Frumvarp vegna búvörusamninga ríkisstjórnarinnar við bændur var samþykkt á Alþingi með aðeins 19 atkvæðum í dag.
Í frumvarpinu eru bændum gefin fyrirheit um ríkisstuðning upp á um það bil 13 milljarða á ári næstu 10 árin. Alls eru þetta samtals meira en 130 milljarðar króna en ofan á þetta bætist óbeinn stuðningur í formi tollverndar upp á um það bil 9 milljarða á ári.
Gert er ráð fyrir að endurskoðun á samningunum fari fram ekki seinna en árið 2019 en í lögunum felst skuldbinding um veglega ríkisstyrki allt til ársins 2026.
Þegar greidd voru atkvæði um frumvarpið voru 14 þingmenn fjarverandi og sjö þingmenn með skráða fjarvist. 16 þingmenn sátu hjá, þar af 12 þingmenn stjórnarandstöðunnar.
Sjö þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, allur þingflokkur Bjartrar framtíðar ásamt Sigríði Á. Andersen, þingkonu Sjálfstæðisflokksins.
Eftirfarandi þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en allir tilheyra Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum:
Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Frosti Sigurjónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Haraldur Benediktsson, Haraldur Einarsson, Illugi Gunnarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Sigrún Magnúsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason, Willum Þór Þórsson, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir.
Eftirfarandi þingmenn sátu hjá: Árni Páll Árnason, Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgir Ármannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson.
Eftirfarandi þingmenn voru fjarverandi: Birgitta Jónsdóttir, Brynjar Níelsson, Elín Hirst, Helgi Hjörvar, Höskuldur Þórhallsson, Jón Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Ögmundur Jónasson. Þá voru Elsa Lára Arnardóttir, Eygló Harðardóttir, Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon með skráða fjarvist.
Athugasemdir