Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kaupfélagið boðaði til leynifundar í Þjóðmenningarhúsinu

Lána­safn Kaup­fé­lags Skag­firð­inga er und­ir í nýj­um bú­vöru­samn­ing­um. Hafa lán­að kúa­bænd­um fé með veði í mjólk­ur­kvót­an­um. Til stend­ur að af­nema kvóta­kerf­ið þar sem kerf­ið er tal­ið óhag­kvæmt fyr­ir neyt­end­ur.

Kaupfélagið boðaði til leynifundar í Þjóðmenningarhúsinu
Miklir hagsmunir Kaupfélag Skagfirðinga hefur mikla hagsmuni af því að koma í veg fyrir að kvótakerfið í mjólkuriðnaði verði afnumið. Þórólfur Gíslason er forstjóri kaupfélagsins og Bjarni Maronsson stjórnarformaður þess.

Kaupfélag Skagfirðinga boðaði forsvarsmenn samninganefndar bænda og forsvarsmenn Mjólkursamsölunnar á lokaðan fund í Þjóðmenningarhúsinu um miðjan janúar þar sem Ragnar Árnason kynnti niðurstöður sínar um neikvæðar, þjóðhagslegar afleiðingar af afnámi kvótakerfisins í mjólkuriðnaði. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Ríkisútvarpið hefur áður greint frá því hvernig Kaupfélagið hefur reynt að beita sér gegn afnámi kvótakerfisins í mjólkuriðnaði. 

Samningaviðræður standa nú yfir á milli samninganefndar bænda og íslenska ríkisins um nýja búvörusamninga og hefur „mikið gengið á“ í þeim viðræðum á bak við tjöldin samkvæmt einum heimildarmanni Stundarinnar. Hugmyndin sem er ofan á núna er að kvótakerfið í mjólk verði afnumið og þar með kerfi sem tryggir mjólkurbændum sem selja mjólk innan kerfisins ákveðið verð fyrir mjólkina innan kvótakerfisins. Kaupfélagi Skagfirðinga er mikið í mun að halda í þetta kerfi og var fundurinn í Þjóðmenningarhúsinu einn liður í þeirri viðleitni fyrirtækisins að þrýsta á hagsmunaðila að standa vörð um núverandi kerfi í mjólkuriðnaði. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár