Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Jón um makrílmálið: LÍÚ taldi sig „eiga fiskinn syndandi í sjónum“

Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, þar sem hann lýs­ir því hversu erf­ið­lega hon­um gekk að eiga við LÍÚ og ís­lensk­ar stór­út­gerð­ir þeg­ar hann var ráð­herra. Hann skrif­ar heil­síðu­grein um mak­r­íl­mál­ið í Morg­un­blað­ið.

Jón um makrílmálið: LÍÚ taldi sig „eiga fiskinn syndandi í sjónum“
Tilkall útgerðanna var mikið Jón ræðir um það í greininni hvað tilkalla útgerðanna var mikið; að þær hafi talið sig eiga tröppurnar í ráðuneytinu og auðvitað óveiddan fiskinn í sjónum. Mynd: Pressphotos

„Það var mjög sérstakt að koma inn í sjávarútvegsráðuneytið á þessum tíma. „Dugnaðarforkarnir“ sem stýrðu LÍÚ töldu sig eiga fiskinn syndandi í sjónum, tröppurnar í ráðuneytinu og stólana við fundarborðið eins og áður,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður VG og sjávarútvegsráðherra, í grein um makrílmálið svokallaða í Morgunblaðinu í dag.

Jón var sjávarútvegsráðherrann sem setti reglugerðirnar sem sjö íslenskar útgerðir kröfðust 10 milljarða skaðabóta út af vegna úthlutunar á makríl á árunum 2011 til 2018. Fimm af útgerðunum hafa nú þegar dregið skaðabótakröfur sínar á hendur íslenska ríkinu til baka. Tvær útgerðir hafa hins vegar ákveðið að halda málinu til streitu, Vinnslustöðin í Vestmanneyjum og Huginn. 

„Mikið vill meira segir gamall málsháttur“

Grein Jóns er afhjúpandi meðal annars vegna þess andrúmslofts sem Jón lýsir að hann hafi gengið inn í þegar hann varð sjávarútvegsráðherra; andrúmsloft sem var gegnumsýrt af freku margra útgerða, líkt og tilvitnunin í Jón hér að ofan lýsir. „Mikið vill meira segir gamall málsháttur,“ segir Jón líka á öðrum stað í greininni þegar hann lýsir heimtufrekju útgerðanna. 

Lýsir frekju og yfirgangiJón Bjarnason lýsir frekju og yfirgangi útgerða og LÍÚ og tilkalli þessara aðila til að slá eign sinni á fiskinn í sjónum.

Gagnrýnir Hæstarétt

Í greininni lýsir Jón sýn sinni á þetta mál sem mikið hefur verið til umræðu í íslensku samfélagi á liðnum vikum og kveikt upp umræðuna um eðli kvótakerfisins og réttlæti í miðjum COVID-faraldrinum. Í tengslum við málið sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til dæmis að kvótakerfið væri ekki „náttúrlögmál“ heldur „mannanna verk“ og ýjaði að því að vel væri hægt að breyta því ef svo bæri undir. 

Ástæða þess að málið kemur upp núna er að Kristján Þór Júlíusson, núverandi sávarútvegsráðherra, birti svar við spurningu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á vef Alþingis.  

Jón var sá sem bar ábyrgð á reglugerðunum og því var það hann sem var pólitískt ábyrgur fyrir því þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi tveimur af útgerðunum sjö í hag í málinu í lok árs 2018.  Niðurstaða Hæstaréttar var að útgerðirnar tvær hefðu orðið fyrir fjártjóni út af embættisfærslum Jóns Bjarnasonar vegna þess að þær hafi ekki fengið úthlutað nægilega miklum makrílkvóta á árunum 2011 til 2018 út frá veiðireynslu áranna á undan. Markmið Jóns, eins og hann lýsir í greininni, var hins vegar að hleypa fleiri og minni útgerðum að makrílnum en ekki bara þeim „bræðsluútgerðum“ sem höfðu veitt og brætt makríl niður í „guanó“ (dýrafóður) árin þar á undan. 

 Jón segir hins vegar í grein sinni í Morgunblaðinu að hann sé og hafi verið ósammála þessum dómi. Telur Jón að Hæstiréttur Íslands hafi í því dæmt „gegn þjóðarhag“: „Það er mín skoðun að hæstiréttur hafi brugðist þjóðinni í þessu máli og gengið í lið með einstökum „kvótagreifum“ og dæmt gegn þeirri lagagrein sem honum bar fyrst og fremst að horfa til, það er: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Þessi dómur sýnir fram á hversu andstæð lagatúlkun getur verið hagsmunum þjóðarinnar.“

Telur sig hafa breytt rétt

Jón segir í greininni að þær útgerðir sem hafi reynst honum erfiðustar þegar hann var ráðherra gangi nú frá makrílmálinu án þess að hafa haft neitt upp úr því.   „Þær útgerðir sem reyndust mér erfiðastar á sínum tíma ganga nú frá borði með „öngulinn í rassinum“ eins og sagt er, hvort sem þær gefa frá sér þessar bótakröfur vegna makríls eða ekki. Þær eiga líka eftir að sanna tjón sitt vegna reglugerðarinnar sem er þeim ekki svo auðvelt,“ segir Jón en eins og áður segir hafa Vinnslustöðin og Huginn ekki horfið frá kröfum sínum. 

„Þær útgerðir sem reyndust mér erfiðastar á sínum tíma ganga nú frá borði með „öngulinn í rassinum“ 

Jón er ennþá á þeirri skoðun, þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um tjón Ísfélagsins og Hugins, að ákvarðanir hans um að setja reglugerðirnar hafi verið réttar. „Það er staðföst skoðun mín að aðgerðir sjávarútvegsráðuneytisins á þessum örlagatímum – þar með talið varðandi makrílveiðar – hafi átt drjúgan þátt í því að leiða þjóðina út úr þrengingum fjármálahrunsins. Samkvæmt opinberum tölum urðu til um 2.000 ný ársstörf beint í sjávarútvegi og fiskvinnslu á árunum 2009 til 2012 sem þýðir margfalt fleiri störf yfir sumartímann þegar verkefni skorti. Auk þess varð til fjöldi afleiddra starfa við breytta tækni- og fagvinnu. Það er sá minnisvarði sem ég vona að standi – óbrotgjarn – um tíð mína sem sjávar- útvegsráðherra. Hins vegar vil ég með þessari stuttu grein gefa lesendum færi á að dæma sjálfir. Mætti ef til vill horfa til þessarar nálgunar minnar við nýtingu náttúruauðlinda landsins í þeim þrengingum sem þjóðin nú stendur frammi fyrir,“ segir Jón. 

Eitt af því sem Jón nefnir sérstaklega er að reglugerðirnar sem hann setti hafi gert það að verkum að 90 prósent makrílsins hafi í kjölfarið verið veiddur og nýttur til manneldis en ekki bræddur í guanó og að þetta hafi falið í sér aukna verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið. Hann segir að þrisvar sinnum hærra verð fáist fyrir makrílinn þegar hann er nýttur til manneldis en sem dýrafóður. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Makríldómsmál

Kenning um spillingu Kristjáns Þórs í makrílmáli sett fram í Hæstarétti
SkýringMakríldómsmál

Kenn­ing um spill­ingu Kristjáns Þórs í mak­r­íl­máli sett fram í Hæsta­rétti

Fé­lag mak­ríl­veiðimanna hef­ur stað­ið í dóms­máli við ís­lenska rík­ið sem bygg­ir á að því hafi ver­ið mis­mun­að við kvóta­setn­ingu mak­ríls ár­ið 2019. Sam­kvæmt mála­til­bún­aði fé­lags­ins gerði rík­ið bak­samn­ing við nokkr­ar stór­ar út­gerð­ir um að þær fengju meiri mak­ríl­kvóta þeg­ar hann var kvóta­sett­ur 2019 gegn því að sleppa því að fara í mál við rík­ið vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018.
Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð
FréttirMakríldómsmál

Kaup­fé­lag­ið fékk mak­ríl­kvóta vegna reglu­gerð­ar Jóns og á út­gerð sem krefst skaða­bóta út af sömu reglu­gerð

Út­gerð­ar­arm­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á Sauð­ár­króki, FISK Sea­food, er ann­ar stærsti hlut­hafi Vinnslu­stöðvairnn­ar sem vill skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu út af út­hlut­un á mak­ríl­kvót­um 2011 til 2018. Út­gerð­ar­fé­lag Kaup­fé­lags­ins hóf sjálft mak­ríl­veið­ar á grund­velli reglu­gerð­anna sem Vinnslu­stöð­in vill fá skaða­bæt­ur út af.
Huginn hyggst sækja bætur þó fimm útgerðir hafi hætt við: „Minn hugur er að klára þetta“
FréttirMakríldómsmál

Hug­inn hyggst sækja bæt­ur þó fimm út­gerð­ir hafi hætt við: „Minn hug­ur er að klára þetta“

Páll Þór Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Hug­ins ehf. í Eyj­um, seg­ir að hans skoð­un í dag sé að út­gerð­in sæki áfram skaða­bæt­ur til rík­is­ins í mak­r­íl­mál­inu. Hæstirétt­ur kvað upp dóm í árs­lok 2018 þess efn­is að Hug­inn hefði orð­ið fyr­ir fjár­tjóni við út­hlut­un á mak­ríl 2011 til 2018. 5 af 7 út­gerð­um hafa hætt við skaða­bóta­mál­in en Hug­inn og Vinnslu­stöð­in ráða ráð­um sín­um.
Fjórar af útgerðunum sjö sem vilja milljarða í bætur frá ríkinu hafa ekki nýtt sér hlutabótaleiðina
FréttirMakríldómsmál

Fjór­ar af út­gerð­un­um sjö sem vilja millj­arða í bæt­ur frá rík­inu hafa ekki nýtt sér hluta­bóta­leið­ina

Að minnsta kosti fjór­ar af út­gerð­un­um sjö sem vilja fá 10 millj­arða í skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu hafi ekki nýtt sér rík­is­að­stoð­ina hluta­bóta­leið­ina í rekstri sín­um. Skaða­bóta­kröf­urn­ar hafa vak­ið mikla at­hygli og við­brögð og gæti mál­ið tek­ið mörg ár í dóms­kerf­inu.
Útgerðirnar sem krefjast bóta fengu 50 milljarða makrílkvóta frá ríkinu
FréttirMakríldómsmál

Út­gerð­irn­ar sem krefjast bóta fengu 50 millj­arða mak­ríl­kvóta frá rík­inu

Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, seg­ir að ákvörð­un sjö út­gerða að krefjast skaða­bóta út af út­hlut­un á mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018 sé „gjör­sam­lega sið­laus“. Jón setti reglu­gerð­ina sem kvóta­út­hlut­un­in byggði á áð­ur en mak­ríll­inn var kvóta­sett­ur í fyrra­sum­ar.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár