Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Aðstoðarmenn Trumps voru í sambandi við rússnesku leyniþjónustuna fyrir forsetakosningarnar

New York Times grein­ir frá ít­rek­uð­um sam­skipt­um milli með­lima í kosn­ingat­eymi Don­alds Trump og hátt­settra manna í rúss­nesku leyni­þjón­ust­unni ár­ið fyr­ir banda­rísku for­seta­kosn­ing­arn­ar.

Aðstoðarmenn Trumps voru í sambandi við rússnesku leyniþjónustuna fyrir forsetakosningarnar
Donald Trump Hefur lýst jákvæðu viðhorfi gagnvart Vladimir Putin Rússlandsforseta. Mynd: Shutterstock

Meðlimir í kosningateymi Donalds Trump áttu í ítrekuðum samskiptum við háttsetta rússneska leyniþjónustumenn í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra. Þetta kemur fram í afhjúpun New York Times.

Bandarísk löggæsluyfirvöld hafa staðfestingar á samskiptunum, bæði símtalaskrár og hleruð símtöl. Sannanirnar komu í ljós í rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum með innbrotum í tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins.

Gögn úr tölvupósti Demókrataflokksins voru birt af Wikileaks 22. júlí 2016. Þar á meðal voru 19.252 tölvupóstar frá æðstu stjórn Demókrataflokksins. Meðal annars var um að ræða óformleg samskipti við blaðamenn.

Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu 7. október í fyrra, mánuði fyrir forsetakosningarnar, að rússnesk yfirvöld hefðu staðið að baki tölvuinnbrotinu og dreifingu gagnanna í tilraun til að „hafa áhrif á þróun bandarísku kosninganna“.

Í umfjöllun New York Times í dag er vitnað til fjögurra ónafngreindra núverandi og fyrrverandi bandarískra embættismanna. Þeir segja samskiptin ekki hafa verið bundin við kosningateymi Trumps, heldur einnig náð til annarra sem tengjast honum, og samskiptin náðu einnig til rússneskra embættismanna utan leyniþjónustunnar. Opinberlega hafa bandarísk löggæsluyfirvöld ekki staðfest  upplýsingarnar.

Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú tengsl milli Donalds Trump og rússneskra yfirvalda með tilliti til þess að meðvitað hafi verið höfð áhrif á úrslit bandarísku forsetakosninganna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár