Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kaupfélagið boðaði til leynifundar í Þjóðmenningarhúsinu

Lána­safn Kaup­fé­lags Skag­firð­inga er und­ir í nýj­um bú­vöru­samn­ing­um. Hafa lán­að kúa­bænd­um fé með veði í mjólk­ur­kvót­an­um. Til stend­ur að af­nema kvóta­kerf­ið þar sem kerf­ið er tal­ið óhag­kvæmt fyr­ir neyt­end­ur.

Kaupfélagið boðaði til leynifundar í Þjóðmenningarhúsinu
Miklir hagsmunir Kaupfélag Skagfirðinga hefur mikla hagsmuni af því að koma í veg fyrir að kvótakerfið í mjólkuriðnaði verði afnumið. Þórólfur Gíslason er forstjóri kaupfélagsins og Bjarni Maronsson stjórnarformaður þess.

Kaupfélag Skagfirðinga boðaði forsvarsmenn samninganefndar bænda og forsvarsmenn Mjólkursamsölunnar á lokaðan fund í Þjóðmenningarhúsinu um miðjan janúar þar sem Ragnar Árnason kynnti niðurstöður sínar um neikvæðar, þjóðhagslegar afleiðingar af afnámi kvótakerfisins í mjólkuriðnaði. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Ríkisútvarpið hefur áður greint frá því hvernig Kaupfélagið hefur reynt að beita sér gegn afnámi kvótakerfisins í mjólkuriðnaði. 

Samningaviðræður standa nú yfir á milli samninganefndar bænda og íslenska ríkisins um nýja búvörusamninga og hefur „mikið gengið á“ í þeim viðræðum á bak við tjöldin samkvæmt einum heimildarmanni Stundarinnar. Hugmyndin sem er ofan á núna er að kvótakerfið í mjólk verði afnumið og þar með kerfi sem tryggir mjólkurbændum sem selja mjólk innan kerfisins ákveðið verð fyrir mjólkina innan kvótakerfisins. Kaupfélagi Skagfirðinga er mikið í mun að halda í þetta kerfi og var fundurinn í Þjóðmenningarhúsinu einn liður í þeirri viðleitni fyrirtækisins að þrýsta á hagsmunaðila að standa vörð um núverandi kerfi í mjólkuriðnaði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár