Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

130 milljarða búvörusamningar lögfestir með aðeins 19 atkvæðum

Um­deilt frum­varp sem gef­ur fyr­ir­heit um 13 millj­arða rík­is­styrki til bænda næstu 10 ár­in var sam­þykkt á Al­þingi í dag. 21 þing­mað­ur var fjar­ver­andi og 16 þing­menn sátu hjá.

130 milljarða búvörusamningar lögfestir með aðeins 19 atkvæðum

Frumvarp vegna búvörusamninga ríkisstjórnarinnar við bændur var samþykkt á Alþingi með aðeins 19 atkvæðum í dag. 

Í frumvarpinu eru bændum gefin fyrirheit um ríkisstuðning upp á um það bil 13 milljarða á ári næstu 10 árin. Alls eru þetta samtals meira en 130 milljarðar króna en ofan á þetta bætist óbeinn stuðningur í formi tollverndar upp á um það bil 9 milljarða á ári.

Gert er ráð fyrir að endurskoðun á samningunum fari fram ekki seinna en árið 2019 en í lögunum felst skuldbinding um veglega ríkisstyrki allt til ársins 2026.

Þegar greidd voru atkvæði um frumvarpið voru 14 þingmenn fjarverandi og sjö þingmenn með skráða fjarvist. 16 þingmenn sátu hjá, þar af 12 þingmenn stjórnarandstöðunnar.

Sjö þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, allur þingflokkur Bjartrar framtíðar ásamt Sigríði Á. Andersen, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. 

Eftirfarandi þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en allir tilheyra Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum: 

Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Frosti Sigurjónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Haraldur Benediktsson, Haraldur Einarsson, Illugi Gunnarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Sigrún Magnúsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason, Willum Þór Þórsson, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir.

Eftirfarandi þingmenn sátu hjá: Árni Páll Árnason, Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgir Ármannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson.

Eftirfarandi þingmenn voru fjarverandi: Birgitta Jónsdóttir, Brynjar Níelsson, Elín Hirst, Helgi Hjörvar, Höskuldur Þórhallsson, Jón Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Ögmundur Jónasson. Þá voru Elsa Lára Arnardóttir, Eygló Harðardóttir, Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon með skráða fjarvist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Lögðust gegn því að hægt yrði að fella niður ríkisstyrki til þeirra sem ástunda gróft og ítrekað dýraníð
FréttirBúvörusamningar

Lögð­ust gegn því að hægt yrði að fella nið­ur rík­is­styrki til þeirra sem ástunda gróft og ít­rek­að dýr­aníð

Breyt­ing­ar­til­laga um að heim­ilt yrði að fella nið­ur stuðn­ings­greiðsl­ur til þeirra sem brjóta „gróf­lega eða ít­rek­að gegn ákvæð­um laga um vel­ferð dýra“ var kol­felld af þing­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Horf­ið frá áform­um sem uppi voru á síð­asta kjör­tíma­bili.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
5
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár