Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gagnrýnir nýja ríkisstjórn fyrir að boða endurskipun í nefnd um endurskoðun búvörusamninga. „Ég spái því að undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks verði talsmönnum milliliða bætt í nefndina svo þeir geti gætt sinna hagsmuna,“ skrifar Gunnar Bragi á Facebook-síðu sína í morgun og á líklega við Félag atvinnurekenda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en hún starfaði áður fyrir Samtök atvinnulífsins. Þess má geta að ráðuneyti hennar hefur ekki tilkynnt opinberlega að endurskipað verði í nefndina.
„Talsmenn heildsala eiga amk ekkert erindi í slíka nefnd þar sem þeir eru milliliðir sem auka kostnað neytenda.“
„Búvörusamningar hafa fyrst og fremst tvíþætt hlutverk þ.e. að tryggja afkomu bænda og fela þeim þær skyldur að framleiða heilnæm og góð matvæli fyrir landsmenn (neytendur),“ segir Gunnar Bragi. „Búvörusamningar fjalla ekkert um afkomu heildsala né verslunarinnar. Reynar virðast heildsalarnir í Félagi Atvinnurekenda hafa …
Athugasemdir