Meira en 10 vikur eru liðnar síðan Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var beðinn um að greina Alþingi frá því hvort gert hefði verið verðmat á Borgun áður en eignarhlutur Landsbankans í fyrirtækinu var seldur. Enn hefur fyrirspurnin, sem Kristján L. Möller þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram, ekki verið tekin á dagskrá. Kristján vakti athygli á þessu í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta í dag. Sagðist hann hafa skrifað forseta Alþingis bréf og óskað eftir liðsinni við að fá svör frá ráðherra um málið. „Hvað er verið að fela? Er eitthvað óþægilegt og gruggugt í þessu máli sem þolir ekki dagsljósið?“ sagði Kristján og bætti við: „Ég tek eftir því að hæstvirtur fjármálaráðherra verður dálítið órólegur í hvert skipti sem minnst er á þetta mál sem styður mig í þeirri trú að það sé eitthvað óeðlilegt við þetta mál.“
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Bjarni krafinn svara um Borgunarmálið: Segir fólkið í landinu ekki vilja „þessa þvælu“
Bjarni Benediktsson brást illa við þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir svörum við 11 vikna gamalli fyrirspurn um Borgun og hvort gert hefði verið verðmat á fyrirtækinu áður en eignarhlutur Landsbankans í því var seldur.
Mest lesið
1
Voðalega gott að vera afi
Með aðstoð Google endaði Muggur Guðmundsson með afastráknum Ólafi Gunnari Helgasyni á Billiardbarnum. Tilgangurinn var að sameinast í nýlegu áhugamáli barnabarnsins.
2
Saumar teppi til að takast á við sorgina
Eftir að Sigurlaug Gísladóttir missti son sinn úr bráðahvítblæði í hittifyrra ók hún upp á því að sauma handverk úr bútasaumi. Verkin selur hún og gefur ágóðann til Krabbameinsfélagsins í Austur-Húnavatnssýslu.
3
Jakob Birgis orðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
Uppistandarinn Jakob Birgisson er orðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra ásamt lögfræðingnum Þórólfi Heiðari Þorsteinssyni. Ingileif Friðriksdóttir aðstoðar utanríkisráðherra en Jón Steindór Valdimarsson er aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.
4
Hagræðingartillögur á annað þúsund: Fækkun sendiráða og aðstoðarmanna
Mikill fjöldi tillagna um hagræðingu í ríkisrekstri hafa borist samráðsgátt stjórnvalda. Heimildin tók saman fjölda nokkurra vinsælla hugmynda svo sem fækkun aðstoðarmanna og minni stuðning við Borgarlínu.
5
Sif Sigmarsdóttir
Jól í janúar
Hver segir að ekki megi gera í janúar það sem stóð til að gera í desember?
6
Fargjöld Strætó hækka
Strætó hefur boðað gjaldskrárbreytingar sem munu taka gildi 8. janúar næstkomandi.
Mest lesið í vikunni
1
Mæðgur fóru báðar í brjóstnám
Hin 25 ára gamla Hrafnhildur Ingólfsdóttir gekkst undir tvöfalt brjóstnám í fyrra eftir að hún greindist með stökkbreytingu í BRCA1-geninu. Guðrún Katrín Ragnhildardóttir, móðir hennar, hefur einnig látið fjarlægja brjóst sín – en hún fékk brjóstakrabbamein 28 ára gömul.
2
Voðalega gott að vera afi
Með aðstoð Google endaði Muggur Guðmundsson með afastráknum Ólafi Gunnari Helgasyni á Billiardbarnum. Tilgangurinn var að sameinast í nýlegu áhugamáli barnabarnsins.
3
Ástin í lífi Dorritar er hundurinn Samson
Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, segir hundinn Samson vera ástina í lífi sínu og ef hún gæti væri hún alltaf á Íslandi með honum. Dorrit segir það engum koma við að hundurinn sé klónaður. „Ég sagði engum frá því að hann væri klónaður. Ólafur gerði það.“
4
Saumar teppi til að takast á við sorgina
Eftir að Sigurlaug Gísladóttir missti son sinn úr bráðahvítblæði í hittifyrra ók hún upp á því að sauma handverk úr bútasaumi. Verkin selur hún og gefur ágóðann til Krabbameinsfélagsins í Austur-Húnavatnssýslu.
5
Merkustu forsögulegu fréttir ársins: Hvenær voru samfarir okkar og Neanderdalsmanna nánastar?
Sífellt berast nýjar fréttir af háttum og sögu mannsins á forsögulegum tímum. Ný frétt sem lýtur að samskiptum okkar við frændfólk okkar Neanderdalsfólkið hlýtur að teljast meðal hinna merkustu árið 2024
6
Á þröskuldi breytinganna
Fámennið hérlendis er staðreynd sem maður áttar sig betur á við að hafa starfað erlendis samkvæmt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og segir hún okkur þurfa á því að halda að vera hluti af stærri heild sem geti stutt okkur við að efla stjórnsýsluna og stjórnkerfið. Þar sé Evrópusambandið og krísustjórnun þess annað skýrt dæmi.
Mest lesið í mánuðinum
1
Við erum ekkert „trailer trash“
Lilja Karen varð ólétt eftir glasafrjóvgun þegar hún bjó á tjaldsvæðinu í Laugardalnum og á dögunum fagnaði dóttir hennar árs afmæli. Afmælisveislan var haldin í hjólhýsi litlu fjölskyldunnar á Sævarhöfða, þar sem þær mæðgur búa ásamt hinni mömmunni, Friðmeyju Helgu. „Okkar tilfinning er að það hafi verið leitað að ljótasta staðnum fyrir okkur,“ segir Friðmey, og á þar við svæðið sem Reykjavíkurborg fann fyrir hjólhýsabyggðina.
2
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
Háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðuneytið hefur undanfarna mánuði keypt húsgögn úr hönnunarverslun, sem þar til nýlega hét Norr11, að andvirði rúmlega tíu milljóna króna. Um er að ræða samsettan sófa, kaffiborð, borðstofuborð og fleiri húsgögn að andvirði 10,2 milljóna króna. Þar af er 1,3 milljóna króna sófi inni á skrifstofu ráðherra.
3
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
„Maður veltir fyrir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengslum við einn né neinn,“ segir lögreglukona sem fór í útkall á aðventunni til einstæðings sem hafði dáið einn og legið lengi látinn.
4
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
Bergþóra Pálsdóttir, Bebba, hefur unun af því að fá gesti til sín í hjólhýsið og finnst þetta svolítið eins og að búa í einbýlishúsi. Barnabörnin koma líka í heimsókn en þau geta ekki farið út að leika sér í hjólhýsabyggðinni í Sævarhöfðanum: „Þau skilja ekki af hverju við vorum rekin úr Laugardalnum og sett á þennan ógeðslega stað.“
5
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
Þegar Karen Ösp Friðriksdóttir lá sárkvalin á kvennadeild Landspítala árið 2019 var hún sökuð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá verið verkjuð síðan hún var níu ára. Geðlæknir leiddi að því líkum að verkir hennar tengdust gervióléttu. Tveimur árum síðar fékk hún loks staðfestingu á því að hún væri með líkamlegan sjúkdóm. Hún vonar að heilbrigðiskerfið og samfélagið læri af hennar sögu.
6
Ný rannsókn byltir uppruna Færeyinga og Íslendinga: Ekki eins skyldir og talið hefur verið
DNA-rannsóknir á jurta- og dýraleifum hafa þegar breytt myndinni af uppruna byggðar í Færeyjum. Þær virðast hafa byggst fyrst langt á undan Íslandi. En nú hefur rannsókn á uppruna Færeyinga líka breytt mynd okkar af uppruna færeysku þjóðarinnar og skyldleikanum við Íslendinga
Athugasemdir