Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögðust gegn því að hægt yrði að fella niður ríkisstyrki til þeirra sem ástunda gróft og ítrekað dýraníð

Breyt­ing­ar­til­laga um að heim­ilt yrði að fella nið­ur stuðn­ings­greiðsl­ur til þeirra sem brjóta „gróf­lega eða ít­rek­að gegn ákvæð­um laga um vel­ferð dýra“ var kol­felld af þing­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Horf­ið frá áform­um sem uppi voru á síð­asta kjör­tíma­bili.

Lögðust gegn því að hægt yrði að fella niður ríkisstyrki til þeirra sem ástunda gróft og ítrekað dýraníð

Þingmenn úr Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum greiddu atkvæði gegn því að veitt yrði heimild til að fella niður ríkisstyrki til þeirra sem brotið hafa gróflega eða ítrekað gegn ákvæðum laga um velferð dýra. 

Í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og núverandi forsætisráðherra, til laga um breyt­ingu á búvörulög­um, búnaðarlögum og tollalögum er ekki gert ráð fyrir að opinber stuðningur við framleiðslu landbúnaðarafurða komi til endurskoðunar ef bændur verða uppvísir að ítrekaðri illri meðferð dýra.

Ekki var lögð til nein breyting á þessu í breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar sem birtist á vef Alþingis í síðustu viku. Í ljósi þess lagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í atvinnuveganefnd Alþingis, fram tillögu um að eftirfarandi málsgrein yrði bætt inn í lögin: 

Heimilt er að fella niður greiðslur til þeirra sem brotið hafa gróflega eða ítrekað gegn ákvæðum laga um velferð dýra, nr. 55/2013, með síðari breytingum. 

Annarri umræðu um frumvarpið vegna búvörusamninganna lauk fyrir helgi og voru þá meðal annars greidd atkvæði um breytingartillögu Lilju. 21 þingmaður studdi breytingartillöguna; allir þingmenn Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem viðstaddir voru og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst. 

Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Sigríður Á. Andersen úr Sjálfstæðisflokknum sátu hjá ásamt Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins. 

26 þingmenn úr Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum greiddu hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Þetta eru: Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Brynjar Níelsson, Einar K. Guðfinnsson, Elsa Lára Arnardóttir, Eygló Harðardóttir, Geir Jón Þórisson, Gunnar Bragi Sveinsson, Haraldur Benediktsson, Haraldur Einarsson, Jón Gunnarsson, Karl Garðarsson, Kristján Þór Júlíusson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason, Willum Þór Þórsson, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir. 

Enginn þessara þingmanna tók til máls og útskýrði hvers vegna ekki skyldi hrófla við ríkisstyrkjum til þeirra sem brjóta gróflega eða ítrekað gegn dýrum.

Í upphaflegu frumvarpi til laga um velferð dýra, sem Steingrímur J. Sigfússon þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra lagði fram árið 2012, var gert ráð fyrir að við brot á lögunum yrði Matvælastofnun heimilt að fella niður opinberar greiðslur til bænda að undangenginni áminningu.

Þetta ákvæði var fellt brott eftir að Bændasamtök Íslands höfðu tekið eindregna afstöðu gegn því, einkum á þeim grundvelli að slíkt fyrirkomulag væri á skjön við búvöru- og búnaðarlög. Á sínum tíma benti atvinnuveganefnd sérstaklega á að kanna mætti við síðara tilefni „t.d. við endurskoðun búnaðar- og búvörulaga og endurnýjun samninga á grundvelli þeirra“ hvort rétt væri að „skapa rými til upptöku úrræðisins“.  Lilja Rafney og Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar í atvinnuveganefnd, telja að nú sé tilefni til þess.

„Það athæfi sem mundi heimila beitingu slíks þvingunarúrræðis felur í sér illa meðferð á dýrum sem einnig kallast dýraníð. 2. minni hluti er sammála þáverandi atvinnuveganefnd sem taldi úrræðið eðlilegt „og í góðu samhengi við þær kröfur sem telja má eðlilegt að gera til gagnaðila ríkisins að samningum sem fela í sér ráðstöfun opinbers fjár“,“ segir í nefndaráliti Lilju Rafneyjar. „2. minni hluti bendir á að nú gefst tækifæri til að innleiða þvingunarákvæði í þessa veru og telur einboðið að nota það. Því leggur 2. minni hluti fram breytingartillögu þess efnis.“ Björt tekur í sama streng í nefndaráliti sínu og segir sjálfsagt og eðlilegt að skilyrða opinberan fjárstuðning við ásættanlega meðferð dýra. 

Kristján Möller, fulltrúi Samfylkingarinnar í atvinnuveganefnd, lagði einnig fram sambærilega tillögu um að veitt yrði heimild til niðurfellingar ríkisstyrkja til þeirra sem fara illa með dýr. „Hér greiðum við atkvæði um tillögu mína um að hafi umráðamaður ítrekað gerst brotlegur við ákvæði laga þessara skuli fella niður opinberar greiðslur í landbúnaði til hans,“ sagði hann í umræðum á þinginu. „Þetta er tillaga sem kom fram á 141. löggjafarþingi í frumvarpinu um velferð dýra. Þetta ákvæði var þá fellt út í meðförum nefndarinnar og því beint skilmerkilega til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins að taka til sérstakrar skoðunar hvort það ætti ekki að taka upp við endurskoðun búnaðar- og búvörulaga og endurnýjun samnings á grundvelli þeirra, sem er það sem við erum að gera í dag. Ráðuneytið hefur ekkert gert í þessu máli og skilaði engri tillögu inn, þess vegna er þessi tillaga flutt hér. Hún hefur áður verið flutt og var frestað, eins og ég hef rakið, með nefndaráliti atvinnuveganefndar og því skora ég á stjórnarþingmenn að samþykkja þessa tillögu hér og nú.“

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, tók í sama streng: „Eins og hér kom fram áðan var ákvæði af þessu tagi inn í upphaflegu frumvarpi um dýravelferð en það var fellt út með þeim rökum að það þyrfti að vera til staðar lagastoð í sérlögunum sem fjölluðu um búvörusamning til þess að þetta mætti framkvæmast. Er þá ekki sjálfgefið að gera það? Eða hver ætlar að standa í þessum ræðustól og rökstyðja þörfina á því að ríkið styrki ár eftir ár með peningum til framleiðslu einhvern sem fer með húsdýr og fer illa með þau? Það getur ekki verið að nokkur vilji hafa þann málstað. Ég skora á hv. atvinnuveganefnd að taka þetta til meðferðar milli 2. og 3. umræðu. Við hljótum að geta sameinast um útfærslu á þessu sem setur betri svip á þessi mál.“ 

23 þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins greiddu hins vegar einnig atkvæði gegn breytingartillögu Kristjáns Möllers. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár