KS hættir að selja Teyg og slítur öllu samstarfi við Arnar Grant
Frásagnir af ofbeldi af hálfu Arnars Grant ollu því að Kaupfélag Skagfirðinga ákvað að hætta framleiðslu á jurtaprótíndrykknum Teyg og taka hann strax úr sölu. Arnar þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið.
Fréttir
Kaupfélagið bætir við sig kvóta með stærstu útgerðinni í Ólafsvík: „Sporin hræða“
Kaupfélag Skagfirðinga hefur eignast meirihluta í einni stærstu útgerðinni á Snæfellsnesi. Kaupfélagið boðar óbreytta útgerð frá Ólafsvík en bæjarstjórinn, Kristinn Jónasson, er smeykur um að útgerðin hætti að gera út í bænum.
Fréttir
Kaupfélagið metur eignarhlutinn í Mogganum á ríflega þrefalt hærra verði en Guðbjörg
Kaupfélag Skagfirðinga hefur á liðnum árum lagt tæplega 400 milljónir króna í útgáfufélag Morgunblaðsins. Öfugt við næst stærsta hluthafann, félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur hefur kaupfélagið hins vegar ekki fært virði hlutabréfa sinna í Morgunblaðinu niður.
FréttirKaupfélagið í Skagafirði
Telur kaupfélagið taka lífsbjörgina af þorpinu: FISK segir upp viðskiptum við þrjú fyrirtæki
Íbúi á Skagaströnd skrifaði gagnrýna grein um útgerð Kaupfélags Skagfirðinga í héraðsfréttablaðið Feyki. Inntak greinarinnar var að útgerðin hefði ekki staðið við loforð gagnvart Skagstrendingum í tengslum við kaup á útgerð bæjarins, meðal annars frystitogaranum Arnari. Mánuði síðar var viðskiptum við þrjú fyrirtæki á Skagaströnd sagt upp.
FréttirFestismálið og fjárfestingar lífeyrissjóðanna
Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild
Almenningshlutafélagið Festi, sem er í meirihlutaeigu lífeyrissjóða, keypti þriggja ára gamalt raforkusölufyrirtæki með tvo starfsmenn á 850 milljónir króna. Stofnandi og stærsti hluthafi fyrirtækisins er Bjarni Ármannsson sem tengist forstjóra Festis, Eggerti Þór Kristóferssyni, og stjórnarformanninum, Þórði Má Jóhannessyni, nánum böndum.
FréttirHlutabótaleiðin
Á meðan eitt fyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga nýtti hlutabótaleiðina vill annað bætur fyrir kvóta
Kjötvinnsla Kaupfélags Skagfirðinga setti starfsmenn á hlutabætur í síðasta mánuði. Eiginfjárstaða kaupfélagsins er 35 milljarðar og á félagið eina stærstu útgerð landsins.
FréttirMakríldómsmál
Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð
Útgerðararmur Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, FISK Seafood, er annar stærsti hluthafi Vinnslustöðvairnnar sem vill skaðabætur frá íslenska ríkinu út af úthlutun á makrílkvótum 2011 til 2018. Útgerðarfélag Kaupfélagsins hóf sjálft makrílveiðar á grundvelli reglugerðanna sem Vinnslustöðin vill fá skaðabætur út af.
Fréttir
Aðilar í sjávarútvegi styrktu ríkisstjórnarflokkana um 11 milljónir
Samherji styrkti Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Vinstri græna alla á síðasta ári. Kaupfélag Skagfirðinga sem á Fisk Seafood gerði slíkt hið sama. Öll helstu sjávarútvegsfyrirtækin á listum yfir styrkveitingar.
FréttirÚtboð í Leifsstöð
Seldi í Leifsstöð fyrir 67 milljónir eftir umdeilt útboð ríkisfyrirtækis
Ársreikningar eignarhaldsfélags sem hefur stundað viðskipti með hlutabréf fyrirtækja í Leifsstöð sýna verðmætin sem liggja undir í rekstrinum. Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi Kaffitárs, leitar enn réttar síns út af útboðinu í Leifsstöð 2014.
FréttirFjölmiðlamál
Útgerðirnar hafa tapað 700 milljónum á Morgunblaðinu á tveimur árum
Kaupfélag Skagfirðinga bætti við hlut sinn í Morgunblaðinu í fyrra. Forstjóra Samherja fannst jákvætt að hafa tapað 325 milljónum á Mogganum því að eigendurnir höfðu áhrif á samfélagsumræðuna.
FréttirTekjulistinn 2019
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri KS hafði rúmar 78 milljónir króna í tekjur á síðasta ári. Langstærstur hluti teknanna voru launatekjur.
MenningKaupfélagið í Skagafirði
Sagan af þögguninni um „mafíuna“ í Skagafirði
Leikstjóri kvikmyndarinnar Héraðssins, Grímur Hákonarson, bjó á Sauðárkróki í nokkrar vikur og safnaði sögum frá Skagfirðingum um Kaupfélag Skagfirðinga þegar hann vann rannsóknarvinnu fyrir myndina. Sagan segir frá því hvenig það er að búa í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem íbúarnir eiga nær allt sitt undir kaupfélaginu á staðnum.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.