Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Donald Trump er orðinn forseti

Don­ald Trump sór embættiseið sem 45. for­seti Banda­ríkj­anna í skugga fjöl­mennra mót­mæla.

Donald Trump er orðinn forseti
Hefðin Trump og Ivanka hittu Obama og Michelle áður en þeir óku að þinghúsinu

Fasteignabraskarinn og sjónvarpsþáttastjórnandinn Donald Trump setti bandarísk stjórnmál og heimsmynd margra á hliðina þegra hann var kjörinn forseti síðasta haust. Nú um klukkan 5 að staðartíma á Íslandi sver hann svo embættiseið og er þar með orðinn 45 forseti Bandaríkja Norður-Ameríku. Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með athöfninni í beinni útsendingu.

Þúsundir stuðningsmanna Trumps hafa gert sér ferð til Washington til þess að fylgjast með þessum sögulega viðburði. Það er hinsvegar vitnisburður um hina óvægu kosningabaráttum sem Trump háði að 22 þingmenn demókrata hafa lýst því opinberlega yfir að þeir ætli að sniðganga athöfnina. 

Trump sótti kirkju í morgun með fjölskyldu sinni og hitti svo, ásamt eiginkonu sinni Ivönku Trump, fráfarandi forseta, Barack Obama ásamt forsetafrúnni Michelle Obama. Hefð hefur verið fyrir því, frá 1877, að fráfarandi og væntanlegur forseti hittist í stutt spjall áður en embættisvígslan fer fram. Þeir voru svo samferða í bíl að þinghúsinu þar sem athöfnin fer nú fram.

Háð
Háð New Yorker gerði grín af sjálfhverfum talsmáta Trumps í þessari skrítlu

Mótmælt og kveikt í jónum

Það eru ekki aðeins stuðningsmenn Trumps hópast hafa til Washington í tilefni valdatökunnar, en frá því í morgun hafa mótmælendur látið svo duglega í sér heyra að jafnvel hefur komið til átaka milli þeirra og lögreglu.

Mikil öryggisgæsla er í borginni og hafa mótmælendur sést með skilti með ýmsum skilaboðum, svo sem „Ekki minn forseti,“ „Enga Íslamófóbíu“ og „Svört líf skipta máli.“

Fjöldi hópa hafa skipulagt að nota innvígsluna til þess að vekja athygli á málstað sínum. Meðal þeirra eru samtökin DCMJ sem berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna. Notkun kannabis er lögleg í Washington og ætla samtökin að dreyfa þúsundum kannabis-vindlinga ókeypis til þess að sýna stuðning við algjöra lögleiðingu efnanna.

[Hér má sjá útsendingu Democracy Now, sem meðal annars sýnir frá mótmælunum.]

Rúmlega 10 þúsund einstaklingar stóðu í röð í morgun til þess að ná í vindlingana sína. Nikola Schiller, einn af stofnendum DCMJ sagði að engin lögregla hefði verið á svæðinu. Til stendur að hópurinn muni svo fylkja liði þangað sem athöfnin fer fram rétt áður en Trump fer með eiðinn. Fjórum mínútum og tuttugu sekúndum eftir að hann byrjar ræðu sína ætlar hópurinn svo í heild sinni að kveikja í vindlingunum, en talan 420 er oft notuð sem slangur yfir það að koma í kannabisvímu.

Sögulegar óvinsældir

Þrátt fyrir að hafa sigrað forsetakosningarnar á fjölda kjörmanna hlaut Trump tæplega 3 milljónum færri atkvæði en Hillary og vann hún því kosningarnar með 2,1% mun. Kjörmannakerfið í Bandaríkjunum, sem gagnrýnt hefur verið af mörgum, tryggði hinsvegar Trump sigurinn.

Fyrir þremur dögum mældist hann svo með 44% stuðning almennings, en engum forseta hefur tekist að ná slíkum óvinsældum áður en hann tekur við embætti. Það tók Obama 18 mánuði og George W. Bush 4 ½ ár að falla eins mikið í ónáð. Í könnun sem birtist í dag var þessi tala komin niður í 42%, en á sama tíma yfirgefur Obama embættið með 60% stuðning almennings.

Að vanda var Trump snöggur að svara, og notaði þar samskiptamiðilinn Twitter. Sagði hann að sömu einstaklingar hefðu staðið að skoðanakönnunum fyrir kosningarnar og stæðu að könnun á stuðningi almennings. Ekkert væri að marka þessar tölur, þar sem þær væru falsaðar.

Hefðin hefur verið sú að forsetar hafa notað tímann frá því þeir vinna kosningarnar fram að valdatöku til þess að grafa stríðsaxir og þjappa þjóðinni saman eftir oft á tíðum erfiðar kosningabaráttur. Trump hefur hinsvegar haldið sama slag áfram og hann var í fyrir kjördag. Hann hefur lent í útistöðum við talsmenn mannréttinda, Meryl Streep, og Angelu Merkel og Obama, auk þess sem lekið hafa gögn frá rússnesku leyniþjónustunni þess efnis að hann hafi borgað vændiskonum fyrir að kasta af sér vatni í rúm sem Obama hafði gist í nokkru áður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár