Gunnar Bragi ósáttur við áform um endurskipun í nefnd um búvörusamninga

Gunn­ar Bragi Sveins­son fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra gagn­rýn­ir nýja rík­is­sjórn fyr­ir að boða end­ur­skip­un á nefnd um end­ur­skoð­un bú­vöru­samn­inga. Hann seg­ir tals­menn heild­sala ekki eiga er­indi í slíka nefnd.

Gunnar Bragi ósáttur við áform um endurskipun í nefnd um búvörusamninga
Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gagnrýnir áform nýrrar ríkisstjórnar að endurskipa í nefnd um endurskoðun búvörusamninga. Mynd: Pressphotos

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gagnrýnir nýja ríkisstjórn fyrir að boða endurskipun í nefnd um endurskoðun búvörusamninga. „Ég spái því að undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks verði talsmönnum milliliða bætt í nefndina svo þeir geti gætt sinna hagsmuna,“ skrifar Gunnar Bragi á Facebook-síðu sína í morgun og á líklega við Félag atvinnurekenda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en hún starfaði áður fyrir Samtök atvinnulífsins. Þess má geta að ráðuneyti hennar hefur ekki tilkynnt opinberlega að endurskipað verði í nefndina. 

„Talsmenn heildsala eiga amk ekkert erindi í slíka nefnd þar sem þeir eru milliliðir sem auka kostnað neytenda.“

„Búvörusamningar hafa fyrst og fremst tvíþætt hlutverk þ.e. að tryggja afkomu bænda og fela þeim þær skyldur að framleiða heilnæm og góð matvæli fyrir landsmenn (neytendur),“ segir Gunnar Bragi. „Búvörusamningar fjalla ekkert um afkomu heildsala né verslunarinnar. Reynar virðast heildsalarnir í Félagi Atvinnurekenda hafa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Lögðust gegn því að hægt yrði að fella niður ríkisstyrki til þeirra sem ástunda gróft og ítrekað dýraníð
FréttirBúvörusamningar

Lögð­ust gegn því að hægt yrði að fella nið­ur rík­is­styrki til þeirra sem ástunda gróft og ít­rek­að dýr­aníð

Breyt­ing­ar­til­laga um að heim­ilt yrði að fella nið­ur stuðn­ings­greiðsl­ur til þeirra sem brjóta „gróf­lega eða ít­rek­að gegn ákvæð­um laga um vel­ferð dýra“ var kol­felld af þing­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Horf­ið frá áform­um sem uppi voru á síð­asta kjör­tíma­bili.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu