Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Donald Trump er orðinn forseti

Don­ald Trump sór embættiseið sem 45. for­seti Banda­ríkj­anna í skugga fjöl­mennra mót­mæla.

Donald Trump er orðinn forseti
Hefðin Trump og Ivanka hittu Obama og Michelle áður en þeir óku að þinghúsinu

Fasteignabraskarinn og sjónvarpsþáttastjórnandinn Donald Trump setti bandarísk stjórnmál og heimsmynd margra á hliðina þegra hann var kjörinn forseti síðasta haust. Nú um klukkan 5 að staðartíma á Íslandi sver hann svo embættiseið og er þar með orðinn 45 forseti Bandaríkja Norður-Ameríku. Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með athöfninni í beinni útsendingu.

Þúsundir stuðningsmanna Trumps hafa gert sér ferð til Washington til þess að fylgjast með þessum sögulega viðburði. Það er hinsvegar vitnisburður um hina óvægu kosningabaráttum sem Trump háði að 22 þingmenn demókrata hafa lýst því opinberlega yfir að þeir ætli að sniðganga athöfnina. 

Trump sótti kirkju í morgun með fjölskyldu sinni og hitti svo, ásamt eiginkonu sinni Ivönku Trump, fráfarandi forseta, Barack Obama ásamt forsetafrúnni Michelle Obama. Hefð hefur verið fyrir því, frá 1877, að fráfarandi og væntanlegur forseti hittist í stutt spjall áður en embættisvígslan fer fram. Þeir voru svo samferða í bíl að þinghúsinu þar sem athöfnin fer nú fram.

Háð
Háð New Yorker gerði grín af sjálfhverfum talsmáta Trumps í þessari skrítlu

Mótmælt og kveikt í jónum

Það eru ekki aðeins stuðningsmenn Trumps hópast hafa til Washington í tilefni valdatökunnar, en frá því í morgun hafa mótmælendur látið svo duglega í sér heyra að jafnvel hefur komið til átaka milli þeirra og lögreglu.

Mikil öryggisgæsla er í borginni og hafa mótmælendur sést með skilti með ýmsum skilaboðum, svo sem „Ekki minn forseti,“ „Enga Íslamófóbíu“ og „Svört líf skipta máli.“

Fjöldi hópa hafa skipulagt að nota innvígsluna til þess að vekja athygli á málstað sínum. Meðal þeirra eru samtökin DCMJ sem berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna. Notkun kannabis er lögleg í Washington og ætla samtökin að dreyfa þúsundum kannabis-vindlinga ókeypis til þess að sýna stuðning við algjöra lögleiðingu efnanna.

[Hér má sjá útsendingu Democracy Now, sem meðal annars sýnir frá mótmælunum.]

Rúmlega 10 þúsund einstaklingar stóðu í röð í morgun til þess að ná í vindlingana sína. Nikola Schiller, einn af stofnendum DCMJ sagði að engin lögregla hefði verið á svæðinu. Til stendur að hópurinn muni svo fylkja liði þangað sem athöfnin fer fram rétt áður en Trump fer með eiðinn. Fjórum mínútum og tuttugu sekúndum eftir að hann byrjar ræðu sína ætlar hópurinn svo í heild sinni að kveikja í vindlingunum, en talan 420 er oft notuð sem slangur yfir það að koma í kannabisvímu.

Sögulegar óvinsældir

Þrátt fyrir að hafa sigrað forsetakosningarnar á fjölda kjörmanna hlaut Trump tæplega 3 milljónum færri atkvæði en Hillary og vann hún því kosningarnar með 2,1% mun. Kjörmannakerfið í Bandaríkjunum, sem gagnrýnt hefur verið af mörgum, tryggði hinsvegar Trump sigurinn.

Fyrir þremur dögum mældist hann svo með 44% stuðning almennings, en engum forseta hefur tekist að ná slíkum óvinsældum áður en hann tekur við embætti. Það tók Obama 18 mánuði og George W. Bush 4 ½ ár að falla eins mikið í ónáð. Í könnun sem birtist í dag var þessi tala komin niður í 42%, en á sama tíma yfirgefur Obama embættið með 60% stuðning almennings.

Að vanda var Trump snöggur að svara, og notaði þar samskiptamiðilinn Twitter. Sagði hann að sömu einstaklingar hefðu staðið að skoðanakönnunum fyrir kosningarnar og stæðu að könnun á stuðningi almennings. Ekkert væri að marka þessar tölur, þar sem þær væru falsaðar.

Hefðin hefur verið sú að forsetar hafa notað tímann frá því þeir vinna kosningarnar fram að valdatöku til þess að grafa stríðsaxir og þjappa þjóðinni saman eftir oft á tíðum erfiðar kosningabaráttur. Trump hefur hinsvegar haldið sama slag áfram og hann var í fyrir kjördag. Hann hefur lent í útistöðum við talsmenn mannréttinda, Meryl Streep, og Angelu Merkel og Obama, auk þess sem lekið hafa gögn frá rússnesku leyniþjónustunni þess efnis að hann hafi borgað vændiskonum fyrir að kasta af sér vatni í rúm sem Obama hafði gist í nokkru áður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár