Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þegar konur tóku völdin á útgáfunni

Lengi vel átti það við hér á landi að karl­ar skrif­uðu bæk­ur sem aðr­ir karl­ar gáfu út. Kon­ur hafa hins veg­ar alla tíð ver­ið á með­al les­enda bóka og lesa sam­kvæmt rann­sókn­um tals­vert meira en karl­menn í dag. Það var því eðli­leg þró­un þeg­ar kon­um tók að fjölga á með­al út­gef­enda, sem hugs­an­lega hef­ur átt sinn þátt í því að kon­ur í hópi rit­höf­unda eru nú ekki síð­ur áber­andi en karl­ar. Ell­efu kon­ur sem stýra níu út­gáfu­fé­lög­um komu sam­an á dög­un­um og ræddu breyt­ing­ar á bóka­brans­an­um, sem þær segja heil­brigð­ari og fjöl­breytt­ari í dag en áð­ur.

Þegar konur tóku völdin á útgáfunni
Konur í bókaútgáfu Efri röð frá vinstri: Hiroe hjá Oran Books, Silja hjá Litla sæhestinum, Ásdís hjá Setbergi, Marta hjá Bókabeitunni, Dögg hjá Sölku og Guðrún hjá Benedikt. Neðri röð frá vinstri: Valgerður hjá Partusi, Þorgerður Agla og María Rán hjá Angústúra, Birgitta hjá Bókabeitunni og Guðný hjá Rósakoti. Mynd: Davíð Þór

Haustið 2016 spruttu þrjár nýjar bókaútgáfur í eigu kvenna fram á sjónarsviðið. Þetta var bókaútgáfan Benedikt, sem er í eigu Guðrúnar Vilmundardóttur, sem áður hafði gegnt starfi útgáfustjóra hjá Bjarti, Litli sæhesturinn í eigu Silju Sallé, sem hafði þá nýverið flutt til Íslands og fann fyrir þörf á fjölbreyttari bókmenntum fyrir börn, og Angústúra, sem er í eigu þeirra Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur og Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Sama ár tók Hólmfríður Matthíasdóttir við sem útgáfustjóri Forlagsins. Ári áður hafði Dögg Hjaltalín tekið við bókaútgáfunni Sölku, sem var stofnuð árið 2000 af Hildi Hermóðsdóttur og Þóru Sigríði Ingólfsdóttur, sem svar við karllægum bransa. Það sama ár, 2015, stofnaði Valgerður Þóroddsdóttir líka Partus.

Eitthvað virðist hafa legið í loftinu á þessum árum: „Kannski má líkja þessu við það þegar ísjakar snúast,“ segir Guðrún. „Þetta var búið að vera eins um nokkuð langt skeið. Forlagið langstærst, Bjartur og Veröld langstærst á eftir þeim. Það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu