Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Brýnt að bæta þjónustu við ungt fólk með heilabilun

Í bí­gerð er að opna mið­stöð fyr­ir ungt fólk sem greinst hef­ur með heila­bil­un. Á hverju ári grein­ast um 20 manns und­ir 65 ára aldri með heila­bil­un á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Áætl­að er að rúm­lega hundrað manns auk að­stand­enda myndu á hverj­um tíma geta nýtt sér þjón­ustumið­stöð­ina, sótt þar með­al ann­ars fé­lags­skap, jafn­ingj­astuðn­ing, þjón­ustu sál­fræð­ings og annarra sér­fræð­inga.

Brýnt að bæta þjónustu við ungt fólk með heilabilun
Sigurbjörg og Vilborg Þær starfa hjá Alzheimersamtökunum og segja eitt brýnasta verkefnið þar að bæta þjónustu við ungt fólk sem greinist með heilabilun. Mynd: Heiða Helgadóttir

Alzheimersamtökin hafa í bígerð að opna sérhæfða miðstöð, þangað sem ungt fólk sem greinst hefur með heilabilun og aðstandendur þeirra geta leitað. Þetta þykir nauðsynlegt til að bregðast við þeirri stöðu að á hverju ári greinast um 20 manns undir 65 ára aldri með heilabilun á höfuðborgarsvæðinu. Eins og staðan er núna er litla aðstoð fyrir þennan hóp að hafa og tómarúm ríkir í þeirra meðferð, allt þar til sérhæfð dagþjálfun tekur við í framgangi sjúkdómsins. „Eftir greiningu getur fólk verið „á götunni“ í allt að fimm ár. Miðað við hvað margir greinast árlega erum við því að tala um að minnsta kosti hundrað mögulega viðskiptavini auk aðstandenda í hverjum mánuði  og rúmlega það,“ útskýrir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, og bætir því við að fyrirmyndir séu að miðstöð af þessari tagi erlendis sem gefið hafi góða raun. 

„Eftir greiningu getur fólk verið „á götunni“ í allt að fimm ár“

Þjónustu við þennan hóp er, að sögn Vilborgar og Sigurbjargar Hannesdóttur, verkefna- og fræðslustjóra, mjög ábótavant og er það eitt af helstu baráttumálum samtakanna nú að bæta hana. „Í þessum hópi er fólk sem jafnvel gengur á Esjuna og hleypur maraþon. Það er kannski hætt að vinna en þarf á því að halda að viðhalda sinni virkni og hafa nóg fyrir stafni,“ útskýrir Vilborg. Miðstöðina mætti helst bera saman við Ljósið. Þangað gætu einstaklingar komið, fengið sér kaffibolla og hitt aðra í sömu stöðu, þegið fjölbreytta þjónustu, til dæmis frá sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa eða sálfræðingi, og tekið þátt í fjölbreyttu starfi, til dæmis tekið þátt í söngtímum, gönguferðum og íþróttaiðkun. Þörfin sé mikil og við henni verði að bregðast fljótt. „Fólk kemur eða hefur samband við okkur, nýgreint, og segir: „Ég var að fá greiningu í síðustu viku, hvað er í boði fyrir mig?“ en þá er fátt um svör hjá okkur. Ef þú ert of hress til þess að fara í dagþjálfun ertu bara heima hjá þér.“

Hún segir að sú dagþjálfun sem nú er í boði henti ekki þessum hópi, auk þess sem biðlistar séu eftir þeirri þjónustu og mörgum nýgreindum reynist þar að auki erfitt að sjá fyrir sér að taka þátt í henni. „Það getur líka verið mjög erfitt að selja fólki þá hugmynd að fara í dagþjálfun. Þetta er kannski fólk um sextugt eða sjötugt, sem kemur þarna inn og sér bara hóp af fullorðnu fólki. Það bakkar bara út og segir: „Þetta er ekki fyrir mig.““ 

Enn fordómar, þótt þeir hafi minnkað

Hjá Alzheimersamtökunum geta þeir sem greinst hafa með heilabilun og aðstandendur þeirra leitað sér upplýsinga og fengið ýmiss konar ráðgjöf. Yfirlýst markmið samtakanna er að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja.

Unnið er að þessum markmiðum með fjölbreyttum hætti. Meðal annars hafa samtökin gefið út appið „Heilabilun“ þar sem nálgast má allar mögulegar upplýsingar, þau veita lögfræðiráðgjöf og vinna að því að gera einstaklinga og raunar heilu samfélögin að „heilavinum“, sem þýðir að þau skuldbinda sig til að fræðast og vera opin fyrir því að aðstoða fólk með heilabilun. Er hugmyndin að með því aukist meðvitund og fordómar minnki samhliða því. Enda er enn full þörf á því, eftir því sem þær Vilborg og Sigurbjörg segja. „Þegar einstaklingur greindist með heilabilun hér áður fyrr var það nokkurs konar fjölskylduskömm. Það hefur þó breyst og sérstaklega á allra síðustu árum, eftir að fólk sem er nýgreint hefur stigið fram og sagt sögu sína,“ segir Sigurbjörg.

Vísar hún þar meðal annars til Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur, fyrrum borgarritara, sem greindist með Alzheimer rétt um fimmtugt. Fyrir fjórum árum steig hún fram og lýsti sjálf reynslu sinni af því að greinast með sjúkdóminn, á áhrifamikinn hátt. Þetta vakti svo mikla athygli að sumir tala um fyrir og eftir Ellý. „Ellý var fánaberi og hún hjálpaði mörgum að stíga fram og viðurkenna að þeir séu líka með þennan sjúkdóm, sem er mikilvægt því nú taka þeir sjálfir þátt í því að móta það hvernig þjónustu þeir vilja og þurfa,“ segir Vilborg. Fyrir marga hafi verið mikill léttir að segja frá, sambærilegur því að koma út úr skápnum. Þetta hafi þar að auki vakið athygli á því að heilabilun er ekki aðeins sjúkdómur sem hrjáir eldri borgara. Hann er ekki skilgreindur sem öldrunarsjúkdómur heldur taugasjúkdómur, þó að aldur auki vissulega líkur á honum. 

Mikilvægur frumkvöðlahópur

Á vettvangi Alzheimersamtakanna hefur á undanförnum árum verið starfræktur svokallaður frumkvöðlahópur, sem Ellý og hennar eiginmaður áttu þátt í að koma á fót, en í honum er fólk yngra en 65 ára sem greinst hefur með heilabilunarsjúkdóma og þeirra nánustu aðstandendur.

Hópurinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að breyta ásjónu sjúkdómsins og þeim fer hratt fjölgandi sem sækja fundi hans. Sem dæmi má nefna að á síðasta fund mættu hátt í 30 manns. Reynsla margra í hópnum er sambærileg, til að mynda kannast þau mörg við að fólk forðist að umgangast það. „Einn úr hópnum lýsti því hvernig hann steig upp á hjólið sitt og hjólaði til allra nágrannanna og sagði þeim frá greiningunni. Hann lýsti því sem hálfgerðri frelsun. En hann sagði líka frá því að fljótt hafi vinir horfið og fjölskylda jafnvel líka. Þetta er því miður algengt. Fólk virðist veigra sér við heimsóknum og hugsa: „Æ, hann þekkir mig hvort sem er ekki lengur og man ekki eftir heimsókninni á morgun.“ En svona á ekki að hugsa þetta, því þú ert að búa til gæðastund hér og nú. Og jafnvel þótt viðkomandi muni ekki klukkutíma seinna hvers vegna honum líður vel, þá líður honum vel.“

Mörg þeirra þurftu líka að hætta að vinna um leið og greiningin kom. Það finnst þeim Vilborgu og Sigurbjörgu tímaskekkja og hvetja vinnuveitendur til að vera sveigjanlegri. „Það gerist ekkert á einni nóttu og fólk getur átt eitt til tvö góð ár á vinnustað, með smá aðlögun á starfinu og aðstoð. Ellý Katrín vann til að mynda nokkuð lengi hjá borginni eftir greiningu og það þótti okkur virðingarvert. Að láta fólk hætta strax lýsir fordómum og þekkingarleysi. Vinnuveitendur ættu að leita sér leiðbeininga og ráðgjafar um það hvernig þeir geta komið til móts við starfsmenn sem greinast með heilabilun,“ segir Vilborg.  

Mikið mæðir á aðstandendum

Þó að æ fleiri þeirra sem sjálfir hafa greinst með heilabilun hafi samband við Alzheimersamtökin eru aðstandendur enn þar í miklum meirihluta, enda mæðir mikið á þeim. Þeir koma í ráðgjöf en taka líka þátt í stuðningshópum sem hittast reglulega til að bera saman bækur sínar. „Þetta eru lokaðir hópar sem minna kannski einna helst á AA-fundi. Allt sem þar kemur fram er sagt í trúnaði og fólk deilir reynslu sinni, sem oft er mjög sár,“ segir Vilborg.

Þetta sé mikilvægur vettvangur enda sé hlutverk aðstandenda oft flókið og erfitt. Fólki þyki gott að heyra af reynslu annarra og geta talað á opinskáan hátt um mál sem aðrir, sem ekki eiga aðstandanda með heilabilun, eigi oft erfitt með skilja. „Svo erum við líka með yngri hóp sem ætlaður er börnum foreldra með hvers kyns heilabilunarsjúkdóma. Í sumum tilvikum er þetta ungt fólk sem jafnvel býr enn þá heima hjá foreldrum sínum. Í þessum tilvikum eru oft aðrar áhyggjur og tilfinningar að bærast með fólki, til dæmis áhyggjur af hinu foreldrinu, sem er jafnvel í fullri vinnu og er að bugast undan því að sinna veika foreldrinu. Oft er makinn að hruni kominn og aðstandendur þurfa ráðgjöf um hvernig þeir geti orðið að liði.“

Aðstoð við erfiðar ákvarðanir

Oft standi aðstandendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum og samtökin leggi sig fram við að aðstoða fólk við þær. Þau veiti til að mynda lögfræðiaðstoð, sem sé mikið notuð. Þá fái fólk til að mynda ráðgjöf um hvernig haga megi fjármálum. Oft þurfi að taka flóknar ákvarðanir, svo sem um sviptingu sjálfræðis. „Oft getur fólk ekki hugsað sér að gera það og bakkar út úr því, bara við að heyra þau orð. En það ljótasta við þetta er eiginlega orðið sjálft, því manneskjan sjálf verður aldrei vör við þetta. Þetta er í raun og veru bara til þess að auka allt réttmæti. Þegar að þessu er komið er manneskja ekki fær um að taka ákvarðanir um eigið líf, um fjármál sín eða það sem er henni fyrir bestu. Maki má til dæmis ekki hafa samband við lækni og biðja um læknaskýrslur, nema að fara með sjálfræði viðkomandi,“ útskýrir Vilborg og Sigurbjörg bætir við: „Þetta er erfið umræða að taka í byrjun sjúkdóms og fólk gerir það oft aðeins of seint, þegar viðkomandi er ekki lengur fær um að taka ákvarðanir. Þetta getur verið mjög flókið.“ 

„Allt sem þar kemur fram er sagt í trúnaði og fólk deilir reynslu sinni, sem oft er mjög sár“

Ráðgjöfin geti líka snúist um heimilislífið sjálft. Oft sýni einstaklingar með heilabilun til að mynda mikil einkenni reiði, sem geri heimilislífið mjög erfitt að takast á við. „Þá eru barnabörn stundum hætt að koma í heimsókn, vegna þess að manneskjan með heilabilun ræður ekki við áreiti og læti sem þeim fylgir. Þetta er erfitt fyrir aðstandandann, því hann vill auðvitað halda áfram lífinu. Þetta er oft fólk í mikilli krísu og það erfiðasta er að þetta getur í sumum tilvikum verið mjög langur tími. Heilabilun getur varað frá 2 árum upp í 20 ár og einkennin eru mjög mismunandi.“ 

Lokuðu ekki vegna COVID-19

Alzheimersamtökin reka þrjár dagþjálfanir á höfuðborgarsvæðinu, Fríðuhús, Maríuhús og Drafnarhús. Til viðbótar við þær eru sex dagþjálfanir reknar af mismunandi samtökum. Þeim dagþjálfunum sem Alzheimersamtökin reka var öllum haldið opnum meðan á samkomubanni stóð, sem þær Vilborg og Sigurbjörg segja hafa verið mjög mikilvægt, enda fari fólki með heilabilun hraðar aftur með minni örvun. Hins vegar hafi nokkuð verið um að fólk hafi ekki mætt, heldur verið heima í sjálfskipaðri sóttkví. Vísbendingar séu um að þeim sem ekki sóttu dagþjálfunina hafi farið meira aftur en hinum, en að hve miklu leyti eigi eftir að koma betur í ljós. „Það versta sem fólk með heilabilun gerir er að vera heima og einangra sig félagslega, því þá er það ekki að virkja heilann og fer hraðar aftur. Þess vegna tölum við um sérhæfða dagþjálfun sem meðferð. Þetta er ekki pössunarstaður og ekki til þess gert að maki geti farið að vinna, heldur meðferð við sjúkdómnum,“ segir Sigurbjörg. 

Þær segja báðar að margt gott hafi gerst á undanförnum árum í meðferð við heilabilun, en enn sé mikið svigrúm til úrbóta. „Við myndum vilja hafa heilabilunarráðgjafa í hverri einustu heilsugæslustöð og að engin bið væri eftir greiningu, því eins og er getur þú þurft að bíða í einhverja mánuði eftir að komast í greiningu, eftir að grunur vaknar. Það ætti heldur ekki að vera bið eftir að komast í dagþjálfun, eins og það er í dag, og svo er brýnt að koma þjónustumiðstöðinni í gagnið – og helst þyrftum við eina hér á höfuðborgarsvæðinu og aðra úti á landi. Þannig væri þetta, í hinum fullkomna heimi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Faraldur 21. aldarinnar

Starfsfólk hjúkrunarheimila þarf meiri fræðslu um heilabilun
FréttirFaraldur 21. aldarinnar

Starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila þarf meiri fræðslu um heila­bil­un

Sam­ræma þarf þjón­ustu við ein­stak­linga með heila­bil­un á hjúkr­un­ar­heim­il­um, þannig að jafn­ræð­is sé gætt. Þá þarf að bæta að­stöðu á þeim hjúkr­un­ar­heim­il­um þar sem enn er þröng­býlt. Þetta er með­al þess sem stefnt er að og lesa má úr að­gerðaráætl­un stjórn­valda í þjón­ustu við fólk með heila­bil­un.
„Þetta er langvarandi sorg“
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

„Þetta er langvar­andi sorg“

Eig­in­mað­ur Guðnýj­ar Helga­dótt­ur lést úr Alzheimer fyr­ir þrem­ur ár­um, eft­ir margra ára bar­áttu við sjúk­dóm­inn. Guðný seg­ist sjálf ekki hafa átt­að sig á álag­inu sem fylgdi veik­ind­um hans, fyrr en eft­ir að hann var fall­inn frá. Hún seg­ir sjúk­dóm­inn smám sam­an ræna fólk öll­um sín­um fal­legu eig­in­leik­um sem sé erfitt að horfa upp á.
„Þetta er eins og að missa hann rosalega hægt“
FréttirFaraldur 21. aldarinnar

„Þetta er eins og að missa hann rosa­lega hægt“

Pabbi systr­anna Pálínu Mjall­ar og Guð­rún­ar Huldu greind­ist með Alzheimer fyr­ir sjö ár­um en þær segja erfitt að segja til um hvenær fyrstu ein­kenna sjúk­dóms­ins varð vart. Síð­an þá hef­ur fjöl­skyld­an tek­ist á við sjúk­dóm­inn í ferli sem syst­urn­ar lýsa sem af­ar lýj­andi. Þær eru þakk­lát­ar fyr­ir kær­leiks­ríka umönn­un pabba síns en segja af­ar brýnt að bæta stuðn­ing við nán­ustu að­stand­end­ur.
„Lífið er rólegra núna en við njótum þess“
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

„Líf­ið er ró­legra núna en við njót­um þess“

Tæp­lega fjög­ur ár eru frá því að Ellý Katrín Guð­munds­dótt­ir greind­ist með Alzheimer, að­eins 51 árs. Ný­ver­ið hófst nýr kafli í henn­ar lífi, þeg­ar hún hætti að vinna hjá Reykja­vík­ur­borg og sneri sér al­far­ið að dag­þjálf­un í Hlíða­bæ. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar, Magnús Karl Magnús­son, standa nú sem fyrr þétt sam­an og hafa ein­sett sér að njóta ein­földu og kunn­ug­legu hlut­anna í líf­inu.
Pabbi þeirra varð bráðkvaddur skömmu eftir að mamma þeirra fór á hjúkrunarheimili
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

Pabbi þeirra varð bráð­kvadd­ur skömmu eft­ir að mamma þeirra fór á hjúkr­un­ar­heim­ili

For­eldr­ar systkin­anna Ernu Rún­ar, Berg­lind­ar Önnu og Hjalta., þau Hjört­fríð­ur og Magnús Andri, lét­ust með tveggja ára milli­bili áð­ur en þau náðu sex­tugu. Hjört­fríð­ur hafði glímt við Alzheimer frá ár­inu 2012 og naut stuðn­ings Magnús­ar, sem sinnti henni dag og nótt. Að­eins fá­ein­um mán­uð­um eft­ir að hún flutti á hjúkr­un­ar­heim­ili varð hann bráð­kvadd­ur. Systkin­in eru þakk­lát stuðn­ingi sam­fé­lags­ins í Grinda­vík og segja áföll­in hafa þjapp­að þeim sam­an og breytt af­stöðu þeirra til lífs­ins. Þeim þyki líf­ið ekki leng­ur vera sjálfsagt.
„Fólk heldur að maður sé orðinn alveg kexruglaður“
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

„Fólk held­ur að mað­ur sé orð­inn al­veg kexrugl­að­ur“

Skip­stjór­inn Jón­as Jónas­son var ekki nema 53 ára þeg­ar hann greind­ist með Alzheimer fyr­ir tveim­ur ár­um. Grein­ing­in var hon­um og fjöl­skyld­unni högg, ekki síst vegna þess að hon­um var um­svifa­laust sagt upp vinn­unni og marg­ir fé­lag­ar hans hættu að hafa sam­band. „Hann var alltaf í sím­an­um, það var aldrei hægt að ná í hann,“ seg­ir dótt­ir hans. „En svo bara hætti sím­inn að hringja.“

Nýtt efni

Mölunarverksmiðjan í Þorlákshöfn yrði allt að 60 metrar á hæð
Fréttir

Möl­un­ar­verk­smiðj­an í Þor­láks­höfn yrði allt að 60 metr­ar á hæð

Sex til tíu síló sem rúma 4.000 tonn hvert yrðu reist við möl­un­ar­verk­smiðju Heidel­berg í Þor­láks­höfn ef af fram­kvæmd­inni verð­ur. Tvær stað­setn­ing­ar eru reif­að­ar í nýrri matsáætl­un fram­kvæmd­ar­inn­ar, önn­ur við höfn­ina og skammt frá íbúa­byggð en hin fjær byggð þar sem byggja þyrfti höfn.
Grínið orðið að veruleika
ViðtalAllt af létta

Grín­ið orð­ið að veru­leika

Bríet Blær Jó­hanns­dótt­ir grín­að­ist með það við vin­kon­ur sín­ar eft­ir að hún skráði sig á bið­lista fyr­ir kyn­leið­rétt­ing­ar­að­gerð að bið­list­inn væri ör­ugg­lega svo lang­ur að hún kæm­ist ekki í að­gerð­ina fyrr en hún yrði þrí­tug. Hún var nýorð­in 26 ára þeg­ar hún skráði sig og verð­ur 29 ára á þessu ári. „Grín­ið er orð­ið að veru­leika,“ seg­ir hún.
Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda
Fréttir

Ásmund­ur: Ástand­ið á Suð­ur­nesj­um að verða „ógn­væn­legt og óbæri­legt“ vegna fjölda hæl­is­leit­enda

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skóf ekki ut­an af því í ræðu­stól Al­þing­is í vik­unni þeg­ar hann fór mik­inn um ástand­ið á Suð­ur­nesj­um hvað hús­næð­is­mál varð­ar. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að stjórn­mála­menn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæsku­leg við­brögð í af­ar við­kvæmri stöðu á þessu svæði.
Halldór Benjamín hættir hjá Samtökum atvinnulífsins
Fréttir

Hall­dór Benja­mín hætt­ir hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son sem hef­ur stað­ið í ströngu í kjara­bar­átt­unni að und­an­förnu hef­ur ákveð­ið að láta af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Í sum­ar hef­ur hann störf sem for­stjóri Reg­ins fast­eigna­fé­lags.
Lísa í Sjávarútvegslandi
Kjartan Páll Sveinsson
Aðsent

Kjartan Páll Sveinsson

Lísa í Sjáv­ar­út­vegslandi

Kjart­an Páll Sveins­son seg­ir að þau sem reyna að fylgj­ast með stefnu­mót­un í sjáv­ar­út­vegs­mál­um á Ís­landi þessi miss­er­in tengi ef­laust við raun­ir Lísu í Undralandi þar sem ekk­ert var sem sýnd­ist.
Áframhaldandi halli, mildur hvalrekaskattur, bankasala og lítið aðhald
Greining

Áfram­hald­andi halli, mild­ur hval­reka­skatt­ur, banka­sala og lít­ið að­hald

Fimm ára fjár­mála­áætl­un er ætl­að að hjálpa til við að berja nið­ur verð­bólgu og slá á þenslu. Þar eru boð­að­ar skatta­hækk­an­ir, sem sum­ar eru út­færð­ar og aðr­ar alls ekki, að­halds­að­gerð­ir og eigna­sala. Heim­ild­in greindi það helsta sem er að finna í áætl­un­inni.
BSRB-félög undirrita kjarasamninga til eins árs
Fréttir

BSRB-fé­lög und­ir­rita kjara­samn­inga til eins árs

Fjór­tán að­ild­ar­fé­lög BSRB, sam­tals með um fjór­tán þús­und fé­lags­menn, hafa náð sam­komu­lagi um gerð skamm­tíma­kjara­samn­inga við rík­ið og Reykja­vík­ur­borg. At­kvæða­greiðslu um samn­ing­ana mun ljúka 14. apríl.
Vantrauststillaga á dómsmálaráðherra felld
Fréttir

Van­traust­stil­laga á dóms­mála­ráð­herra felld

Alls greiddu 35 þing­menn at­kvæði gegn van­traust­stil­lögu á Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag. 22 sögðu já og einn greiddi ekki at­kvæði. For­sæt­is­ráð­herr­ann sagði í um­ræð­um um til­lög­una að rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið stæði styrk­um fót­um.
Við, jaðartilfellið
Jón Trausti Reynisson
Pistill

Jón Trausti Reynisson

Við, jað­ar­til­fell­ið

Vext­ir hús­næð­is­lána eru orðn­ir hærri en yf­ir­drátt­ar­vext­ir voru fyr­ir skömmu síð­an. Töl­urn­ar sýna að Seðla­bank­inn blés upp verð­bólg­una og olli óstöð­ug­leika sem hann á lög­bund­ið að fyr­ir­byggja.
Fuglaflensuveiran sýnir aðlögun að spendýrum
Fréttir

Fuglaflensu­veir­an sýn­ir að­lög­un að spen­dýr­um

Skæð fuglaflensa geis­ar enn í Evr­ópu, einu og hálfu eft­ir að far­ald­ur­inn hófst. Far­fugl­arn­ir fara einn af öðr­um að lenda á Ís­landi eft­ir dvöl á vetr­ar­stöðv­um sín­um nær mið­baug. „Mikl­ar lík­ur eru á því að ís­lensk­ir far­fugl­ar geti ver­ið sýkt­ir vegna þess að marg­ar teg­und­ir þeirra koma frá sýkt­um svæð­um í Evr­ópu,“ seg­ir sér­greina­dýra­lækn­ir ali­fugla­sjúk­dóma hjá MAST.
Skortur á orku til jöfnunar gerir vindorkuáform lítt raunhæf
Fréttir

Skort­ur á orku til jöfn­un­ar ger­ir vindorku­áform lítt raun­hæf

Raf­orku­fyr­ir­tæk­in hér­lend­is búa að lít­illi sem engri orku sem hægt er að selja einka­að­il­um til að jafna orku­fram­boð frá vind­myll­um. Af þeim sök­um eru áform um stór­fellda upp­bygg­ingu vindorku­vera í eigu einka­að­ila svo gott sem óraun­hæf.
Bæjarstjóri gagnrýnir skipun Klausturmanns í starf lögreglustjóra í Vestmannaeyjum
Fréttir

Bæj­ar­stjóri gagn­rýn­ir skip­un Klaust­ur­manns í starf lög­reglu­stjóra í Vest­manna­eyj­um

Bæj­ar­stjór­inn í Vest­manna­eyj­um seg­ir Jón Gunn­ars­son vænt­an­lega hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að það væri heppi­leg og smekk­leg ráð­stöf­un að skipa Karl Gauta Hjalta­son sem lög­reglu­stjóra „eft­ir þá kven­fyr­ir­litn­ingu og al­mennu mann­fyr­ir­litn­ingu sem mér og fleir­um var sýnd á Klaust­urs­b­ar hér um ár­ið. Þar var hinn ný­skip­aði lög­reglu­stjóri þátt­tak­andi.“

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    3
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    4
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.