Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ákvæði gegn dýraníði bætt inn í búvörufrumvarp: „Þrýstingur hefur stundum áhrif!“

26 þing­menn felldu til­lögu um að fella nið­ur rík­is­styrki til bænda sem gerð­ust sek­ir um ít­rek­uð og al­var­leg dýr­aníð. Ákvæði verð­ur bætt við.

Ákvæði gegn dýraníði bætt inn í búvörufrumvarp: „Þrýstingur hefur stundum áhrif!“

At­vinnu­vega­nefnd Alþingis hefur bætt ákvæði um niðurfellingu ríkisstyrkja vegna dýraníðs inn í frumvarpið um búvörusamningana. Þessi breyting var gerð í hádeginu í dag en margir lýstu óánægju þegar Stundin greindi frá því í gær að breytingartillaga um að heimilt yrði að fella niður stuðningsgreiðslur til þeirra sem brjóta „gróflega eða ítrekað gegn ákvæðum laga um velferð dýra“ hefði verið felld af 26 þingmönnum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Mbl.is segir frá því að ákveðið hafi verið að bæta inn ákvæði gegn dýraníði þegar frumvarpið var afgreitt úr atvinnuveganefnd í hádeginu í dag. Gert er ráð fyrir að málið fari til þriðju umræðu og afgreiðslu þingsins í næstu viku. „Við bæt­um við þeirri heim­ild Mat­væla­stofn­unn­ar að svipta menn fram­lög­um ef um er að ræða illa meðferð á dýr­um og svipt­ingu leyfa á þeim grunni. Þannig að það er komið inn í lög,“ er haft eftir JóniGunnarssyni, formanni atvinnuveganefndar.

Samfylkingin deilir fréttinni á Twitter og skrifar: „Þrýstingur hefur stundum áhrif! Meirihluti atvinnuveganefndar hlustaði á okkur og tók inn dýraverndunarákvæðið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Lögðust gegn því að hægt yrði að fella niður ríkisstyrki til þeirra sem ástunda gróft og ítrekað dýraníð
FréttirBúvörusamningar

Lögð­ust gegn því að hægt yrði að fella nið­ur rík­is­styrki til þeirra sem ástunda gróft og ít­rek­að dýr­aníð

Breyt­ing­ar­til­laga um að heim­ilt yrði að fella nið­ur stuðn­ings­greiðsl­ur til þeirra sem brjóta „gróf­lega eða ít­rek­að gegn ákvæð­um laga um vel­ferð dýra“ var kol­felld af þing­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Horf­ið frá áform­um sem uppi voru á síð­asta kjör­tíma­bili.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár