Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

KS hættir að selja Teyg og slítur öllu samstarfi við Arnar Grant

Frá­sagn­ir af of­beldi af hálfu Arn­ars Grant ollu því að Kaup­fé­lag Skag­firð­inga ákvað að hætta fram­leiðslu á jurta­pró­tíndrykkn­um Teyg og taka hann strax úr sölu. Arn­ar þró­aði og mark­aðs­setti drykk­inn í sam­starfi við Kaup­fé­lag­ið.

KS hættir að selja Teyg og slítur öllu samstarfi við Arnar Grant
Slíta öllu samstarfi við Arnar Grant Kaupfélag Skagfirðinga hefur slitið öllu samstarfi við Arnar Grant og tekið jurtapróteindrykkinn Teyg úr framleiðslu og sölu.

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur ákveðið að taka jurtapróteindrykkinn Teyg úr sölu, hætta framleiðslu hans og slíta öllu samstarfi við Arnar Grant sem þróaði drykkinn í samstarfi við fyrirtækið ásamt Ívari Guðmundssyni, útvarpsmanni. Er þetta gert eftir að Vítalía Lazareva greindi frá brotum Arnars gegn sér.

„Þetta verður bara tekið úr sölu með öllu. Það tekur nokkra daga, við erum hættir að selja Teyg og hættir að dreifa vörunni, við erum að tæma hillur, við erum búin að loka Facebook-síðunni og Instagram-síðunni fyrir þessa vöru og erum að kúpla okkur algjörlega út úr þessu,“ segir Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga sem framleiðir drykkinn.

Kaupfélag Skagfirðinga á vörumerkið Teyg að fullu en samstarfið við Arnar og Ívar fólst í þróun og markaðssetningu á vörunni. „Nú er bara kominn upp algjör forsendubrestur í því samstarfi og við kærum okkur ekkert um að halda því áfram,“ segir Magnús

„Við erum hættir að selja Teyg og hættir að dreifa vörunni, við erum að tæma hillur“
Magnús Freyr Jónsson
framkvæmdastjóri Mjólkursamlags KS
Búið að loka síðunniÞegar leitað er að Facebook-síðu drykksins Teygs sést að búið er taka síðuna niður. Instagram-síða drykksins er þó enn aðgengileg.

Magnús segir að Kaupfélaginu hafi borist upplýsingar um ásakanir Vítalíu Lazarevu á hendur Arnari strax eftir að hún birti þær á Instagram-síðu sinni síðasta haust. „Við vissum af þessu þarna í október og fylgdumst með. Maður áttaði sig kannski ekki á því hversu alvarlegt málið væri fyrr en í síðustu viku en þegar við sáum umfang málsins þá var sjálfgert að taka þessa ákvörðun.“

Magnús segir að þegar sé byrjað að fjarlægja Teyg úr hillum verslana, þar sem sölumenn fyrirtækisins sjái um að raða sjálfir í hillur muni það ganga fljótt fyrir sig en annars staðar gæti liðið eilítið lengri tími þar til Teygur verði horfinn úr hillum verslana.

Magnús segir að ákvörðunin um að hætta sölu Teygs þýði fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið. Hann vill ekki leggja mat á hversu mikið það tjón verði en það hlaupi á milljónum króna. Að svo komnu máli er ekki búið að taka ákvörðun um hvort Kaupfélag Skagfirðing markaðssetji vöruna undir nýju nafni eða hefji framleiðslu á sambærilegri vöru.

Vítalía Lazareva birti í október á síðast ári færslur á Instagram þar sem hún lýsti brotum Arnars á sér, í félagi við aðra menn. Hún nafngreindi fjóra menn auk Arnars. Annars vegar er um að ræða brot gegn henni sem áttu sér stað í heitum potti í sumarbústaðaferð í desember 2020 þar sem hún segir þrjá menn ásamt Arnari hafa gengið yfir mörk sín. Hinir mennirnir þrír eru Hreggviður Jónsson, Þórður Már Jóhannesson og Ari Edwald. Sá fyrstnefndi vék 6. janúar sem stjórnarformaður Veritas Capital. Sama dag rak stjórn Festis Þórð Má úr stöðu stjórnarformanns og Ari Edwald fór í leyfi frá störfum sem forstjóri Íseyjar útflutnings. Stjórn Íseyjar rak síðan Ara í gær.

Í hinu tilfellinu er um að ræða golferð á síðasta ári. Vítalía ber að þar hafi Arnar ásamt Loga Bergmann fjölmiðlamanni brotið gegn sér. Því hefur Logi neitað. Ekki hefur náðst í Arnar til þessa og ekki náðist í hann við gerð þessarar fréttar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    K S,lætur ekki tengja sig við nei misjamt á þeim bæ er siðferðið ofar öllu,svo við tölum nú ekki um mangildið.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Þessi dúddi hlýtur að vera skaðabótaskyldur við KS…..
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu