Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur ekki viljað tjá sig um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum, og hvað þau gætu þýtt fyrir samskipti Íslands og Bandaríkjanna, við fjölmiðla í morgun. Þetta segir Örnólfur Thorsson, ritari forseta Íslands, í samtali við Stundina. Þá svarar Örnólfur því ekki hvort forseti muni senda nýkjörnum forseta heillaóskir. Hann bendir á að Donald Trump taki ekki við embætti fyrr en 20. janúar næstkomandi og því nógur tími til stefnu. „Ef við sendum eitthvað þá kemur það fram á heimasíðunni hjá okkur,“ sagði Örnólfur í samtali við Stundina.
Þess má geta að þegar Barack Obama, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, var kjörinn sendi Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, honum heillaóskir daginn sem niðurstöður kosninga lágu fyrir, það er 5. nóvember
Athugasemdir