Meira en 10 vikur eru liðnar síðan Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var beðinn um að greina Alþingi frá því hvort gert hefði verið verðmat á Borgun áður en eignarhlutur Landsbankans í fyrirtækinu var seldur. Enn hefur fyrirspurnin, sem Kristján L. Möller þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram, ekki verið tekin á dagskrá. Kristján vakti athygli á þessu í umræðum undir liðnum fundarstjórn forseta í dag. Sagðist hann hafa skrifað forseta Alþingis bréf og óskað eftir liðsinni við að fá svör frá ráðherra um málið. „Hvað er verið að fela? Er eitthvað óþægilegt og gruggugt í þessu máli sem þolir ekki dagsljósið?“ sagði Kristján og bætti við: „Ég tek eftir því að hæstvirtur fjármálaráðherra verður dálítið órólegur í hvert skipti sem minnst er á þetta mál sem styður mig í þeirri trú að það sé eitthvað óeðlilegt við þetta mál.“
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Bjarni krafinn svara um Borgunarmálið: Segir fólkið í landinu ekki vilja „þessa þvælu“
Bjarni Benediktsson brást illa við þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir svörum við 11 vikna gamalli fyrirspurn um Borgun og hvort gert hefði verið verðmat á fyrirtækinu áður en eignarhlutur Landsbankans í því var seldur.

Mest lesið

1
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
Í atvinnuauglýsingum er gjarnan krafist mikilla samskiptahæfileika, jafnvel í störfum þar sem þess ekki er þörf. Þetta getur útilokað fólk, til að mynda einhverfa, sem búa yfir öðrum mikilvægum styrkleikum. Bjarney L. Bjarnadóttir gerði tímamótarannsókn á þessu og leggur áherslu á að atvinnurekendur efli fötlunarsjálfstraust.

2
Andrea Rós Guðmundsdóttir
Þú þarft ekki að deyja til að verða nóg
Andrea Rós Guðmundsdóttir hefur frá unga aldri glímt við lystarstol. Hún skrifar um rætur veikindanna og leiðina að bata – þar sem hugrekki felst í því að biðja um hjálp og læra að sýna sjálfri sér mildi.

3
Sif Sigmarsdóttir
Umbúðir stjórnmálanna
Hver þarf stefnumál þegar hann getur ráðið kynningarstjóra?

4
Óvenjuleg málefni fyrir rauða dregilinn
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, sótti kvikmyndahátíðina í Cannes þar sem heimildarmynd um Julian Assange var frumsýnd í vikunni. Hann segir upplifunina nokkuð sérstaka.

5
Þórólfur Matthíasson
Leggjast veiðigjöld á sjávarútvegsbyggðir?
Um „Samantekt gagna vegna umsagnar um frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjöld“, sem unnin er af ráðgjafarsviði KPMG fyrir Samtök sjávarútvegsveitarfélaga. Þórólfur Matthíasson, prófessor emerítus í hagfræði, fer yfir málið.

6
„Fólk þarf að muna að þetta er frí“
Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir er klínískur sálfræðingur. Hún segir sýnilegt dagatal, fasta punkta yfir daginn og svefn geta hjálpað til við að draga úr streitu þeirra sem eru með ADHD yfir sumartímann.
Mest lesið í vikunni

1
Var krabbamein í sýninu?
Bylgja Babýlons uppistandari segir ýmislegt benda til að hún hafi fengið ranga greiningu úr skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018 líkt og fleiri konur. Hún greindist með krabbamein rúmum tveimur árum síðar. „Ég vil bara vita hvort það liggi einhvers staðar sýni úr mér á Íslandi frá árinu 2018 merkt „hreint“ þegar það er í raun og veru krabbamein í því.“

2
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
Í atvinnuauglýsingum er gjarnan krafist mikilla samskiptahæfileika, jafnvel í störfum þar sem þess ekki er þörf. Þetta getur útilokað fólk, til að mynda einhverfa, sem búa yfir öðrum mikilvægum styrkleikum. Bjarney L. Bjarnadóttir gerði tímamótarannsókn á þessu og leggur áherslu á að atvinnurekendur efli fötlunarsjálfstraust.

3
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
Yfir helmingur þeirra sem vinna innan sviðslista á Íslandi hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi eða í tengslum við það. Á íslenskum vinnumarkaði almennt er sú tala 16%. Hver er staða nándarþjálfunar á Íslandi? „Ég var svo varnarlaus, þar sem leikstjórinn (kk) samþykkti þetta allt,“ kom fram í einni sögunni í yfirlýsingunni Tjaldið fellur árið 2017. Hér er rætt er við leikara og aðra sem þekkja til.

4
Listi upploginna bóka var birtur í dagblöðum
Á dögunum birtist listi með bókameðmælum fyrir sumarið í bandarískum dagblöðum. Tíu af fimmtán bókum listans eru ekki til en gervigreind var notuð til að semja hann.

5
Vonast til að rannsókn á Samherjamáli ljúki í sumar
Rannsókn héraðssaksóknara er á lokametrunum og ætti að klárast að óbreyttu á sumarmánuðum.

6
Climeworks selt 380 þúsund einingar – aðeins afhent um þúsund
Climeworks hefur selt 380 þúsund kolefniseiningar til almennings og fyrirtækja en aðeins afhent um 1.100 einingar. Climworks tilkynnti uppsagnir 106 starfsmanna um miðja vikuna, skömmu eftir að Heimildin upplýsti að föngun fyrirtækisins væri undir þúsund tonnum árlega.
Mest lesið í mánuðinum

1
Climeworks’ capture fails to cover its own emissions
The carbon capture company Climeworks only captures a fraction of the CO2 it promises its machines can capture. The company is failing to carbon offset the emissions resulting from its operations – which have grown rapidly in recent years.

2
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
Bogi Ágústsson hefur birst landsmönnum á skjánum í yfir fjóra áratugi og flutt Íslendingum fréttir í blíðu og stríðu. Hann segir heiminn hafa breyst ótrúlega mikið til batnaðar á þessum árum en því miður halli á ógæfuhliðina í rekstri fjölmiðla á Íslandi. Af öllum þeim atburðum sem hann hefur sagt fréttir af lögðust snjóflóðin fyrir vestan árið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóðinu á Flateyri.

3
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
Jón Óttar Ólafsson, einn þeirra sem stundaði njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson árið 2012, gaf út glæpasögu ári síðar þar sem aðalsöguhetjan er lögreglumaður sem stundar hleranir. Jón Óttar vann lengi fyrir Samherja, bæði á Íslandi og í Namibíu, en áður hafi hann verið kærður af sérstökum saksóknara, sem hann starfaði fyrir, vegna gruns um að stela gögnum.

4
Föngun Climeworks stendur ekki undir eigin losun
Climeworks fangar aðeins brot af því CO2 sem það lofar að vélar þess geti fangað. Fyrirtækið nær ekki að kolefnisjafna þá losun sem stafar af umsvifum þess – sem hefur vaxið hratt síðustu ár.

5
Ónefnd kona skrifar
Bréf frá brotaþola hópnauðgunar
Ofbeldi gerir ekki greinarmun á þolendum eða gerendum eftir uppruna þeirra. Réttlæti má ekki gera það heldur.

6
Níu lykilatriði um hreyfingu að læknisráði
Kristín Sigurðardóttir læknir veitir forvitnilega innsýn í afgerandi áhrif hreyfingar á líkama okkar og heila. Hún varar við „náttúruleysi“ og að fólk rjúfi tengslin við sig sjálft eða náttúruna.
Athugasemdir