Í bók sinni Samsærið gegn Bandaríkjunum (e. The Plot against America) lætur Philip Roth flugkappann Charles Lindbergh sigra Franklin Delano Roosvelt í forsetakjöri árið 1940. Bandaríkin taka upp einangrunarstefnu í stríðinu og hverfa frá stuðningi við bandamenn. Í sögunni fylgjumst við með magnandi andúð í garð trúarminnihluta smám saman verða viðtekna og viðurkennda. Bókin fylgir amerískri gyðingafjölskyldu sem stöðugt þrengir að í samfélaginu vegna upprunans. Í dystópíu sinni leikur Roth sér að togstreitu sem alltaf hefur verið innan Bandaríkjanna, á milli þess að halda sig til hlés frá skarkala veraldarinnar og hins að taka fullan þátt og raunar forystu í alþjóðlegum samskiptum. Eins og frægt er kom stjórn Roosvelt frelsisöflum Evrópu til bjargar í styrjöldinni og fór svo í kjölfarið fyrir því nýja heimskerfi sem þróaðist í kjölfarið.
Saga Roth sækir á hugann nú þegar Trump er kominn til valda í Bandaríkjunum. Óvildin í garð fólks af framandi trú og …
Athugasemdir