Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingmenn útskýra hvers vegna þeir tóku ekki afstöðu til búvörusamninga

Stund­in bað um skýr­ing­ar frá þeim þing­mönn­um sem sátu hjá eða voru fjar­ver­andi við at­kvæða­greiðsl­una um nýja bú­vöru­samn­inga. Samn­ing­arn­ir voru sam­þykkt­ir með at­kvæð­um 19 þing­manna.

Þingmenn útskýra hvers vegna þeir tóku ekki afstöðu til búvörusamninga
Sátu hjá Þessir þingmenn sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um nýja búvörusamninga.

„Forseti úr stjórnarmeirihluta lætur atkvæðagreiðslu ekkert fara fram ef nógu mörg já eru ekki í húsi,“ segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, um ástæður þess að hann kaus að sitja hjá þegar greidd voru atkvæði um nýja búvörusamninga. Í gær sendi Stundin fyrirspurn á alla þingmenn sem sátu hjá eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðslur um samningana og spurði meðal annars hver væri skýringin á því að viðkomandi þingmenn sátu hjá eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Einungis 16 af 37 þingmönnum svöruðu spurningum Stundarinnar.

 

 

Athygli vakti þegar einungis 30 prósent Alþingis, eða 19 þingmenn, lögfestu nýja búvörusamninga við bændur síðastliðinn þriðjudag. Í frumvarpinu eru bændum gefin fyrirheit um ríkisstuðning upp á um það bil 13 milljarða á ári næstu 10 árin. Alls eru þetta samtals meira en 130 milljarðar króna en ofan á þetta bætist óbeinn stuðningur í formi tollverndar upp á um það bil 9 milljarða á ári. Einungis þingmenn Bjartrar framtíðar og einn þingmaður Sjálfstæðisflokks, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins kusu að sitja hjá. Bent hefur verið á að ríkisstjórnin hafi ekki haft þingmeirihluta fyrir málinu og því hefði stjórnarandstaðan í reynd getað fellt samningana. 

Samningarnir hafa helst verið gagnrýndir fyrir langan gildistíma þeirra, það er tíu ár, og þá hefur ríkisstjórnin verið gagnrýnd fyrir skort á samráði við aðra hagsmunaaðila í málinu - þar á meðal neytendur. Á milli annarar og þriðju umræðu um samningana á þingi var samþykkt breytingatillaga sem kveður á um að skipaður verður samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga með aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda. Þeirri endurskoðun skuli ljúka árið 2019 og þá eiga bændur kost á að kjósa um nýjan búvörusamning eða viðbætur við fyrri samningina. Með öðrum orðum þá er það í höndum bænda hvort samningarnir verði til þriggja eða tíu ára. 

„Það er afskaplega hæpið að svona fúsk leiði annað af sér en drasl.“

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði frá því á Facebook- síðu sinni í gær að Björt framtíð hafi lagt til að vísa frá þessum tíu ára samningi og framlengja núgildandi samningur um eitt ár á meðan samið yrði upp á 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Lögðust gegn því að hægt yrði að fella niður ríkisstyrki til þeirra sem ástunda gróft og ítrekað dýraníð
FréttirBúvörusamningar

Lögð­ust gegn því að hægt yrði að fella nið­ur rík­is­styrki til þeirra sem ástunda gróft og ít­rek­að dýr­aníð

Breyt­ing­ar­til­laga um að heim­ilt yrði að fella nið­ur stuðn­ings­greiðsl­ur til þeirra sem brjóta „gróf­lega eða ít­rek­að gegn ákvæð­um laga um vel­ferð dýra“ var kol­felld af þing­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Horf­ið frá áform­um sem uppi voru á síð­asta kjör­tíma­bili.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu