Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins íhugar að fjárfesta í fjölskyldufyrirtæki fjármálaráðherra

Kís­il­verk­smiðj­an Thorsil, sem er með­al ann­ars í eigu fjöl­skyldu­með­lima Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra, á í vanda með fjár­mögn­un. Stuðn­ing­ur stjórn­ar­manna Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins, sem skip­að­ir eru af Bjarna Bene­dikts­syni get­ur orð­ið lyk­ill­inn að lausn á vanda verk­smiðj­unn­ar. Með­al annarra hlut­hafa Thorsil er Ey­þór Arn­alds og Guð­mund­ur Ás­geirs­son sem hef­ur ver­ið við­skipta­fé­lagi föð­ur Bjarna í ára­tugi.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins íhugar að fjárfesta í fjölskyldufyrirtæki fjármálaráðherra
Skipar fjóra af stjórnarmönnunum Bjarni Benediktsson skipar fjóra af stjórnarmönnum LSR en stjórn sjóðsins hefur haft það til skoðunar að fjárfesta í Thorsil, iðnfyrirtæki sem tengist Bjarna fjölskylduböndum. Mynd: Pressphotos

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) íhugar nú hvort sjóðurinn eigi að fjárfesta í kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins Thorsil í Helguvík á Reykjanesi. Stjórn sjóðsins fékk fjárfestingarkynningu á verkefninu nú í vor og hefur síðan íhugað möguleikann á því að setja fé í verkefnið og rætt um þann kost á fundum sínum. Þetta herma heimildir Stundarinnar. 

Í samtali við Stundina staðfestir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, að fjárfestingin sé til skoðunar: „Við höfum verið að skoða mögulega fjárfestingu í Thorsil, en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin.“ Verksmiðjan á að geta framleitt 54 þúsund tonn af kísilmálmi árlega. 

Thorsil er að hluta til í eigu félags fjárfestisins Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni skipar sjálfur fjóra af átta stjórnarmönnum sjóðsins og sitja þau Gunnar Björnsson, Áslaug Friðriksdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Viðar Helgason í stjórn sjóðsins að beiðni ráðherra. Stjórn lífeyrissjóðsins fékk fjárfestakynninguna á Thorsil og það er stjórnin sem kemur að því að ákveða hvort peningar verða settar í verkefnið.

Annar hluthafi
Annar hluthafi Annar af hluthöfum Thorsil í gegnum félagið Strokk ehf. er Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddvisi Sjálfstæðisflokksins í Árborg, en hann hefur unnið trúnaðarstörf fyrir ríkisstjórnina á kjörtímabilinu. Meðal annars sat hann í starfshópnum sem vann skýrslu um rekstur RÚV en myndin er tekin á kynningarfundi um þá skýrslu.

Margs konar tengsl við Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Thorsil-málið

Endurteknir hagsmunaárekstrar Bjarna vegna viðskipta ættingja hans
FréttirThorsil-málið

End­ur­tekn­ir hags­muna­árekstr­ar Bjarna vegna við­skipta ætt­ingja hans

Sú staða hef­ur end­ur­tek­ið kom­ið upp í ráð­herra­tíð Bjarna Bene­dikts­son­ar að fyr­ir­tæki Ein­ars Sveins­son­ar, föð­ur­bróð­ur hans, teng­ist við­skipt­um við op­in­bera eða hálfop­in­bera að­ila sem lúta ráð­herra­valdi Bjarna. Nú er það Líf­eyr­is­sjóð­ur starfs­manna rík­is­ins sem íhug­ar að kaupa hluta­bréf í kís­il­málm­fyr­ir­tæk­inu Thorsil sem fyr­ir­tæki Ein­ars er hlut­hafi í en Bjarni skip­ar fjóra af átta stjórn­ar­mönn­um sjóðs­ins. Geng­ur þessi staða upp sam­kvæmt lög­um og regl­um í ís­lensku sam­fé­lagi?
Hæg heimatök: Um aðgengi fjölskyldu Bjarna Benediktssonar að fjármunum ríkisins
Úttekt

Hæg heima­tök: Um að­gengi fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar að fjár­mun­um rík­is­ins

Fyr­ir­tæki tengd fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra hafa frá því Bjarni hóf af­skipti af stjórn­mál­um ver­ið stór­tæk í samn­ing­um og við­skipt­um við rík­ið. Hafa þau gert ein­staka íviln­ana­samn­inga við yf­ir­völd, keypt eign­ar­hlut fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins án form­legra sölu­ferla og not­ið góðs af laga­setn­ing­um Bjarna. Eyj­an fjall­aði um við­skipti ráð­herr­ans í fyrra.
Thorsil segist hafa tryggt sér orku fyrir kísilmálmverksmiðjuna
FréttirThorsil-málið

Thorsil seg­ist hafa tryggt sér orku fyr­ir kís­il­málm­verk­smiðj­una

Ey­þór Arn­alds vill ekki gefa upp stöð­una á raf­orku­samn­ingi Thorsil. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir ork­una tryggða. Lands­virkj­un seg­ir samn­inga ekki í höfn en að við­ræð­ur hafi stað­ið yf­ir. Thorsil er ná­tengt Sjálf­stæð­is­flokkn­um og hef­ur rík­inu ver­ið stefnt vegna íviln­ana til fyr­ir­tæk­is­ins sem nema um 800 millj­ón­um króna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár