Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fjarheilari á Hópkaupum útilokar ekki að hún geti læknað krabbamein

María Jón­as­dótt­ir sel­ur fjar­heil­un á hóp­kaup­a­síðu. Hún seg­ist vera út­val­in af guði og geta lækn­að kvilla úr fjar­lægð.

Fjarheilari á Hópkaupum útilokar ekki að hún geti læknað krabbamein

Á sölusíðunni Hópkaup er auglýst í dag tilboð í svokallaða fjarheilun. Boðið er upp á tilboð á heilun á 4.800 krónur sem kostar vanalega 8.000 krónur. Viðkomandi heilari heitir María Jónsdóttir.

Í samtali við Stundina segist María vera útvalin af guði og telur hún sig hafa um 10 prósent af kröftum Jesús Krists, þó að hennar sögn geti hlutfallið verið hærra þar sem hún sé ávallt að verða betri og betri í starfi sínu. Hún segir að allar uppfinningar mannkynsins eigi uppruna sinn á himnaríki sem hún lýsir sem nokkur konar framtíðarútópíu, þó án Facebook. Hún segist ekki útiloka það að hún geti læknað sjúkling af krabbameini.

Menntuð í „undirvitundarfræðum“

María hefur starfað sem bókari, en er með BA-próf í frönsku. Hún segist vera menntuð í svokölluðu „neuro-linguistic programming“, eða tauga- og tungumálaforritun. „Ég var lengi í námi sem heitir NLP, sem er undirvitundarfræði, að hreinsa raunverulega ótta og kvíða úr fólki. Þetta smám saman leiddi til þess að ég stofnaði aðstöðu niðri á Suðurlandsbraut þar sem ég var að taka á móti fólki þar sem það lá á bekk og ég lagði hendurnar á það. Þannig kemur raunverulega straumur og ljós guðs í gegnum mig, því ég er svo mikið stykki. Ég hef hjálpað á þriðja hundrað manns á Íslandi,“ segir María.

Rannsóknir hafa hins vegar ekki sýnt fram á gagnsemi tauga- og tungumálaforritunar. Einkenni tauga- og tungumálaforritunar eru hins vegar sögð benda til þess að um sé að ræða skólabókardæmi um gervivísindi.

María segir að heilanir sínar hafi verið orðnar svo sterkar að hún gat beitt þeim án þess að vera í sama herbergi og sjúklingurinn. „Síðan fann ég það að fyrirbænir mínar og fjarheilanir voru orðnar það sterkar að ég þurfti ekki að hafa aðstöðuna. Þannig að ég sagði henni upp. Það er hringt í mig frá Hópkaup og spurt hvort ég vilji ekki endurnýja því ég hafi auglýst hitt fyrirkomulagið í fyrra,“ segir María.

Segist hafa tengingu við almættið

Spurð nánar út í þessa strauma sem hún færir frá sér yfir í sjúklinga segir María að allt efni sé úr straumum. „Allt í heiminum er bylgjur. Húsgögnin okkar titra. Það er pinkulítil titringur. Allt hreyfist. Það er allt bylgja, útvarpsbylgja, sjónvarpsbylgja. Stundum eru gerðar bíómyndir eða teiknimyndir um vélmenni og svona, og þá er það úr járni. Við erum í raun og veru segulverur; segulmagnaðar verur. Þess vegna höldumst við á jörðinni, vegna þess að inni í möttli jarðar er segull. Þess vegna dettum við ekki af jörðinni út í geim,“ segir María.

María segir að þetta allt hafi svo áhrif  á persónuleika fólks. „Fólk getur sogið orku og gefið slæma orku. Fólk getur gefið af sér gott. Góð útgeislun og slæm útgeislun. Þetta er allt orka. Manneskja sem kemur inn í herbergi getur gefið af sér góða orkugeisla. Allt er orka og geislar,“ skýrir María.

„Það sem ég er að gera er að tengja mig við almætti, bara biðjast fyrir, og þá gerist það þannig að það kemur til mín orka sem ég beini að manneskjunni. Ef hún væri fyrir framan mig myndi ég setja hendurnar mínar nálægt henni og þá kæmi orkuflæðið í gegnum höfuðið á mér og niður út í gegnum hendurnar. Ég er bara eins og batteríshleðsla og það er beint frá guði. Þegar ég er ekki á staðnum þá beini ég þessu með fyrirbænum að menneskjunni.“

Kveðst geta heilað fólk í Kína

Hún segir að nú sé fjarheilun hennar komin á það stig að hún geti heilað fólk í Kína. „Ég sé hve mikið áhrif fyrirbænin mín hefur og sé að fjarheilunin er að virka. Ég get alveg tekið við beiðni frá Kína og fjarheilað mannsekju þar. Þá stilli ég mér inn á hana. Þá sé ég hana fyrir mér í huganum ef ég er með mynd eða nafn og þá segi ég: „Góði guð, ég bið fyrir þessari manneskju, hún er að fást við þetta.“,“ segir María.

María segir látnir indverskir læknar vinni í gegnum sig ásamt guði. „Það hafa komið í kringum fimmtíu læknamiðlar í kringum mig úr handan heimum. Ég er með nöfnin þeirra. Hér á landi var staddur lifandi indverskur læknir í jógasetrinu og ég sýndi honum listann og þá sagðan að þetta væru allt læknar frá Punjab héraði í Norður-Indlandi,“ segir María. Hún segir að einn Íslendingur fylgi sér sem hafi ekki verið læknir í lifandi lífi en hafi fengið þá hæfni á himnum.  

Í himnaríki verði Facebook óþarft

Líkt og fyrr segir telur María að allt sem er jarðneskt sé líka til hjá guði. Samkvæmt tilgátu Maríu er framþróun mannkyns undir handleiðslu almáttugs afls. „Við erum aldrei að finna neitt upp, uppfinningamenn eru ekki að finna neitt upp. Þeir eru ekki að búa það til frá grunni. Allt jarðneskt er til í himnaríki. Bara það góða þó. Til dæmis alls konar tölvutækni og allt slíkt. Segjum bara símasamband á milli fólks. Maður tekur upp síma og hringir. Þetta fer allt í gegnum bylgjur, það er búið að opna kapal sem þú sérð ekki með augunum. Að senda ljós guðs er eins og að senda með ljósleiðara í hús til að horfa á sjónvarpið. Það sem er almættisins, það er verið að yfirfæra það smám saman yfir í mannheima. Þannig að ég nota ljósorkuna og er að senda hana með ósýnilegum þræði til fólksins.

„Ég nota ljósorkuna og er að senda hana með ósýnilegum þræði til fólksins.“

Þegar fólk fær ljósuorkuna fá frumur fólksins tækifæri til að heila sig sjálfar, þá fær það aukahleðslu, fær auka rafmagn því rafhleðslan er orðin of lítil í líkamanum. Það er ekkert nýtt í alheiminum, því það er til í himnaríki. Þeir sem vinna Nóbelsverðlaun hafa verið að liggja yfir einhverju og þá sér almættið það og sér að þar er einhver sem hægt er að treysta fyrir til að vinna með þá uppgötvun. Á himnum er ekki Facebook því þar geta allir lesið alla,“ segir María.

María segist alltaf að verða kröftugri í heiluninni. „Mér er alltaf hleypt lengra og lengra. Mér er treyst fyrir því. [...] Ég er komin töluvert langt, kannski er ég komin 10 prósent, kannski er ég komin 90 prósent. Ég er þetta millistykki, að tengja þessa orku. Ég nota orðið kvillar því ég vil ekki segja að ég sé að lækna það af krabbameini, en það getur vel verið að það bætist mjög úr því og jafnvel lagist, en ég vil ekki lofa því.“

Trúarlegar bænir eru algengasta form óhefðbundinna lækningameðferða. Tekið skal fram að vísindalegar rannsóknir benda ekki til þess að fjarheilanir hafi virkni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
7
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
10
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár