Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ísland leggst gegn aukinni samábyrgð Evrópuríkja í flóttamannamálum

Sig­ríð­ur And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra nýrr­ar rík­is­stjórn­ar, fór til Möltu og beitti sér gegn breyt­ing­um á Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni og auk­inni samá­byrgð Evr­ópu­ríkja vegna af­greiðslu hæl­is­um­sókna. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill mæta ákveðn­um hópi hæl­is­leit­enda „með hörð­um stál­hnefa“.

Ísland leggst gegn aukinni samábyrgð Evrópuríkja í flóttamannamálum

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra lýsti efasemdum fyrir Íslands hönd gagnvart fyrirhuguðum breytingum á Dyflinnarreglugerðinni og áformum um aukna samábyrgð Evrópuríkja vegna flóttamannavandans á fundi dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra í Valetta á Möltu í síðustu viku.

Þetta kemur fram á vef innanríkisráðuneytisins en á fundinum voru Schengen-samstarfið og málefni hælisleitenda til umræðu. 

„Ráðherra greindi þar frá áherslum nýrrar ríkisstjórnar Íslands í hælismálum ásamt efasemdum Íslands gagnvart fyrirhuguðum breytingum á Dyflinnarreglugerðinni, þ.e. aukinni samábyrgð vegna afgreiðslu hælisumsókna og áframflutningi hælisleitenda frá þeim ríkjum Evrópu sem taka á móti flestum hælisumsóknum til ríkja sem ekki sæta sambærilegri ásókn hælisleitenda,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins

„Eigum að mæta þeim með hörðum stálhnefa“

Aukinnar hörku hefur gætt í málflutningi íslenskra stjórnmálamanna í umræðum um útlendingamál undanfarnar vikur.

„Við ætlum ekki að láta það átölulaust ef menn ætla að misnota þá velvild sem við viljum sýna og ég held að öll þjóðin vilji sýna stríðshrjáðu fólki, ef menn vilja misnota hana með tilhæfulausum umsóknum um hæli,“ sagði nýr dómsmálaráðherra í viðtali við RÚV á dögunum.

Eins og Stundin greindi frá í gær kallaði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftir því að hópi hælisleitenda sem hann telur að leiti hingað til lands til að „misnota velferðarkerfið“ yrði sýnd harka. Íslendingar hafi „villst töluvert mikið af leið“ í málefnum útlendinga. Þetta kom fram í viðtali við hann á Útvarpi Sögu á dögunum.

„Þegar kemur að útlendingamálum þá held ég að við höfum villst töluvert mikið af leið. Ég vil orða þetta þannig: Við eigum að opna faðminn mjúkan, gagnvart því fólki sem þarf tímabundið eða jafnvel til langframa að leita sér raunverulegs skjóls. En við eigum að mæta öllum þeim með hörðum stálhnefa sem ætla að koma hingað til Íslands sem, í rauninni ja eigum við að segja, misnota velferðarkerfið okkar,“ sagði Óli Björn.

Eins og tilkynningin á vef innanríkisráðuneytisins sýnir er þessum málflutningi fylgt eftir á alþjóðavettvangi þar sem Ísland beitir sér gegn aukinni samábyrgð Evrópuríkja vegna afgreiðslu hælisumsókna. 

Sjá einnig:

Nýr mannréttindaráðherra ritstýrði vefriti sem
hæddist að flóttafólki og mannréttindaumræðu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár