Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Samsærið gegn samkeppninni

Á und­an­förn­um 12 ár­um hafa Mjólk­ur­sam­sal­an og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga öðl­ast yf­ir­burða­stöðu á ís­lensk­um mjólk­ur­mark­aði á grund­velli um­deildra laga­breyt­inga sem und­an­skilja fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um og bitna bæði á sam­keppn­is­að­il­um og neyt­end­um. Ný bú­vöru­lög, sem liggja fyr­ir Al­þingi, bæði festa í sessi ein­ok­un­ar­stöðu MS og Kaup­fé­lags Skag­firð­inga og hækka veru­lega tolla á inn­flutta osta og mjólk­ur­duft.

Í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar á Alþingi vegna nýrra búvörusamninga er gert ráð fyrir að afurðastöðvar í mjólkuriðnaði njóti áfram víðtækra undanþága frá meginreglum samkeppnislaga og að áfram verði til staðar heimildir til sameiningar, samráðs og samvinnu markaðsráðandi aðila – sömu heimildir og hafa, að mati Samkeppniseftirlitsins, gert Mjólkursamsölunni kleift að brjóta gegn þeim lágmarkskröfum samkeppnislaga sem þó gilda um fyrirtækið. 

MS tekur við um 90 prósentum af þeirri hrámjólk sem íslenskir bændur framleiða. Kaupfélag Skagfirðinga (KS) er næststærsta fyrirtækið á íslenskum mjólkurmarkaði og á 10 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni á móti 90 prósenta hlut Auðhumlu, samvinnufélags í eigu um 700 mjólkurframleiðenda víða um land.

Viðskiptasamband MS og Kaupfélagsins er náið, sem lýsir sér meðal annars í því að sala og dreifing á mjólkurvörum Kaupfélagsins fer fram í gegnum MS og Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri er varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Saman eru þessir aðilar nær einráðir í mjólkurviðskiptum á Íslandi. Ástæða þess er fyrst og fremst sú skjaldborg sem löggjafinn hefur slegið um fyrirtækin, meðal annars að frumkvæði stjórnmálamanna sem tengjast hagsmunaaðilum í mjólkuriðnaði sterkum böndum.

Lagabreyting að frumkvæði Guðna

Um fimmtungi af neysluútgjöldum íslenskra fjölskyldna vegna matvæla er varið til kaupa á mjólk- og mjólkurvörum. Þar eru neytendur háðir markaði sem einkennist í miklum mæli af opinberum inngripum en er um leið undanskilinn ákvæðum samkeppnislaga sem myndu að öðrum kosti vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum í greininni. Þessa sérstöðu mjólkurmarkaðarins má að miklu leyti rekja til breytinga sem gerðar voru á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum í maí árið 2004. 

Guðni Ágústsson, sem áður hafði starfað sem mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna í rúm 10 ár, var landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á þessum tíma. Hann lagði fram frumvarp sem fól í sér að afurðastöðvum í mjólkuriðnaði yrðu veittar víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum. Í fyrsta lagi var þeim heimilað að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða og í öðru lagi máttu þær nú „sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða“. 

Í greinargerð frumvarpsins hans Guðna var sérstaklega tekið fram að mjólkurframleiðendur teldu að „almenn hagfræðileg rök um að samkeppni í viðskiptum efli hagvöxt þurfi að víkja fyrir markmiðum búvörulaga og sérstöðu landbúnaðarins“. Þá var fullyrt að frumvarpið væri samið að

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Lögðust gegn því að hægt yrði að fella niður ríkisstyrki til þeirra sem ástunda gróft og ítrekað dýraníð
FréttirBúvörusamningar

Lögð­ust gegn því að hægt yrði að fella nið­ur rík­is­styrki til þeirra sem ástunda gróft og ít­rek­að dýr­aníð

Breyt­ing­ar­til­laga um að heim­ilt yrði að fella nið­ur stuðn­ings­greiðsl­ur til þeirra sem brjóta „gróf­lega eða ít­rek­að gegn ákvæð­um laga um vel­ferð dýra“ var kol­felld af þing­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Horf­ið frá áform­um sem uppi voru á síð­asta kjör­tíma­bili.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár