Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð

Út­gerð­ar­arm­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á Sauð­ár­króki, FISK Sea­food, er ann­ar stærsti hlut­hafi Vinnslu­stöðvairnn­ar sem vill skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu út af út­hlut­un á mak­ríl­kvót­um 2011 til 2018. Út­gerð­ar­fé­lag Kaup­fé­lags­ins hóf sjálft mak­ríl­veið­ar á grund­velli reglu­gerð­anna sem Vinnslu­stöð­in vill fá skaða­bæt­ur út af.

Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð
Þriðja stærsta útgerðin FISK Seafood, útgerðararmur Kaupfélags Skagfirðinga, er orðin þriðja stærsta útgerð landsins miðað við aflaheimildir. Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri KS.

Kaupfélag Skagfirðinga hóf veiðar á makríl í gegnum útgerðarfélag sitt á grundvelli  reglugerðar sem Jón Bjarnason setti um makrílveiðar árið 2011. Þessar veiðar útgerðar kaupfélagsins, FISK Seafood, leiddu til þess að félagið fékk veiðireynslu á þessari tegund sem skapaði grunninn að kvótaúthlutun á makríl til þess í fyrra. Kvóti FISK Seafood er tæplega 1,7 prósent af makrílkvótanum og er markaðsverð þessa kvóta vel á annan milljarð króna.

Þessi sama útgerð Kaupfélags Skagfirðinga, FISK Seafood, á einnig þríðjungshlut í Vinnslustöðinni í Vestmanneyjum sem er önnur af tveimur útgerðum sem ætlar að halda skaðabótakröfu sinni á hendur íslenska ríkinu út af makrílúthlutuninni til fyrirtækisins á árunum 2011 til 2018.  Hin er Huginn ehf. sem Vinnslustöðin á raunar tæpan helming í. Þetta er sama reglugerð og gerði FISK Seafood, og fleiri útgerðum, kleift að hefja makrílveiðar á sínum tíma.  

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði við Stundina í gær að meirihluti stjórnar Vinnslustöðvarinnar væri hlynntur því að  halda skaðabótamálinu gegn ríkinu til streitu og krefjast fundar með forsvarsmönnum ríkistjórnarinnar út af málinu. FISK Seafood á fulltrúa í stjórn Vinnslustöðvarinnar, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóra. Ekki liggur fyrir hvaða stjórnarmaður, eða stjórnarmenn, það eru hjá Vinnslustöðinni sem eru ekki fylgjandi því að skaðabótamálinu  verði haldið til streitu. 

„Þess vegna set ég þessa reglugerð um að myndum nota allan flotann: smábáta, ísfisksbáta og frystitogara til að veiða makríllinn“

Þannig má segja að Kaupfélag Skagfirðinga geti hagnast á setningu reglugerðarinnar með tvenns konar hætti. Annars vegar sökum þess að reglugerðin gerði FISK Seafood kleift að hefja makrílveiðar á sínum  tíma og hins vegar vegna þess að FISK  Seafood er stór hluthafi í Vinnslustöðinni og ef útgerðin fær á endanum skaðabætur frá íslenska ríkinu þá hagnast kaupfélagið óbeint á því. 

Markmiðið var að hleypa útgerðum eins og FISK að

Stuðst var við umrædda reglugerð sem ráðherra sjávarútvegsmála endurnýjaði á hverju ári fram til 2018 þar til makríll var kvótasettur í fyrra. Eins og Jón Bjarnason hefur lýst þá var markmiðið með reglugerðinni 2011 meðal annars að hleypa fleiri útgerðum, meðal annars FISK Seafood,  að makrílnum. 

„Við stóðum í miðju efnahagshruni og með þessu vildum við líka efla atvinnu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði hér atvinnuleysi upp á 15 til 20 prósent. Þess vegna set ég þessa reglugerð um að myndum nota allan flotann: smábáta, ísfisksbáta og frystitogara til að veiða makríllinn og að jafnframt væri gert skilyrði að allur kvótinn færi til manneldis þannig að allur aflinn kæmi hér í land til vinnslu. Í þessu fólst ekki að þessar útgerðir hefðu einhvern varanlegan, lagalegan rétt á makrílkvóta,“ sagði Jón við Stundina fyrir skömmu. 

„Í þessu fólst ekki að þessar útgerðir hefðu einhvern varanlegan, lagalegan rétt á makrílkvóta“

Þær útgerðir sem veitt höfðu fiskinn á árunum þar á undan höfðu fyrst og fremst brætt fiskinn í dýrafóður jafnvel þó þrisvar sinnum hærra verð fáist fyrir hann þegar hann er notaður í manneldi. Einungis 5 prósent af makrílnum sem veiddist á Íslandi árið 2007 fór í manneldi. Útgerðirnar sem veiddu makrílinn með þessum hætti eru þær sjö sem stefndu ríkinu. FISK var ekki þar á meðal af því fyrirtækið stundaði ekki þessar veiðar. 

Nú er makrílkvóta úthlutað til útgerða ár hvert  á grundvelli veiðireynslu áranna fram að 2019 og hafa bæði Vinnslustöðin og FISK Seafood ráðstöfunarrétt yfir hluta þess kvóta, Vinnslustöðin er kvótahæsta útgerðin, með 15,6 prósent, og FISK Seafood er með tæpt 1.7 prósent enda   hefur FISK fyrst og fremst verið bolfiskútgerð í gegnum árin. Kvóti VInnslustöðvarinnar er tæplega 14 milljarða króna virði og kvóti FISK er meira en milljarðs króan virði miðað við áætlað söluverð.

Stefnan lögð fram eftir að FISK keypti

Stefna Vinnslustöðvarinnar  í skaðabótamálinu gegn íslenska ríkinu var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember í fyrra.

Vefmiðilinn Kjarninn birti stefnu fyrirtækisins fyrir nokkrum dögum en miðillinn hafði reynt að fá stefnur útgerðanna sjö frá íslenska ríkinu um langt skeið. Eftir að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra birti svar um stefnufjárhæðirnar í málinu á vef Alþingis fyrr í apríl fékk Kjarninn loks stefnurnar.

Eins  og segir í stefnunni þá hefði Vinnslustöðin átt að fá úthlutaðan kvóta út frá veiðireynslu áranna fyrir 2011 á árunum þar á eftir. Þetta hafi ekki verið gert og í stað þess að fá úthlutað 10,03 prósent makrílkvótans á árunum 2011 til  2018 hafi félagið einungis fengið 8,27 til 8,75 prósent kvótans.

Fyrir þetta vill Vinnslustöði fá 982 milljóna króna skaðabætur.  Óbein hlutdeild FISK Seafood og Kaupfélags Skagfirðinga í þessari bótakröfu er meira en 300 milljónir króna.

Stefna félagins var lögð fram eftir að FISK Seafood keypti hlutabréfin í Vinnslustöðinni af   félagi í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem kenndur er við Brim, árið 2018. Kaupverðið var 9,4 milljarðar króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Makríldómsmál

Kenning um spillingu Kristjáns Þórs í makrílmáli sett fram í Hæstarétti
SkýringMakríldómsmál

Kenn­ing um spill­ingu Kristjáns Þórs í mak­r­íl­máli sett fram í Hæsta­rétti

Fé­lag mak­ríl­veiðimanna hef­ur stað­ið í dóms­máli við ís­lenska rík­ið sem bygg­ir á að því hafi ver­ið mis­mun­að við kvóta­setn­ingu mak­ríls ár­ið 2019. Sam­kvæmt mála­til­bún­aði fé­lags­ins gerði rík­ið bak­samn­ing við nokkr­ar stór­ar út­gerð­ir um að þær fengju meiri mak­ríl­kvóta þeg­ar hann var kvóta­sett­ur 2019 gegn því að sleppa því að fara í mál við rík­ið vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018.
Huginn hyggst sækja bætur þó fimm útgerðir hafi hætt við: „Minn hugur er að klára þetta“
FréttirMakríldómsmál

Hug­inn hyggst sækja bæt­ur þó fimm út­gerð­ir hafi hætt við: „Minn hug­ur er að klára þetta“

Páll Þór Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Hug­ins ehf. í Eyj­um, seg­ir að hans skoð­un í dag sé að út­gerð­in sæki áfram skaða­bæt­ur til rík­is­ins í mak­r­íl­mál­inu. Hæstirétt­ur kvað upp dóm í árs­lok 2018 þess efn­is að Hug­inn hefði orð­ið fyr­ir fjár­tjóni við út­hlut­un á mak­ríl 2011 til 2018. 5 af 7 út­gerð­um hafa hætt við skaða­bóta­mál­in en Hug­inn og Vinnslu­stöð­in ráða ráð­um sín­um.
Fjórar af útgerðunum sjö sem vilja milljarða í bætur frá ríkinu hafa ekki nýtt sér hlutabótaleiðina
FréttirMakríldómsmál

Fjór­ar af út­gerð­un­um sjö sem vilja millj­arða í bæt­ur frá rík­inu hafa ekki nýtt sér hluta­bóta­leið­ina

Að minnsta kosti fjór­ar af út­gerð­un­um sjö sem vilja fá 10 millj­arða í skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu hafi ekki nýtt sér rík­is­að­stoð­ina hluta­bóta­leið­ina í rekstri sín­um. Skaða­bóta­kröf­urn­ar hafa vak­ið mikla at­hygli og við­brögð og gæti mál­ið tek­ið mörg ár í dóms­kerf­inu.
Útgerðirnar sem krefjast bóta fengu 50 milljarða makrílkvóta frá ríkinu
FréttirMakríldómsmál

Út­gerð­irn­ar sem krefjast bóta fengu 50 millj­arða mak­ríl­kvóta frá rík­inu

Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, seg­ir að ákvörð­un sjö út­gerða að krefjast skaða­bóta út af út­hlut­un á mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018 sé „gjör­sam­lega sið­laus“. Jón setti reglu­gerð­ina sem kvóta­út­hlut­un­in byggði á áð­ur en mak­ríll­inn var kvóta­sett­ur í fyrra­sum­ar.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár