Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Mikil reiði meðal kvenna í stétt kúabænda vegna Ara Edwald

Reiði og þrýst­ing­ur kúa­bænda, einkum kvenna, vóg þungt í þeirri ákvörð­un Ís­eyj­ar út­flutn­ings að segja Ara Edwald upp störf­um vegna frá­sagna um meint kyn­ferð­is­brot hans.

Mikil reiði meðal kvenna í stétt kúabænda vegna Ara Edwald
Vildu láta reka Ara Konur í stétt kúabænda lýstu mikilli reiði vegna máls Ara Edwald og vildu að hann yrði rekinn frá Ísey í stað þess að hann færi í leyfi.

Töluverð óánægja er meðal kúabænda, og þá einkum meðal kvenna í stéttinni, með vinnubrögð stjórnar Íseyjar útflutnings vegna máls Ara Edwalds, sem ásakaður hefur verið um að hafa brotið gegn konu í félagi við þrjá aðra menn. Sú óánægja og þrýstingur kann að hafa valdið því að Ara Edwald var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Íseyjar í gær.

Stundin greindi frá því 6. janúar síðastliðinn að Ari væri kominn í leyfi frá störfum sem framkvæmdastjóri Íseyjar, systurfélags Mjólkursamsölunnar. Samkvæmt stjórnarformanni Íseyjar, Elínar Margrétar Stefánsdóttur, óskaði Ari sjálfur eftir að fara í umrætt leyfi. Ari er meðal fjögurra manna sem Vítalía Lazareva hefur sakað um að hafa gengið yfir mörk sín í heitum potti í sumarbústaðaferð í desember árið 2020.

„Sem mjólkurframleiðendur krefjumst við þess að Ari Edwald verði látinn víkja frá öllum störfum hjá okkar fyrirtækjum“
Guðný Helga Björnsdóttir og Jóhann Magnússon
kúabændur

Síðastliðinn laugardag settu kúabændurnir á Bessastöðum á Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra, þau Jóhann Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir, inn yfirlýsingu á Facebook-síðu kúabænda þar sem þess var krafist að Ari yrði látinn víkja. „Við fordæmum alla sem viðhafa kynferðislega áreitni og ofbeldi. Sem mjólkurframleiðendur krefjumst við þess að Ari Edwald verði látinn víkja frá öllum störfum hjá okkar fyrirtækjum, ekki bara í leyfi heldur til frambúðar. Þó svo að ekki liggi fyrir kæra þá trúum við staðfastlega orðum Vítalíu, eftir að hafa hlustað á viðtal Eddu Falak við hana. Við dáumst að hugrekki hennar við að opinbera ömurlega framkomu ástmanns hennar og drottnunarlegra félaga hans,“ sagði í yfirlýsingunni. Guðný Helga er fyrrverandi varaformaður Bændasamtaka Íslands og einnig fyrrverandi varaformaður Landssambands kúabænda.

Vissu af málinu þegar í október

Yfirlýsingin hlaut miklar undirtektir og var dreift víða. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var mjög þungt hljóð í kúabændum vegna máls Ara en einnig vegna viðbragðsleysis forsvarsmanna Íseyjar. Einkum var þungt hljóð í konum innan stéttarinnar sem munu hafa verið í töluverðum samskiptum sín á milli vegna málsins. Samkvæmt sömu heimildum mun sú óánægja og þrýstingur hafa vegið þungt í því að stjórn Íseyjar brást við með því að segja Ara upp störfum.

Vítalía Lazareva birti á Instagram reikningi sínum í október síðastliðnum frásagnir af því hvernig gengið var yfir mörk hennar og hún beitt kynferðislegu ofbeldi í umræddri sumarbústaðaferð. Strax þá var stjórn Íseyjar kunnugt um lýsingar Vítalíu, eftir því sem kemur fram í bréfi sem sent var á alla félagsmenn Auðhumlu, samvinnufélagsins sem á 80 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni. Samkvæmt því sem segir í bréfinu var málið strax tekið alvarlega „vegna þess möguleika að upplýsingarnar væru réttar, og hefur stjórn félagsins fundað oft um málið, bæði með framkvæmdastjóra og án hans. Málið var enn til meðferðar í stjórn í síðustu viku þegar vatnaskilin urðu.“

Bréf Íseyjar útflutnings til bændaStjórn Íseyjar fékk upplýsingar um ásakanir á hendur Ara Edwald þegar í október á síðasta ári en aðhafðist ekki fyrr en í síðustu viku.

Kúabændur sem Stundin hefur rætt við furða sig á því að ekki hafi verið gripið til aðgerða fyrr og Ari sendur í leyfi frá störfum í ljósi þessa. Það hafi ekki verið fyrr en nú, eftir að Vítalía sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur og fjölmiðlar hófu umfjöllun um málið, að ákveðið var að Ari færi í leyfi. Það gagnrýna bændur og sömuleiðis að stjórnin hafi ekki sagt Ara upp störfum þegar málið var komið á allra vitorð, líkt og stjórn almenningshlutafélagsins Festar gerði í máli Þórðar Más Jóhannessonar.

Þórður Már er einn þeirra fjögurra manna sem var í umræddri sumarbústaðaferð. Stjórn Festar tók ákvörðun um það 6. janúar síðastliðinn að víkja honum frá sem stjórnarformanni félagsins, daginn eftir að viðtalið við Vítalíu birtist. Fyrr sama dag hafði Hreggviður Jónsson, aðaleigandi og stjórnarformaður Veritas Capital, vikið frá sem stjórnarformaður en Hreggviður var einnig í umræddri ferð. Fjórði maðurinn er Arnar Grant, þáverandi ástmaður Vítalíu.

Stundin hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við stjórnarmenn Íseyjar útflutnings í dag, þau Elínu Margréti Stefánsdóttur formann, Ágúst Guðjónsson og Sigurjón Rúnar Rafnsson, til að fá frekari skýringar á brottvikningu Ara. Ekki hefur náðst í neitt þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Mikið er ég sammála því sem Páll Bragason segir hér ! Stjórnin þarf að víkja öll.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Bændur takk fyrir að standa fastir fyrir gegn þessu siðleisi sem er óframkvænan legt nema á sterkum hugbreitandi efnum.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Kúabændur ættu að skipta út allri stjórn MS. Það kom fram hjá stjórnarformanni Íseyjar, að stjórnin vissi af þessu í haust, en ákvað að bíða og sjá hvort þetta mætti afgreiða sem orðróm, sem liði hjá.
    0
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Ég vildi sjá lífeyrissjóðina bregðast jafn einarðlega við
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár