Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hæg heimatök: Um aðgengi fjölskyldu Bjarna Benediktssonar að fjármunum ríkisins

Fyr­ir­tæki tengd fjöl­skyldu Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra hafa frá því Bjarni hóf af­skipti af stjórn­mál­um ver­ið stór­tæk í samn­ing­um og við­skipt­um við rík­ið. Hafa þau gert ein­staka íviln­ana­samn­inga við yf­ir­völd, keypt eign­ar­hlut fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins án form­legra sölu­ferla og not­ið góðs af laga­setn­ing­um Bjarna. Eyj­an fjall­aði um við­skipti ráð­herr­ans í fyrra.

Hæg heimatök: Um aðgengi fjölskyldu Bjarna Benediktssonar að fjármunum ríkisins
Bjarni Benediktsson Þeir sem tengjast Bjarna fjölskylduböndum hafa verið í náðinni hjá stjórnvöldum undanfarið kjörtímabil.

Fyrirtæki tengd fjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafa frá því Bjarni hóf afskipti af stjórnmálum, verið stórtæk í samningagerð og viðskiptum við ríkið.

Eyjan fjallaði um viðskiptin í grein Freys Rögnvaldssonar blaðamanns í fyrra. Eftirfarandi umfjöllun byggir að miklu leyti á þeirri umfjöllun. 

Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, er einn eigenda í fjórum fyrirtækjum sem ýmist hafi gert ívilnanasamninga við ríkið, hafa án formlegra söluferla keypt eignarhluti fyrirtækja sem eru í eigu ríkisins eða njóta góðs af lagasetningu. Þá standa frændi Bjarna, Benedikt Einarsson, og faðir hans, Benedikt Sveinsson, nærri umræddum gjörningum.

Borgun

Í nóvember árið 2014 seldi Landsbanki Íslands, sem íslenska ríkið á 98 prósent í, eignarhlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun. Nam hluturinn 31,2 prósentum og var seldur eignarhaldsfélaginu Borgun slf. fyrir 2,2 milljarða króna. Ekkert formlegt söluferli fór fram áður en félagið var selt og fóru kaupin fram í leynilegu söluferli þar sem engum öðrum aðila var boðið að koma að kaupunum. Félagið P 126 ehf. á 19,71 prósents hlut í eignarhaldsfélaginu Borgun en eigandi þess er Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, og sonur Einars, Benedikt Einarsson, kemur fram fyrir hönd fyrirtækisins.

Á aðalfundi Borgunar, sem fram fór í febrúar 2015, þremur mánuðum eftir sölu fyrirtækisins, var ákveðið að greiða 800 milljónir króna til hluthafa. Var það í fyrsta sinn frá árinu 2007 sem arður var greiddur út úr fyrirtækinu, en hagnaður þess nam 1,4 milljörðum króna á árinu 2014 og var eigið fé um 4 milljarðar í lok ársins. Hafa engin fullnægjandi svör fengist frá Landsbankanum, eða fjármálaráðuneyti Bjarna Benedikssonar, sem bar ábyrgð á sölunni, um hvers vegna hluturinn sem ríkið seldi var verðmetinn svo lágt, eða hvers vegna það var gert í lokuðu söluferli.

Benedikt Sveinsson. Einar Sveinsson
Benedikt Sveinsson. Einar Sveinsson Frændur Bjarna eru fjárglöggir menn.

Thorsil

Sama félag, P 126 á ríflega 5,6 prósenta hlut í félaginu Northsil ehf. sem á aftur 69 prósenta hlut í Thorsil ehf. Thorsil stefnir að byggingu kísilverksmiðju í Helguvík og hefur gert samkomulag við íslenska ríkið um að verksmiðjan verði reist. Thorsil hefur fengið ívilnanir frá íslenska ríkinu, í formi lægri greiðslna á sköttum og opinberum gjöldum, vegna uppbyggingar á kísilmálmsverksmiðju sinni á Reykjanesi; ívilnanir sem nema um 800 milljónum auk ívilnana frá sveitarfélaginu Reykjanesbæ í formi frestaðra opinberra gjalda vegna uppbyggingar á verksmiðjunni. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur stefnt íslenska ríkinu út af þessari ríkisaðstoð sem talin er ólögmæt. Stefnt er að því að hefja starfsemi í verksmiðjunni árið 2017.

Bygging verksmiðjunnar er mjög umdeild, og höfnuðu íbúar Reykjanesbæjar henni meðal annars í kosningu í fyrra. Sagði Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, opinberlega að niðurstaða kosningarinnar skipti í raun engu máli.

Thorsil hefur ítrekað fengið frest til að greiða gatnagerðargjöld sem fyrirtækið skuldar Reykjanesbæ. Hákon Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Thorsil, hefur ekki viljað upplýsa um hversu háa upp­hæð er um að ræða. Ljóst er að litlar tekjur Reykja­nes­hafn­ar, sem hún þarf til að geta staðið við greiðslur af lán­um, aukast ekki á meðan stærsti við­skipta­vinur hennar greiðir ekki umsamin gjöld á réttum tíma.

Reykjanesbær glímir við mikinn skuldavanda. Sveit­ar­fé­lagið er það skuld­settasta á land­inu. Skuldir þess voru tæp­lega 41 millj­arður króna í lok árs 2014. Skuld­irnar eru rúm­lega 250 pró­sent af reglu­legum tekjum sveit­ar­fé­lags­ins en sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum sem tóku gildi árið 2012 þá er leyfi­legt skulda­hlut­fall að hámarki 150 pró­sent. Skulda­staða Reykja­nes­bæjar er því bein­línis í and­stöðu við lög. Skulda­vand­inn er að stóru leyti til­kom­inn vegna fjár­fest­inga í hafn­ar­fram­kvæmdum við Helgu­vík sem sveit­ar­fé­lagið er í ábyrgð fyr­ir.

Jóhannes Baldursson, fyrrverandi stjórnarmaður í Thorsil sagði sig úr stjórninn fyrr á þessu ári þegar hann hóf afplánun á Kvíabryggju vegna BK-47-málsins þar sem hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti.

Jóhannes var þar að auki dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok síðasta árs fyrir aðild sína að Stím-málinu. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þá gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur Jóhannesi og fjórum öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í markaðsmisnotkunarmáli fyrr á árinu.

Undirritun samninga
Undirritun samninga Frá því þegar Reykjanesbær og Thorsil undirrituðu samninga um byggingu iðjuversins.

Kynnisferðir

Rútufyrirtækið Kynnisferðir er að langstærstu leyti í eigu Einars og Benedikts Sveinssona og niðja þeirra. Ríkisbankinn Landsbankinn er í tæplega níu milljarða króna ábyrgðum fyrir fyrirtækið, og eru þær ábyrgðir vegna „ferðaskrifstofuleyfis“ og vegna „almenningsvagnaaksturs“ eins og segir í ársreikningi þess fyrirtækis.

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um virðisaukaskatt var samþykkt í desember á síðasta ári. Markmið frumvarpsins var að einfalda virðisaukaskattskerfið og fækka undanþágum. Hins vegar var haldið inni undanþágu fyrir áætlunarferðir hópferðabifreiða. Segir segir Tyrfingur Guðmundsson, einn eigenda Hópbílaleigunnar og framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar, þessa undanþágu koma eigendum Kynnisferða einstaklega vel. 

„Undanþágan kemur mér ekki á óvart og er klæðskerasniðin fyrir Kynnisferðir. Tengsl þeirra við ríkisstjórnina eru augljós. Breytingin átti einnig að einfalda skattkerfið, en eftir breytinguna þá erum við starfandi á þremur skattþrepum, það er öll hagræðingin,“ segir Tyrfingur. Þar vísar hann til þess að þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til einföldun á virðisaukaskattskerfinu þá hélt hann inni undanþágu áætlunarferða hópferðabifreiða. Þetta varð þrátt fyrir að markmiðið hafi verið að einfalda virðisaukaskattskerfið og fækka undanþágum.

Langstærsta sérleiðin sem fellur undir áætlunarferð er Flugrútan milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Fyrirtækið Kynnisferðir hefur einkaleyfi á rekstri Flugrútunnar eftir mislukkað útboð Vegagerðarinnar árið 2005. Í samtali við Vísi sagði Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Hópbílaleigunnar, leiðina milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur hafa verið langstærsta bitann þegar útboð á öllum sérleyfisleiðunum fór fram 2005. Hópbílaleigan hefur farið fram á bætur vegna ólögmætra aðgerða Vegagerðarinnar í útboði á sérleyfisakstri milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Áður hefur ríkið greitt fyrirtækinu 250 milljónir í bætur vegna sama útboðs. Hópbílaleigan var með lægsta tilboðið í útboðinu, sem haldið var árið 2005, en Vegagerðin samdi hins vegar við Kynnisferðir um aksturinn. Þá var fyrirtækið í eigu FL Group.

„Umbjóðandi minn var með lægsta boðið í þá leið. Honum bauðst hins vegar að fá ferðir á Suðurlandi ef hann skrifaði undir plagg og félli frá skaðabótum og kærumálum vegna þess að Flugrútan var tekin af honum, Þetta eru vinnubrögð sem ég hef ekki séð áður,“ sagði Jóhannes í samtali við Vísi árið 2015.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki meðal hluthafa Kynnisferða og er hann sá eini af börnum þeirra Einars og Benedikts sem er ekki á hluthafalistanum. Móðir Bjarna, eiginkona Benedikts, er hins vegar skráður hluthafi á meðan eiginkona Einars Sveinssonar er ekki skráður hluthafi. Bjarni Benediktsson er því að minnsta kosti óbeinn hluthafi í Kynnisferðum í gegnum foreldra sína.

Benedikt Sveinsson
Benedikt Sveinsson Faðir Bjarna tengist víða fjármálagjörningum þar sem fyrirtæki nálæg honum hagnast á nánum samskiptum við ríkið.

Matorka

Landssamband fiskeldisstöðva gagnrýndi í fyrra ívilnunarsamning upp á 700 milljónir króna sem iðnaðarráðherra gerði við fyrirtækið Matorku sem hyggur á stórfellt bleikjueldi á Reykjanesi, í kjördæmi Ragnheiðar Elínar, iðnaðarráðherra, en það er skráð í Sviss. Sagði landssambandið þetta skekkja samkeppnisstöðu í bleikjueldi á Íslandi þar sem önnur fyrirtæki hafi ekki notið stuðnings.

Einn stærsti eigandi Matorku er Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar. Móðurfélag Matorku er Matorka Holdings AS og í stjórn þess félags situr Benedikt Einarsson, sonur Einars.

Sagðist Höskuldur Steinarson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, fagna því að iðnaðarráðherra hafi áhuga á að styrkja uppbyggingu fiskeldis í landinu. „En við erum í prinsippinu ekki fylgjandi ívilnunum sem hafa raskandi áhrif á stöðu þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. Þannig að við höfum af þessu nokkrar áhyggjur í raun og veru. Hvernig þessi styrkur er fram settur. Án þess að ég hafi sérstaka skoðun á styrknum sjálfum,“ sagði Höskuldur.

Matorka fær auk styrksins alls kyns ívilnanir, eins og til dæmis 50% lækkun á tryggingagjaldi. Höskuldur segir 65 prósent allrar eldisbleikju í heiminum koma frá Íslandi sem sé því ráðandi á markaðnum og framboð þaðan hafi mikil áhrif á verð. Hér sé ekki um nýsköpun að ræða því þekking og reynsla sé nú þegar til staðar hjá þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni.

„Og þau hafa lagt á sig gríðarlegan kostnað í markaðsuppbyggingu. Þannig að þau eru augljóslega ósátt við að fyrirtæki sem ætlar að gera það sama og þau eru að gera fái ívilnanir frá hinu opinbera. Það blasir við,“ sagði Höskuldur.

Athugasemd ritsj. Stór hluti umfjöllunarinnar byggir á fyrri umfjöllun Eyjunnar.is um sama efni. Eyjan.is og Freyr Rögnvaldsson eru beðin velvirðingar á því að ekki var getið heimildar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgunarmálið

Forsætisráðherra skammaði 18 ára pilt: „Alveg ótrúlega ómerkilegt“
FréttirBorgunarmálið

For­sæt­is­ráð­herra skamm­aði 18 ára pilt: „Al­veg ótrú­lega ómerki­legt“

„Þetta er ekk­ert nema áróð­ur þetta Borg­un­ar­mál,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra um sölu á eign­ar­hlut Lands­bank­ans í Borg­un. Hlut­ur­inn var seld­ur í lok­uðu sölu­ferli og á und­ir­verði til frænda hans. Hann sak­aði verzl­un­ar­skóla­nema um „ótrú­lega ómerki­leg­an áróð­ur“ fyr­ir fram­an sam­nem­end­ur hans á kosn­inga­fundi í skól­an­um í dag.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár