Stærsta tjónið í íslensku laxeldi: „Þetta eru mikil tíðindi og váleg“
Stærsta tjón vegna sjúkdóma sem hefur komið upp í íslensku sjókvíaeldi leiddi til þess að slátra þurfti tæplega tveimur milljónum laxa hjá Löxum fiskeldi. ISA-veira lagði laxeldi í Færeyjum og Síle í rúst en það var svo byggt upp aftur. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, segir að fyrirtækið muni læra af reynslunni og auka smitvarnir.
FréttirLaxeldi
Fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings gefur ekki upp hvort hann ætli að vinna fyrir laxeldisfyrirtæki
Gauti Jóhannesson, fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings á Austurlandi, segir að hann telji að hann þurfi ekki að gefa það upp, þó hann sé kjörinn fulltrúi, hvort hann ætli sér að hefja störf fyrir laxeldisfyrirtæki á Austurlandi. Gauti var meðal annars í viðtali í Speglinum á RÚV á þriðjudaginn þar sem hann ræddi laxeldi og skipulagsmál og þá kröfu Múlaþings að fá óskorað vald til að skipuleggja sjókvíaeldi í fjörðum sveitarfélagsins.
Fréttir
5
Sauðfjárbóndi segir ekkert upp úr búskapnum að hafa
Verð á áburði hefur því sem næst tvöfaldast milli ára. Kostnaðarauki fyrir bændur vegna þess nemur 2,5 milljörðum króna. Gróa Jóhannsdóttir, sauðfjárbóndi í Breiðdal, segir áburðarkaup éta upp 60 prósent þess sem hún fær fyrir innlegg sitt í sláturhús. „Það er í raun bilun í manni að vera að standa í þessu.“
FréttirAurskriða á Seyðisfirði
Íbúi á Seyðisfirði gagnrýnir verkferla við rýmingu vegna hættustigsins
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, íbúi á Seyðisfirði sem hefur þurft að rýma húsið sitt vegna hættustigs og dvelja í félagsheimilinu á staðnum, segist upplifa skort á upplýsingaflæði til íbúa varðandi stöðuna sem geri það að verkum að hún upplifir enn meiri óvissu og ótta en þann sem stafi af náttúrunni.
FréttirTekjulistinn 2021
Forstjóri Eskju skattakóngur Austurlands
Þorsteinn Kristjánsson greiddi hæsta skatta á Austurlandi á síðasta ári. Hæstar tekjur hafði Svana Guðlaugsdóttir á Eskifirði.
MenningMetoo
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
FréttirAurskriða á Seyðisfirði
„Við erum öll í sjokki“
Risastór aurskriða féll á fjölda húsa á Seyðisfirði og hreif þau með sér um þrjú leytið í dag. Fólk mun hafa verið á svæðinu þegar skriðan féll. Óljóst er hvort einhver lenti í flóðinu. „Það er eins og fjallið hafi komið allt niður,“ segir íbúi.
Fréttir
Aurflóðið á Seyðisfirði kom ekki á óvart og hætta er á meiru
Nýtt og útvíkkað hættumat sýndi fram á forsögulegar skriður sem náðu yfir núverandi bæjarstæði Seyðisfjarðar.
FréttirLaxeldi
Íslenska ríkið gefur Fiskeldi Austfjarða leyfi til laxeldis sem skipta um hendur fyrir milljarða í Noregi
Íslenska laxeldisfyrirtækið, Fiskeldi Austfjarða, verður skráð á markað í Noregi. Ætlað markaðsvirði félagsins er nú þegar tvöfalt hærra en það var fyrir tveimur árum. Þeir sem hagnast á viðskiptunum eru norsk laxeldisfyrirtæki sem sáu hagnaðartækifæri í laxeldi á Íslandi.
ÚttektCovid-19
Hvernig saga Eskju sýnir brestina í kvótakerfinu
Makrílmálið, skaðabótamál útgerðanna sjö gegn íslenska ríkinu, hefur kveikt upp hina áratugalöngu umræðu um kvótakerfið og réttlæti þess. Ein af útgerðunum sem vildi skaðabætur frá ríkinu var Eskja á Eskifirði. Saga þeirrar útgerðar, stórfelldur hagnaður hluthafa sem hafa selt sig út úr henni, framleiga á þorskskvóta og leigutekjur af honum sem og gefins makrílkvóti upp á 7 milljarða opinbera eiginleika í kvótakerfinu sem margir telja gagnrýniverða.
Fréttir
Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum
James Ratcliffe segir frumvörp sem hafa áhrif á landareign sína á Austurlandi og samþjöppun veiðiréttinda vera brot á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Varar hann við flóknum og tímafrekum málaferlum vegna ákvarðana ráðherra.
Aðsent
Við erum hér líka
Varð fyrir torkennilegum veikindum sem hann losnar ekki við
Unnar Erlingsson fékk flensu, sem fór aldrei að fullu. Hann þarf að lifa af sparnaðinum, því hann hefur ekki fengið örorkumat.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.