Föðurbróðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Einar Sveinsson, fær tæplega 310 milljónir í arðgreiðslu í gegnum eignarhaldsfélagið sitt, P126 ehf., ef samþykkt verður að greiða hluthöfum Borgunar 4,7 milljarða króna í arð eins og stefnt er að.
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að stjórn Borgunar muni leggja til á aðalfundi félagsins á morgun að fundurinn samþykki að greiddur verði allt að 4,7 milljarða króna arður til hluthafa. Haft er eftir heimildarmönnum Morgunblaðsins að búið sé að kynna helstu hluthöfum tillöguna og að þeir hafi ekki hreyft við mótmælum.
Eignarhaldsfélag Einars, P126 ehf., á 0,15 prósenta hlut í Borgun. Fyrir þann hlut fengi félagið rúmar sjö milljónir króna í arð. Félagið á hins vegar einnig tæplega tuttugu prósenta hlut í Eignarhaldsfélaginu Borgun slf., félaginu sem keypti þriðjungshlut í Borgun af ríkisbankanum Landsbankanum árið 2014 á hagstæðu verði, án þess að hluturinn væri boðinn út.
Selt í lokuðu söluferli
Salan var gagnrýnd á …
Athugasemdir