar konum tók að fjölga á meðal útgefenda, sem hugsanlega hefur átt sinn þátt í því að konur í hópi rithöfunda eru nú ekki síður áberandi en karlar. Ellefu konur sem stýra níu útgáfufélögum komu saman á dögunum og ræddu breytingar á bókabransanum, sem þær segja heilbrigðari og fjölbreyttari í dag en áður.
Brýnt að bæta þjónustu við ungt fólk með heilabilun
Í bígerð er að opna miðstöð fyrir ungt fólk sem greinst hefur með heilabilun. Á hverju ári greinast um 20 manns undir 65 ára aldri með heilabilun á höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að rúmlega hundrað manns auk aðstandenda myndu á hverjum tíma geta nýtt sér þjónustumiðstöðina, sótt þar meðal annars félagsskap, jafningjastuðning, þjónustu sálfræðings og annarra sérfræðinga.
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar
„Lífið er rólegra núna en við njótum þess“
Tæplega fjögur ár eru frá því að Ellý Katrín Guðmundsdóttir greindist með Alzheimer, aðeins 51 árs. Nýverið hófst nýr kafli í hennar lífi, þegar hún hætti að vinna hjá Reykjavíkurborg og sneri sér alfarið að dagþjálfun í Hlíðabæ. Hún og eiginmaður hennar, Magnús Karl Magnússon, standa nú sem fyrr þétt saman og hafa einsett sér að njóta einföldu og kunnuglegu hlutanna í lífinu.
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar
Pabbi þeirra varð bráðkvaddur skömmu eftir að mamma þeirra fór á hjúkrunarheimili
Foreldrar systkinanna Ernu Rúnar, Berglindar Önnu og Hjalta., þau Hjörtfríður og Magnús Andri, létust með tveggja ára millibili áður en þau náðu sextugu. Hjörtfríður hafði glímt við Alzheimer frá árinu 2012 og naut stuðnings Magnúsar, sem sinnti henni dag og nótt. Aðeins fáeinum mánuðum eftir að hún flutti á hjúkrunarheimili varð hann bráðkvaddur. Systkinin eru þakklát stuðningi samfélagsins í Grindavík og segja áföllin hafa þjappað þeim saman og breytt afstöðu þeirra til lífsins. Þeim þyki lífið ekki lengur vera sjálfsagt.
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar
„Fólk heldur að maður sé orðinn alveg kexruglaður“
Skipstjórinn Jónas Jónasson var ekki nema 53 ára þegar hann greindist með Alzheimer fyrir tveimur árum. Greiningin var honum og fjölskyldunni högg, ekki síst vegna þess að honum var umsvifalaust sagt upp vinnunni og margir félagar hans hættu að hafa samband. „Hann var alltaf í símanum, það var aldrei hægt að ná í hann,“ segir dóttir hans. „En svo bara hætti síminn að hringja.“
Fréttir
Lagabreyting girðir fyrir veika von: Börnin sem hefði verið vísað burt
Mörg þeirra barna sem fengið hafa alþjóðlega vernd hér á landi á undanförnum árum hefðu ekki fengið að setjast að hér, væri fyrirhuguð lagabreyting orðin að veruleika. Rauði krossinn á Íslandi óttast að með lagabreytingunni fjölgi réttindalausu fólki hér sem hefur ekki kennitölu, má ekki vinna og hefur takmarkaðan aðgang að heilbrigðiskerfinu.
Fólkið í borginni
Bretarnir hafa krárnar, við höfum sundlaugarnar
Guðmundur Þór Norðdahl, dýravinur og stofnandi Kattaskrárinnar, saknaði sundlauganna heitt í samkomubanninu.
Fólkið í borginni
Allt varð vitlaust í fráveitunni
Erling Kjærnested, verkamaður hjá Veitum, fékk sér sumarvinnu hjá borginni fyrir 23 árum, sem hann sinnir enn og líkar það stórvel.
Viðtal
Minningar um fuglaferðalög vakna með vorinu
Þau Björk Guðjónsdóttir og Jón Hallur Jóhannsson lifðu einhverja fegurstu daga lífs síns við fuglarannsóknir á Ströndum. Þau eru nú hætt að ganga fjörurnar saman sökum aldurs, en segja ómetanlegt að eiga minningarnar af fuglarannsóknum sínum til að ylja sér við.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.