Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kaupfélagið boðaði til leynifundar í Þjóðmenningarhúsinu

Lána­safn Kaup­fé­lags Skag­firð­inga er und­ir í nýj­um bú­vöru­samn­ing­um. Hafa lán­að kúa­bænd­um fé með veði í mjólk­ur­kvót­an­um. Til stend­ur að af­nema kvóta­kerf­ið þar sem kerf­ið er tal­ið óhag­kvæmt fyr­ir neyt­end­ur.

Kaupfélagið boðaði til leynifundar í Þjóðmenningarhúsinu
Miklir hagsmunir Kaupfélag Skagfirðinga hefur mikla hagsmuni af því að koma í veg fyrir að kvótakerfið í mjólkuriðnaði verði afnumið. Þórólfur Gíslason er forstjóri kaupfélagsins og Bjarni Maronsson stjórnarformaður þess.

Kaupfélag Skagfirðinga boðaði forsvarsmenn samninganefndar bænda og forsvarsmenn Mjólkursamsölunnar á lokaðan fund í Þjóðmenningarhúsinu um miðjan janúar þar sem Ragnar Árnason kynnti niðurstöður sínar um neikvæðar, þjóðhagslegar afleiðingar af afnámi kvótakerfisins í mjólkuriðnaði. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Ríkisútvarpið hefur áður greint frá því hvernig Kaupfélagið hefur reynt að beita sér gegn afnámi kvótakerfisins í mjólkuriðnaði. 

Samningaviðræður standa nú yfir á milli samninganefndar bænda og íslenska ríkisins um nýja búvörusamninga og hefur „mikið gengið á“ í þeim viðræðum á bak við tjöldin samkvæmt einum heimildarmanni Stundarinnar. Hugmyndin sem er ofan á núna er að kvótakerfið í mjólk verði afnumið og þar með kerfi sem tryggir mjólkurbændum sem selja mjólk innan kerfisins ákveðið verð fyrir mjólkina innan kvótakerfisins. Kaupfélagi Skagfirðinga er mikið í mun að halda í þetta kerfi og var fundurinn í Þjóðmenningarhúsinu einn liður í þeirri viðleitni fyrirtækisins að þrýsta á hagsmunaðila að standa vörð um núverandi kerfi í mjólkuriðnaði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár