Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Við erum öll í sjokki“

Risa­stór aur­skriða féll á fjölda húsa á Seyð­is­firði og hreif þau með sér um þrjú leyt­ið í dag. Fólk mun hafa ver­ið á svæð­inu þeg­ar skrið­an féll. Óljóst er hvort ein­hver lenti í flóð­inu. „Það er eins og fjall­ið hafi kom­ið allt nið­ur,“ seg­ir íbúi.

„Við erum öll í sjokki“
Frá Seyðisfirði í nótt Húsið sem skriðan féll á í nótt er gjörónýtt. Mynd: Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson

Gríðarleg eyðilegging er á Seyðisfirði eftir að aurskriður féllu núna um miðjan daginn. Björgunarsveitir af öllu Austurlandi eru á leiðinni á Seyðisfjörð, sem og lögreglumenn frá Akureyri og Reykjavík. 

Ekki er vitað fyrir víst hvort einhver varð fyrir skriðunni, en vonast er til að svo sé ekki. Í tilkynningu frá almannavörnum klukkan 16.04 segir að stefnt sé að því að rýma Seyðisfjörð: „Allir íbúar og aðrir á Seyðisfirði eru beðnir um að mæta í félagsheimilið Herðubreið og gefa sig fram í fjöldahjálparstöð eða hringja í síma 1717. Stefnt er að því að Seyðisfjörður verði rýmdur.“

Skriðan lenti á fleiri húsum 

Stundin náði sambandi við Aðalheiði Borgþórsdóttur, íbúa á Seyðisfirði og fyrrverandi bæjarstjóra, klukkan 15:33. Aðalheiður var í miklu uppnámi í símtalinu en greindi blaðamanni frá því að ekki væri vitað hvort allir væru óhultir, það væri þó haldið.

Skriðan lenti á fleiri, fleiri húsum segir Aðalheiður. „Það er eins og fjallið hafi komið allt niður. Ég er bara í sjokki eftir að hafa horft á þetta, þetta er rosalegt. Við erum öll í sjokki, ég veit ekki hvað ég á að segja þér.“

Risastór aurskriða féll á Seyðisfirði um þrjúleytið og hreif með sér hús. Skriðan sem er talin vera jafnvel enn stærri en þær sem þegar hafa fallið kom á húsin var fólk á svæðinu, þó ekki sé ljóst hvort það var innandyra.  

Á fjórða tímanum ræddi Stundin við annan íbúa á Seyðisfirði, Páll Thamrong Snorrason, sem lýsti því svo að gríðarlegar drunur hefðu fylgt með skriðufallinu. Miklar truflanir voru á símtalinu og sagði Páll að það væri líklega vegna þess að allt rafmagn væri farið af bænum. Með það slitnaði símtalið.

Biðja fólk um að gefa sig fram 

Uppfært klukkan 15:42

Jóhann K. Jóhannsson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra sagði í samtali við Stundina að skriðan hefði komið á nokkurn fjölda húsa, og hefði hrifið að minnsta kosti eitt þeirra með sér. Ekki væri vitað til þess að nein hefði lent í skriðunni en það væri þó ekki staðfest að svo hefði ekki verið. Búið væri að stækka rýmingarsvæðið á Seyðisfirði verulega.

„Rýmingarsvæðið nær til Botnahlíðar, Bröttuhlíðar, Múlavegs, Túngötu að hluta til, Miðtúns að hluta til, Brekkuvegs, Baugsvegs, Austurgötu að hluta, Hafnargötu og Fossagötu. Fólk sem býr á þessu svæði er beðið að gefa sig fram í fjöldarhjálpastöðina í Herðubreið á Seyðisfirði,“ segir Jóhann. 

„Ég skelf ennþá“

Búið er að kalla út björgunarsveitir af öllu Austurlandi og eru þær á leiðinni niður á Seyðisfjörð. „Það eru lögreglumenn á leiðinni annars vegar af Akureyri og hins vegar úr Reykjavík austur, með flugi og akandi,“ segir Jóhann enn fremur.

Eyðileggingin gríðarleg

Uppfært klukkan 15:54

Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurfréttar, er á Seyðisfirði. Í stuttu samtali við Stundina sagði hann eyðilegginguna gríðarlega. Í frétt sem Gunnar setti inn á vef Austurfréttar segir að fleiri en ein skriða hafi fallið, meðal annars á Tækniminjasafn Austurlands sem stendur utarlega í bænum. Eitt íbúðarhús er ónýtt og stóð það við Búðará. Gríðarlegur viðbúnaðar er á svæðinu og björgunarsveitarfólk og viðbragðsaðilar uppteknir við aðgerðir svo erfiðlega gengur að ná tali af þeim. 

„Ég skelf ennþá“

Uppfært klukkan 16:11

Stundin náði sambandi við Gunnar á nýjan leik um klukkan fjögur. „Hér eru bara allir í losti. Ég skelf ennþá, maður er hræddur um fólkið og það er verst. Það fylgdu ofboðslegar drunur þessum skriðuföllum sem stóðu lengi yfir, að því er mér leið í einhverjar mínútur.“

Gunnar segir að búið sé að biðja alla sem staddir eru á Seyðisfirði að gefa sig fram í fjöldahjálparmiðstöð í Herðubreið, ekki bara þá sem eru búsettir á rýmingarsvæðunum. „Það er verið að reyna að ná manntali, það er verið að reyna að ná utan um þetta. Það er ennþá óstaðfest hvort allir séu óhultir.“

„Menn eru bara að reyna að ná utan um þetta.“

Eins og greint er frá hér að ofan er búið að kalla út björgunarsveitir af öllu Austurlandi til aðstoðar niður á Seyðisfirði. „Það er að berast aðstoð, ég sá að lögreglan ofan af Héraði var að renna inn í bæinn í þessu og það eru bara allir sem geta á leiðinni til að aðstoða,“ segir Gunnar.

Ennþá er úrhellisúrkoma á Seyðisfirði og von á að það bæti enn meira í hana samkvæmt spám. Um hálfþrjú byrjað að bæta verulega í frá því sem verið hafði að sögn Gunnars. Hann segir að erfitt sé að segja til um hvernig sé umhorfs í bænum. „Það er myrkur yfir og rafmagn farið af ytri hluta bæjarins, frá Fjarðaánni og út eftir. Menn vita ekkert hvert umfangið er, menn eru hræddir um Tækniminjasafnið og hús í nágrenninu. Ég hitti mann áðan sem sagði að það væru farin hús þar. Menn eru bara að reyna að ná utan um þetta.“

Unnið að því að skrásetja fólkVerið er að ná utan um hverjir er á staðnum.

„Ég gat varla talað“

Uppfært klukkan 16:36

Stundin heyrði í Hönnu Kristel sem býr á Fossagötu á Seyðisfirði, einni af þeim götum sem hafa verið rýmdar. „Ég satt best að segja veit ekki hver staðan er, það er mjög erfitt að átta sig á þessu. Ég heyri núna í þyrlu hér fyrir ofan okkur, þetta er bara hræðilegt. Ég er í áfalli, ég gat varla talað áðan. Maður veit ekkert hvað gerist.

„Ég er í áfalli, ég gat varla talað áðan“

Ég á sjálf hús á sem er á hættusvæði, á Fossagötu. Ég fór strax úr því á þriðjudag, rýmdi það, eftir að ég horfði á fyrstu skriðuna koma. Við vorum til að byrja með á Póst hostel, í gamla pósthúsinu á horninu á Hafnargötu og Austurvegi. Þegar við vöknuðum hins vegar í morgun og sáum Breiðablik [húsið sem skriða tók í nótt] á hliðinni þá forðuðum við okkur. Ég er núna í húsi sem á að vera á hættulausu svæði, alla vega samkvæmt þeim sem ég hef talað við. Ég veit að mitt hús stendur enn, mér sýnist það ekki hafa orðið fyrir neinu en það er erfitt að segja.“

Óttast um afdrif fólks

Spurð hvernig líðanin sé dregur Hanna djúpt andann. „Hún er bara hörmuleg, okkur líður bara hörmulega. Við vitum ekkert hvort einhver hafi slasast eða þaðan af verra, það er auðvitað það sem maður hugsar fyrst. Svo er það eignatjónið, og hvort eitthvað komi fyrir okkar hús. Erum við óhult, allar þessar spurningar.“

„Maðurinn minn er hins vegar fastur hinu megin við skriðuna“

Spurð hvort henni líði orðið eins og hún sé hvergi óhult í bænum svarar Hanna því til að hún myndi nú ekki segja það. „Þá væri ég farin ef það væri þannig. Mér líður miklu betur hérna megin, en ég fór strax þegar þetta gerðist og sótti strákinn minn á leikskólann því ég vil bara hafa fjölskylduna mína hjá mér. Maðurinn minn er hins vegar fastur hinu megin við skriðuna, hann ásamt tveimur öðrum forðuðu sér í hina áttina út á bæ hér utar sem heitir Hánefsstaðir og er ekki undir fjallinu. Þau eru þar í vari. En hann kemst ekkert hingað yfir, bæði er skriðan illfær eða ófær, hún blokkerar Hafnargötuna algjörlega, en svo er maður bara skíthræddur um að eitthvað meira komi niður fjallið.

Uppfært klukkan 16:48

Lýst hefur verið yfir neyðarstigi á Seyðisfirði vegna skriðfallanna. Samkvæmt tilkynningu Almannavarna á að rýma Seyðifjörð allan. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið send á staðinn ásamt öllu tiltæku björgunarliði á Austurlandi, lögreglumönnum af höfuðborgarsvæðinu og lögreglumönnum frá lögreglunnu á Norðurlandi eystra. Þá er stefnt að því að senda varðskipið Tý austur til aðstoðar og mun það vera væntanlegt austur síðdegis á morgun.

Samkvæmt frétt Vísis eru minnst tíu hús skemmd eftir skriðuföllin nú í dag. Eitt hús sem stóð við Búðará er gjörónýtt og lýstu heimamenn því í samtali við Austurfrétt að það hefði kubbast sundur eins og pappakassi. Enn er ekki orðið ljóst hvort einhver hafi orðið fyrir skriðunni.

Uppfært klukkan 17:14

Engin þyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni til að sinna björgunarstörfum fyrir austan en eina tiltæka þyrla gæslunnar bilaði á þriðjudaginn. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við Stundina að verið sé að klára viðgerð á þyrlunni TF-Gró og við taki svokölluð uppkeyrsla. Gangi allt að óskum verði þyrlan flughæf innan tveggja til þriggja klukkustunda. Ásgeir segir að ekki hafi að svo stöddu máli verið kallað eftir aðstoð þyrlu frá gæslunni austur á Seyðisfjörð. 

Uppfært klukkan 17:21

Enn hefur ekki tekist að staðfesta hvort allir séu heilir á húfi á Seyðisfirði eftir skriðuföllin þar í dag. Rýma á allan Seyðisfjarðarkaupstað og búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu á Egilsstöðum að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. „Þangað verður fólk flutt frá Seyðisfirði. Það er í boði að fara á eigin vegum en það er líka hægt að taka rútu frá fjöldahjálparstöðinni í Herðubreið. Það er áríðandi að fólk tilkynni sig áður, ýmist í fjöldahjálparstöðinni í Herðubreið, eða hringi í hjálparsíma Rauða krossins 1717.“

Hótel Hallormsstaður, Valaskjálf, Tehúsið og fleiri aðilar á Egilsstöðum hafa opnað dyr sínar og bjóða Seyðfirðingum gistingu. Mikilvægt er að fólk skrái sig inn í fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum. 

Rútur bíða tilbúnarByrjað er að flytja fólk af Seyðisfirði upp á Egilsstaði.

Uppfært klukkan 18:38

Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er engra saknað eftir aurskriðurnar sem féllu á hús á Seyðisfirði um miðjan dag í dag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar
Gagnrýni

Ell­efu litl­ar kjöt­boll­ur og hundrað þús­und doll­ar­ar

Sófa­kartafl­an rýn­ir í raun­veru­leika­þætti.
Áfangasigur í hryðjuverkamálinu: „Við verjendur vorum þarna eins og Spartverjar í skarðinu forðum”
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Áfanga­sig­ur í hryðju­verka­mál­inu: „Við verj­end­ur vor­um þarna eins og Spart­verj­ar í skarð­inu forð­um”

Ákæru­lið­um sem sneru að til­raun til hryðju­verka vís­að frá í hinu svo­kall­aða hryðju­verka­máli. „Mann­leg tján­ing nýt­ur að nokkru marki stjórn­ar­skrár­vernd­ar þrátt fyr­ir að hún kunni að vera ósmekk­leg og ógeð­felld á köfl­um,“ seg­ir í frá­vís­un­inni.
„Ég hef aldrei misst svefn yfir neinu sem tengist Samherja“
Fréttir

„Ég hef aldrei misst svefn yf­ir neinu sem teng­ist Sam­herja“

Þóra Arn­órs­dótt­ir seg­ir að lög­reglu­rann­sókn sem hún sæt­ir í tengsl­um við hina svo­köll­uðu „skæru­liða­deild Sam­herja“ hafi ekk­ert haft með brott­hvarf henn­ar úr stóli rit­stjóra Kveiks að gera. Hún telji núna rétt­an tíma­punkt til að skipta um starfs­vett­vang og sé full til­hlökk­un­ar.
Segir svarta skýrslu gagnlega „til þess að gera hlutina öðruvísi“
FréttirLaxeldi

Seg­ir svarta skýrslu gagn­lega „til þess að gera hlut­ina öðru­vísi“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að taka eigi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um stöðu fisk­eld­is á Ís­landi með auð­mýkt. „Sam­ein­umst um það að gera bet­ur í þess­um mál­um.“ Hún var spurð á Al­þingi í dag hvort hún væri stolt af því að „einn helsti vaxt­ar­sproti ís­lensks efna­hags­lífs“ skyldi búa við óboð­legt og slæl­egt eft­ir­lit og að stjórn­sýsl­an væri í mol­um.
„Kannski er löggan að fara að mæta á skrifstofur Eflingar“
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

„Kannski er lögg­an að fara að mæta á skrif­stof­ur Efl­ing­ar“

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar ber ekki traust til Að­al­steins Leifs­son­ar rík­is­sátta­semj­ara seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur. Hún fagn­ar nið­ur­stöðu Fé­lags­dóms en seg­ir úr­skurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur rang­an og ósann­gjarn­an.
Brot á stjórnarskránni?
Gunnar Alexander Ólafsson
Aðsent

Gunnar Alexander Ólafsson

Brot á stjórn­ar­skránni?

Gunn­ar Al­ex­and­er Ólafs­son furð­ar sig á því af hverju laga­ráð starfar ekki á Al­þingi, ráð sem mun skoða öll frum­varps­drög sem lögð eru fyr­ir Al­þingi og meta hvort þau stand­ist stjórn­ar­skrá eða ekki.
Verkföll Eflingar lögleg
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Verk­föll Efl­ing­ar lög­leg

Fé­lags­dóm­ur féllst ekki á mála­til­bún­að Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Að óbreyttu munu verk­föll um 300 Efl­ing­ar­fé­laga sem starfa á sjö hót­el­um Ís­lands­hót­ela því hefjast á há­degi á morg­un.
Efling þarf að afhenda félagatalið
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Efl­ing þarf að af­henda fé­laga­tal­ið

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur kvað upp dóm sinn í mál­inu fyr­ir stundu. Nið­ur­stað­an verð­ur kærð til Lands­rétt­ar.
Þóra Arnórsdóttir hætt í Kveik
Fréttir

Þóra Arn­órs­dótt­ir hætt í Kveik

Þóra hætt­ir í frétta­skýr­inga­þætt­in­um til að taka við öðru starfi ut­an RÚV. Ingólf­ur Bjarni Sig­fús­son tek­ur við sem rit­stjóri fram á vor­ið.
Veikburða og brotakennd stjórnsýsla ekki í stakk búin til að takast á við aukin umsvif sjókvíaeldis
FréttirLaxeldi

Veik­burða og brota­kennd stjórn­sýsla ekki í stakk bú­in til að tak­ast á við auk­in um­svif sjókvía­eld­is

Stefnu­laus upp­bygg­ing og rekst­ur sjókvía á svæð­um hef­ur fest sig í sessi og stjórn­sýsla og eft­ir­lit með sjókvía­eldi er veik­burða og brota­kennd að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, sem ger­ir at­huga­semd­ir í 23 lið­um í ný­út­kom­inni skýrslu um sjókvía­eldi
Hamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi – Tala látinna hækkar
Fréttir

Ham­far­ir í Tyrklandi og Sýr­landi – Tala lát­inna hækk­ar

Jarð­skjálfti 7,8 að stærð sem átti upp­tök sín í suð­ur­hluta Tyrk­lands reið yf­ir í nótt með af­drifa­rík­um af­leið­ing­um. Yf­ir 1.700 eru lát­in – bæði í Tyrklandi og ná­granna­rík­inu Sýr­landi.
Nýr Laugardalsvöllur þétt upp við Suðurlandsbraut?
Fréttir

Nýr Laug­ar­dalsvöll­ur þétt upp við Suð­ur­lands­braut?

Formað­ur Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands seg­ir margt mæla með því að nýr þjóð­ar­leik­vang­ur knatt­spyrnu verði byggð­ur þétt upp við Suð­ur­lands­braut og gamli Laug­ar­dalsvöll­ur­inn standi sem þjóð­ar­leik­vang­ur frjálsra íþrótta. Hug­mynd­in kom frá arki­tekt sem sit­ur í mann­virkja­nefnd KSÍ.

Mest lesið undanfarið ár

 • Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
  1
  Eigin Konur#71

  Lýs­ir and­legu of­beldi fyrr­ver­andi sem hót­aði að dreifa nekt­ar­mynd­um

  Edda Pét­urs­dótt­ir grein­ir frá and­legu of­beldi í kjöl­far sam­bands­slita þar sem hún sætti stöð­ugu áreiti frá fyrr­ver­andi kær­asta sín­um. Á fyrsta ár­inu eft­ir sam­bands­slit­in bár­ust henni fjölda tölvu­pósta og smá­skila­boða frá mann­in­um þar sem hann ým­ist lof­aði hana eða rakk­aði nið­ur, krafð­ist við­ur­kenn­ing­ar á því að hún hefði ekki ver­ið heið­ar­leg í sam­band­inu og hót­aði að birta kyn­ferð­is­leg­ar mynd­ir og mynd­bönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræð­ir um reynslu sína í hlað­varps­þætt­in­um Eig­in Kon­ur í um­sjón Eddu Falak og í sam­tali við Stund­ina. Hlað­varps­þætt­irn­ir Eig­in Kon­ur verða fram­veg­is birt­ir á vef Stund­ar­inn­ar og lok­að­ir þætt­ir verða opn­ir áskrif­end­um Stund­ar­inn­ar.
 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  2
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
  3
  Fréttir

  Ótt­að­ist fyrr­ver­andi kær­asta í tæp­an ára­tug

  Edda Pét­urs­dótt­ir seg­ist í rúm níu ár hafa lif­að við stöð­ug­an ótta um að fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar myndi láta verða af ít­rek­uð­um hót­un­um um að dreifa kyn­ferð­is­leg­um mynd­bönd­um af henni, sem hann hafi tek­ið upp án henn­ar vit­und­ar með­an þau voru enn sam­an. Mað­ur­inn sem hún seg­ir að sé þekkt­ur á Ís­landi hafi auk þess áreitt hana með stöð­ug­um tölvu­póst­send­ing­um og smá­skila­boð­um. Hún seg­ir lög­reglu hafa latt hana frá því að til­kynna mál­ið.
 • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
  4
  Eigin Konur#75

  Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

  Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
 • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
  5
  Eigin Konur#82

  Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

  „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  6
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  7
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  8
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Helga Sif og Gabríela Bryndís
  9
  Eigin Konur#80

  Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

  Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
  10
  Viðtal

  „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

  Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.