KS hættir að selja Teyg og slítur öllu samstarfi við Arnar Grant
Frásagnir af ofbeldi af hálfu Arnars Grant ollu því að Kaupfélag Skagfirðinga ákvað að hætta framleiðslu á jurtaprótíndrykknum Teyg og taka hann strax úr sölu. Arnar þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið.
Fréttir
Kaupfélagið bætir við sig kvóta með stærstu útgerðinni í Ólafsvík: „Sporin hræða“
Kaupfélag Skagfirðinga hefur eignast meirihluta í einni stærstu útgerðinni á Snæfellsnesi. Kaupfélagið boðar óbreytta útgerð frá Ólafsvík en bæjarstjórinn, Kristinn Jónasson, er smeykur um að útgerðin hætti að gera út í bænum.
Fréttir
Kaupfélagið metur eignarhlutinn í Mogganum á ríflega þrefalt hærra verði en Guðbjörg
Kaupfélag Skagfirðinga hefur á liðnum árum lagt tæplega 400 milljónir króna í útgáfufélag Morgunblaðsins. Öfugt við næst stærsta hluthafann, félag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur hefur kaupfélagið hins vegar ekki fært virði hlutabréfa sinna í Morgunblaðinu niður.
FréttirKaupfélagið í Skagafirði
Telur kaupfélagið taka lífsbjörgina af þorpinu: FISK segir upp viðskiptum við þrjú fyrirtæki
Íbúi á Skagaströnd skrifaði gagnrýna grein um útgerð Kaupfélags Skagfirðinga í héraðsfréttablaðið Feyki. Inntak greinarinnar var að útgerðin hefði ekki staðið við loforð gagnvart Skagstrendingum í tengslum við kaup á útgerð bæjarins, meðal annars frystitogaranum Arnari. Mánuði síðar var viðskiptum við þrjú fyrirtæki á Skagaströnd sagt upp.
FréttirFestismálið og fjárfestingar lífeyrissjóðanna
Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild
Almenningshlutafélagið Festi, sem er í meirihlutaeigu lífeyrissjóða, keypti þriggja ára gamalt raforkusölufyrirtæki með tvo starfsmenn á 850 milljónir króna. Stofnandi og stærsti hluthafi fyrirtækisins er Bjarni Ármannsson sem tengist forstjóra Festis, Eggerti Þór Kristóferssyni, og stjórnarformanninum, Þórði Má Jóhannessyni, nánum böndum.
FréttirHlutabótaleiðin
Á meðan eitt fyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga nýtti hlutabótaleiðina vill annað bætur fyrir kvóta
Kjötvinnsla Kaupfélags Skagfirðinga setti starfsmenn á hlutabætur í síðasta mánuði. Eiginfjárstaða kaupfélagsins er 35 milljarðar og á félagið eina stærstu útgerð landsins.
FréttirMakríldómsmál
Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð
Útgerðararmur Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, FISK Seafood, er annar stærsti hluthafi Vinnslustöðvairnnar sem vill skaðabætur frá íslenska ríkinu út af úthlutun á makrílkvótum 2011 til 2018. Útgerðarfélag Kaupfélagsins hóf sjálft makrílveiðar á grundvelli reglugerðanna sem Vinnslustöðin vill fá skaðabætur út af.
Fréttir
Aðilar í sjávarútvegi styrktu ríkisstjórnarflokkana um 11 milljónir
Samherji styrkti Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Vinstri græna alla á síðasta ári. Kaupfélag Skagfirðinga sem á Fisk Seafood gerði slíkt hið sama. Öll helstu sjávarútvegsfyrirtækin á listum yfir styrkveitingar.
FréttirÚtboð í Leifsstöð
Seldi í Leifsstöð fyrir 67 milljónir eftir umdeilt útboð ríkisfyrirtækis
Ársreikningar eignarhaldsfélags sem hefur stundað viðskipti með hlutabréf fyrirtækja í Leifsstöð sýna verðmætin sem liggja undir í rekstrinum. Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi Kaffitárs, leitar enn réttar síns út af útboðinu í Leifsstöð 2014.
FréttirFjölmiðlamál
Útgerðirnar hafa tapað 700 milljónum á Morgunblaðinu á tveimur árum
Kaupfélag Skagfirðinga bætti við hlut sinn í Morgunblaðinu í fyrra. Forstjóra Samherja fannst jákvætt að hafa tapað 325 milljónum á Mogganum því að eigendurnir höfðu áhrif á samfélagsumræðuna.
FréttirTekjulistinn 2019
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri KS hafði rúmar 78 milljónir króna í tekjur á síðasta ári. Langstærstur hluti teknanna voru launatekjur.
MenningKaupfélagið í Skagafirði
Sagan af þögguninni um „mafíuna“ í Skagafirði
Leikstjóri kvikmyndarinnar Héraðssins, Grímur Hákonarson, bjó á Sauðárkróki í nokkrar vikur og safnaði sögum frá Skagfirðingum um Kaupfélag Skagfirðinga þegar hann vann rannsóknarvinnu fyrir myndina. Sagan segir frá því hvenig það er að búa í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem íbúarnir eiga nær allt sitt undir kaupfélaginu á staðnum.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.