Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

130 milljarða búvörusamningar lögfestir með aðeins 19 atkvæðum

Um­deilt frum­varp sem gef­ur fyr­ir­heit um 13 millj­arða rík­is­styrki til bænda næstu 10 ár­in var sam­þykkt á Al­þingi í dag. 21 þing­mað­ur var fjar­ver­andi og 16 þing­menn sátu hjá.

130 milljarða búvörusamningar lögfestir með aðeins 19 atkvæðum

Frumvarp vegna búvörusamninga ríkisstjórnarinnar við bændur var samþykkt á Alþingi með aðeins 19 atkvæðum í dag. 

Í frumvarpinu eru bændum gefin fyrirheit um ríkisstuðning upp á um það bil 13 milljarða á ári næstu 10 árin. Alls eru þetta samtals meira en 130 milljarðar króna en ofan á þetta bætist óbeinn stuðningur í formi tollverndar upp á um það bil 9 milljarða á ári.

Gert er ráð fyrir að endurskoðun á samningunum fari fram ekki seinna en árið 2019 en í lögunum felst skuldbinding um veglega ríkisstyrki allt til ársins 2026.

Þegar greidd voru atkvæði um frumvarpið voru 14 þingmenn fjarverandi og sjö þingmenn með skráða fjarvist. 16 þingmenn sátu hjá, þar af 12 þingmenn stjórnarandstöðunnar.

Sjö þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, allur þingflokkur Bjartrar framtíðar ásamt Sigríði Á. Andersen, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. 

Eftirfarandi þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en allir tilheyra Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum: 

Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Frosti Sigurjónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Haraldur Benediktsson, Haraldur Einarsson, Illugi Gunnarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Sigrún Magnúsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason, Willum Þór Þórsson, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir.

Eftirfarandi þingmenn sátu hjá: Árni Páll Árnason, Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgir Ármannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson.

Eftirfarandi þingmenn voru fjarverandi: Birgitta Jónsdóttir, Brynjar Níelsson, Elín Hirst, Helgi Hjörvar, Höskuldur Þórhallsson, Jón Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Ögmundur Jónasson. Þá voru Elsa Lára Arnardóttir, Eygló Harðardóttir, Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon með skráða fjarvist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Lögðust gegn því að hægt yrði að fella niður ríkisstyrki til þeirra sem ástunda gróft og ítrekað dýraníð
FréttirBúvörusamningar

Lögð­ust gegn því að hægt yrði að fella nið­ur rík­is­styrki til þeirra sem ástunda gróft og ít­rek­að dýr­aníð

Breyt­ing­ar­til­laga um að heim­ilt yrði að fella nið­ur stuðn­ings­greiðsl­ur til þeirra sem brjóta „gróf­lega eða ít­rek­að gegn ákvæð­um laga um vel­ferð dýra“ var kol­felld af þing­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Horf­ið frá áform­um sem uppi voru á síð­asta kjör­tíma­bili.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár