Mál útgerðanna sjö sem stefndu íslenska ríkinu til greiðslu skaðabóta upp á rúma 10 milljarða króna vegna úthlutunar á makrílkvóta hefur, í miðjum COVID-faraldrinum, vakið umræðuna um kvótakerfið: Kosti kerfisins og galla, réttlæti þess og ranglæti. Umræðan um kvótakerfið og eðli þess er auðvitað viðvarandi í íslensku samfélagi en síðustu vikurnar hafa fá önnur tíðindi en fréttir af COVID-19 fengið verulega athygli.
Svo komst mál útgerðanna sjö í hámæli þegar Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra birti svar um stefnur þeirra og skaðabótakröfur á vef Alþingis.
Í kjölfarið fóru fram harðar umræður um málið á Alþingi, meðal annars þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti makrílmálið í samhengi við eðli kvótakerfisins sem slíks um leið og hann gagnrýndi kröfur útgerðanna: „Fiskveiðistjórnunarkerfið okkar er ekki náttúrulögmál. Það er mannanna verk. Aðgangur að auðlindinni, stjórnun veiðanna, hvernig við viljum tryggja sjálfbærni veiðanna, hvaða gjald við ætlum að taka í veiðigjald. Þetta eru allt mál sem …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
3.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir